Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Page 9

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Page 9
HEIMILISBLAÐIÐ 73 Fariseinn og tollheimtumadurinn Ræða flutt að Skarði af sr. Ó. V. »Tveir menn gen<>u upp í helgidqminn til að biðjast. fyrir«. — Annar aðallega til að þakka; hinn eingöngu til að biðja. Pað þótti og þykir enn meða.1 Gyðinga tilhlýðilegt cg skylt, að ganga sem oftast upp eða inn í helgidóminn, musterin þeirra, stærri og smærri, til að biðjast fyrir; en alveg sjálfsagt ef unt er fyrir sannan og góðan Gyðing, á helgideginum þeirra — saþbatsdeginum. Sama hefir líka átt, og á sér einnig enn stað, mleða.1 Múhameðs- trúarmanna, og svipað einnig meðal ka- þólskra kristinna manna, að það þótti og þykir í alla s.ta,ði eðlilegt og uppbyggilegt, að hver heimsæki sinn helgidóm sem oft- ast til að biðjast íyrir, einkanlegast þó á helgidögum; og eins, hvenær sem. eitthvað sérstakt og miklu varðandi bar eða ber að höndumi: blítt eða strítt. Hið sama, eða mjög svipað, hefir og mátt segja, og má enn segja, um flest annað kristið fólk á öllum öldum og alstaðar, einn- ig meðal iútherskra manna, sér í lagi á heittrúartímfum, eða þegar og- þar, sem trúarlífið hefir verið eða er alvarlegt, ein- lægt, og lifandi. En jafnvel um heiðingjana hefir mátt og má enn segja nokkuð svipað: Þeir hafa líka allir alstaðar og alt af átt, og eiga enn, sína guði, sín átrúnaðarvöld, og sina helgi- dóma, til þess að ganga inn í og biðjast fyrir í. Peir hafa líka allir, hver sína þörf og þrá til æðri máttarvalda, máttugri, vitr- ari qg fullkomnari en þeir eru sjálfir, og' leita þeirra því bæði sjálfrátt, og ósjálfrátt, bæði leynt og ljóst. Pessa sömu guðs- og bænarþörf og þrá höfðu einnig vorir heiðnu íslenzku forfeður, eins og sögurnar um þá og af þeim glögglega herma. Og svo rík var í þei,m mörgum þessi þörf og þrá, ásarnt mikilli spekt og mannviti með djúp- hyggju, að þeir smám saman leituðu og komust, eins og sjálfkrafa, af lægra stigi trúar og tilbeiðslu á hærra stig, unz komið var að æðsta stiginu: trúar- og tilbeiðslu- stigi Jesú Krists, er þeir þá fundu á sér og skildu, að vera mundi efsta og æðsta stigið. Ötilkvaddir og ótilneyddir reyndu þeir þá margir, einkum þeir vitrustu og beztu að hefja sig upp á þetta stig og standa á því, af frjálsum hug og vilja, og vinna aðra með sér; þangað til |>eir loks allir féllust, á, að þetta, stig myndi þeim, hverjum einum og öllum saman, verða holl- ast og hjálpsamilegast. jafnt þessa heims og annars. Og síðan glæddist, skírðist og rótfestist kristileg trú og tilbeiðsla í hug- um; og hjörtum fqrfeðra vorra og hefir við- haldist yfirleitt með þjóð vorri alt til þessa, meir eða minna frísk og lifandi til sam- svarandi lífsbóta og blessunar. Já, þannig hefir gengið til hér, og þannig einnig al- staoar annarsstaöar frá upphafi vega, að Guðs-trúar- og tilbeiðsluþörfin hefir verið meðfædd og fylgjandi hverri mennskri manneskju frá lægsta til hæsta þroska- stigs, enda þótt trúar og tilbeiðsluhvötin og tilefnið hafi verið og sé einatt mismun- andi, ýmist þakklætiskend eða hjálparþörf. Engin manneskja — ekki ein einasta —- hefir alt, af verið, né getur alt af eða í öllu verið sjálfri sér nóg, né alt af fundið alt á valdi sínu, né algerlega trúað og reitt sig á »eigin mátt og meg'in«. Jafnvel ekki hinn sérgóði og stolti Farisei; jafnvel ekki hinn mesti meðlætismaður þessa, heims, kemst hjá að finna og kannast við, að meðlætið er ekki alt honum einum að þakka, eða kostir hans og verðleikar, heldur einnig máttugri völdum og æðri stjórn — valdi og stjórn sikaparans; og þetta leiðir hann þó til að þakka, a. m. k. líkt og Fariseinn, ef ekki vill betur. En alt af munu þeir hafa verið, og vera fáir, þeir meðlætismennirnir, sem alt af höfðu eða hafa alt á eigin valdi, eða aldrei amaði eða amar neitt að; og »eng-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.