Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Side 14

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Side 14
30 Heimilisblaðið átt, svo óþarfi er að tala uni það í þessu sambandi. Einnig ber á margt að líta, af dæma skal réttilega og sanngjarnt um það mál og geri ég ráð fyrir að andbanningar ættu erfltt með að hrósa sér af þeiin sannleika er þá yrði leiádur í Ijós. Þá kemur maður að því, sem hjá höf. er merguvinn málsins — það er niður- staðan, sem hann kemst að og leyfi ég mér að setja hér niðurlagsklausu hanB orðrétta: „Leið út úr ógöngunum. Sannleikurinn er sá, að knýjandi nauðsyn er orðin á því að einhver leið finnist út úr þessum ó- göngum. Þótt tollhækkun Spánverja hefði aldrei komið til mála, þá heíði ekki verið t gerlegt að halda bannlðgnnum við til lengd- ar án breytinga. Og skynsamiegasta breyt- ingin er einmitt sú, sem fellur saman við það, sem fram á er fari^ af Spánverjum: að leyfa innflutning léttra vína. Frjáls verzlun moð þau undir eftiriiti landsstjórn- arinnar viiðist líkleg til þess að bæta úr miklu af því ólagi, sem hingað til hefur fylgt bannlðgunum". Höf. telur einustu leiðina út úr ógöng- unum að leyfa innflutning fínna vína. Til þess eru nú refirnir skornir. Öllum, sem fylgst hafa nokkurnveginn vel með framkvæmd bannlaganna, dylst það alls ekki að betur hefði mátt gera í nálega öllum atriðum og ber margt tíl þess, að ekki hefur betur tekist en raun er á orðin og skal ekki farið nánar út í það að þessu sinni. Ég er ekki heldur í neinum vafa um það, að höf. Morgunblaðs- greinarinnar hefur einnig veitt þessu at- hygli, þó hann nefni það ekki á nafn í þessari grein sinni — af skiljanlegum á- stæðum. Nú er það einnig öllum Ijóst, að bannið í Noregi er alls ekki samskonar og hér, heldur er það að eins bann gegn innflutningi og sölu eimdra drykkja, sem jnnihalda meira en 12% áfengis. Það er því samskonar bann sem höf. leggur til að verði í lög leitt hér á landi.- Mér dylst það alls ekki, og ég er í engum vaía um, að á sama máli muni margir Yera, að þegar lögreglustjórn og yfirvöld þessa lands háfa reynst jafnsljó í framkvæmd bann- laganna eins og þau eru nú úr garði ger, og raun ber svo sorglega vitni um, þá muni þau ekki reynast hæfari til þess að framkvæma hitt fyrirkomulagið — það, sem höf. stingur upp á — nema síður sé. Morgunblaðið hefur stöðugt verið að fræða okkur um hve herfllega bannið í Noregi sé brotið og að nálega sé ógerlegt að framfylgja því, og ’leyfi ég mér að benda greinarhöfundinum á þær upplýsingar, sem þar er að fá um reynslu þá, er þegar er fengin um fyrirkomulag það, er hann stingur upp á — og geri ég ráð fyrir að hann telji sór ekki í kot vísað. Margt er í grein þessari, sem ég læt ó- svarað að þessu sinni, enda eru það auka- atriði, sem minna máli skifta. En aftur á móti gefur þessi margum- rædda „Morgunblaðs“-grein tilefni til ýmsra athugana frá almennu sjónarmiði og vil ég ekki skilja svo við þetta mál, að ég ekki hnýti hér aftan við nokkrum orðum þar að lútandi. Höf. heldur því fram í grein sinni, að bannmenn hafii ekki viijað líta á málið nema frá annari hliðinni, þeirri, sem að bannlögunum snýr. Þetta er gersamlega út í loftið talað, því „Tpl.“ benti einmitt á ýmsar leiðir, sem rétt og sjálfsagt væri að athuga, svo við þyrftum ekki að láta.kúg- ast í þessu máli. Nú vill svo vel til, að stjórnin hefur sent yflrflskimatemennina tvo til Spánar til þess að athuga ástandið með tilliti til fisksölunnar og ekki ólíklegt

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.