Heimilisblaðið - 01.01.1920, Blaðsíða 4
2
HEIMILISBLAÐIÐ
stórar, fá óhindraðar að laumast inn í hug-
skotið, eyðileggja taugakerfið og lífsþróttinn
og marka sér djúp spor af hrukkum og rák-
um í andlilið, sem vart hverfa framar.
Skynsamlegir og reglubundnir lifnaðar-
hættir styrkja heilsu vora og taugar og veita
oss bolmagn . gegn hirlum margbreyttu von-
brigðum lífsins.
En undir öllum kringumstæðum er áríð-
andi að láta ekki áhyggjurnar og kvíðann fá
yfirhönd yfir oss. Eins og hver skynbær
maður á að stjórna gerðum sínum, eins á
hann líka að stjórna hugsunum sinum.
Gamalt máltæki segir: »Vér getum ekki aftrað
fuglunum frá því, að fljúga uppi yfir höfði
voru, en vér getum aftrað þeim frá, að hyggja
sér hreiður í hári voru«.
Ef vér ekki rekum hinar gagnslausu grill-
ur og áhyggjur á flótta, líður bæði heilsa
vor og útlit við það. Það þarf æfingu til
þess að knýja fram hæfileika sína til hins
ítrasta, en það þarf líka æfingu til þess, að
hætta því og hvíla þá algert. Æfður iþrótta-
maður getur haldið áfram æfingumy sínum
svo tímum skiftir, þar sem hinn óæfði verð-
ur skjótt uppgefinn. Maður þarf að þekkja
takmörkin fyrir taugastyrkleik sínum og að
geta neitað óþörfnm uppástungum og heim-
boðum o. s. frv. Það útheimtir oft meiri
staðfestu, að segja nei heldur en já.
Maður á líka að forðast að sökkva hug-
anum niður i sorglegar endurmiuningar,
heldur þvert á móti knýja hugsun, augu og
eyru að öllu hinu bjarta og vonglaða, að
þvi, sem hefir í sér fólgið afl og styrkleika.
Ljós og skuggi skiftast alstaðar á í tilver-
unni.
Þegar einhver hefir orðið fyrir miklum
vonbrigðum, eða mist ástvini sína, svo sorg-
in er djúp og eðlileg, á maður að kefja hana
niður. Það er gagnslaust, að sökkva sjálfum
sér niður í sorglegar hugsanir, því það er
sjálfum oss til ills eins.
í stað þess, að loka sig inni í herbergi
sinu og gráta sig uppgefinn, eins og mörgu
kvenfólki er hætt við að gera, er langt um
betra að neyða sjálfan sig til að ganga góð-
an spöl úti. Útiloftíð styrkir húð og taugár,
blóðið streymir örar, augað verður fyrir
ýmsum áhrifum, skapið léttist ósjálfrátt og
jafnaðargeðið eykst.
Glaðar og vonbjartar hugsanir eru hollar
fyrir heilsu og taugar, þær halda húðinni
sléttri og æsku-mjúkri, augunum skærum —
og síðast en ekki sízt, þær gera oss hæfari
til að rækja köllun vora í lífinu.
(Pýtt úr „Hjemraet" af G. G. i Gh.).
Ikáldið mitt.
Þú ált að mála um æfi þína alla
Einar, með list og prýði þinna handa
verkin, sem hæfa himinbornum anda:
hátignarljóma slær á fagra liti.
Þegar þú syngur kátt í kóri fossa
kraftur og prýði orðsins yls og blossa
æskuna töframagnar. Tungan snjalla
tignar þig sjálf í málsins skrúðagliti.
g. kr.
5 hliði Maradísar.
Páskanœtnr draumur.
Það var að áliðinni nóttu, lítið eitt farið
að lýsa af degi. Eg var búin að vaka dög'
um og nóttum saman yfir litlu dóttur minni
sjúkri, með angist og kvíða. En á þessari
nóttu breyttist kvíðinn i von. Hún sofnaði
vært og rótt og það var áreiðanlegt, að 1
skauti hins væra, endurnærandi svefns,
brá aftur til bata. Hjarta mitt fyltist af fúði
og þakklæti; eg sá hvernig tíminn leið ótt
og virti fyrir mér stjörnurnar á purpurarauð-
um morgunhimninum. Ég hugsaði með wer-
Svona mun lika ljóma af hinum síðasta
páskadagsmorgni í eilifum fögnuði og bann
mun binda enda á allar mínar hjartasorgir
og vökunætur.