Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 2

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 2
146 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Bruniun mikli í Marseiiles hinn 28 .október s. i. olli tjóni, sem nam mörgum miljónum króna. Eldurinn kviknaði í útbúi hins mikla vöruhúss »Galleries Nouvelles«, og Hotel de Nouvelles og Soeiété General-bankinn slóðu i björtu báli á svipstundu. Ekki er enn fengin full vissa fyrir því, hver upptök eldsins voru. Pað eitt er vitað, að eldsins varð fyrst vart á annari hæð, þar sem verið var að vinna að »innréttingar«-breytingum. En uppi yfir þeim salakynnum var testofa, og þar sátu 30—40 manns, þegar eldurinn blossaði upp. Álitið er, að farist hafi í þessum ægilega bruna 80—90 manns. Flmtíu ma afmœli EiÍfeUurnslus. Snemma á þessu ári var haldið upp á 50 ára afmæli Eifi'- elturnsins I París, en nú herma frönsk blöð, að aðalhátíðahöldin fari raunar ekki fram fyrr en í marzmánuði næstk., þar eð turninn hafi ekki verið fullgerður að hæð, fyrr en vorið 1889. Fyrir sex árum siðan var minnst 100 ára af- mælis Alexanders Eiffel, en hann var verkfræð- ingur og h»fði einkum lagt það fyrir sig, að byggja brýr. Hann gerði þannig fyrstu teikning- arnar að hinurn ferlegu stiflum í Panama-skurð- inum. Þegar hann bar fyrst fram hugmynd sina um risaturninn í París, va.kti hún mikla athygli, og sætti jafnframt miklum andmælum listamanna, byggingameistara og blaðanna, og var því hald- ið fram, nð þessi fáránlega mikli turn mynai verðai til stórkostlegra lýta. á umhverfinu. En eins og kunnugt er, varð turninn einmitt það furðuverkið, sem menn fýsti helst að sjá á heimsýningunni í París, og hann varð síöan einskonar táknmynd um Parísarborg, um allan heim. Eru Frakkar mjög hreyknir af honum og ekki slzt Parisarbúarnir sjálfir. Merkllegar raiiiisóknlr í Dauðnliafinu. Brezkur verkfræðingur einn hefir undanfarið verið að gera ýmsar rannsóknir í Dauðahafinu, og skal h,ér til- fært hitt og þetta úr skýrslum hans: Yfirborð Dauðahafsins er 400 metrum lægi'a en yfirborð Miðjarðarhafsins, og dýpst er það 400 metrar. Það er 75 km. þar sem það er lengst, en meðalbreidd er 15 km. Eins og kunnugt er, hefir það ekkert frárennsli, en áin Jórdan rennur í það, og flytur í það 6.500.000 kúbikmetra vatns á hverjum sólarhring. Þetta eru 75% af vatninu, sein I það íennur, ofan jarðar, en auk þess oerst í það mikið af vatni neðan jarðar, sem ekki hafa verið tök \ að mæla. En það er þó gert ráð fyrir, að í það berlst samanlagt 8.5 millj. kubikmetrar vatns á sólarhring, sem allt á þannig að gufa upp jafnharðan. Mismunur á hæsta og lægsta vatnsborði síðastliðin 45 ár, hefir verið 45 cm. Vatnið i Dauðahafinu er mettað af saltupp- lausnum, sem mannslíkaminn getur ekki sokkið í. Gert er íáð fyrir, að vökvainnihaldið sé sam- tals 159.9 kúbik-kílómetrar, en saltuppla.usnirnar áætlaðar eins og hér segir: Kailiumklorid 2.000 milj. smáiestir, natriumklorid 11.000 milj. smál., magnesiujn 22.000 milj. smál., calciumklorid 6.000 smál. og magnesiumnromid 980 milj. smál. Efnafræðlslega samsett björgunarvesti. Nýlega var sýnt björgunarvesti í Stavangri i Noregi. Þaö er úr »dun-satin« og má vera í þvi eins og al- mennri vinnutreyju. Þegar það kemur í vatn, þenst það út á 15 mínútum, svo það verður hvej-ju lífbelti betra. Það er kolsýrugas, sem þessari útþenslu vældur. Maður, sem ekkert getur synt, getur haldið sér ofansjávar í 10 tíma, og jafn- vel helmingi lengur, segir »Stavanger Aftenblad«. Vellauðug kona ein, belgisk, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni, að a 11 i r ættingjar hennar, sem til næöist, alt að tólfta. lið, skyldu erfa hana að jöfnu. Hún hafði gert ráð fyrir, áð þeir myndu verða um 200, en nánustu ættingjarnir vonuðu, að þeir yrðu færri. Ættfræðingum var nú faliö þetta mál, og þegar skifta-fresturinn var útrunn- inn, kom það á daginn, að þeir höfðu haft uppi á 4760 skyidmennum konunnar, sem rétt höfðu til hlutdeildar í arfinumi. Og þegar búið var að draga frá fúlgunni allan skiftakostnað, reyndist h,lutur hvers einar 125 krónur. Á meðal brúðargjafanna, sem hertogafrúnni af Kent voru gefnar, var herðaklútur, prjónaður at handspunnu Shetlands-ullarbandi. Bandið var 11 kílómetra langt, en ekki nema 77 grömm aö þyngd. Háskólakennara við háskóla einn í Bandaríkj- unum hefir tekist, eftir margra ðra, tilraunir, að rækta káltegund, sem ekki finst af sá óþægi- legi þefur, sem jafnan er af káli, þegar það er soðið. Húsmreður um allan heim bíða þess meö óþreyju, að káltegund prófessorsins komi á mark- aðinn. Hugvitssamur tannlæknir einn á Englandi hef- ir fundið upp á því, að sýna skemtilegar kvik- myndir á ioftinu i tannlækningastofu sinni. til þess að »sjúklingar« hans, — einkum kra.kkarnir, — gleymi fiekar sársaukanum, á meðan á tann- aðgerðunum stendur.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.