Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 5

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ 149 að þóknast biskupinum. Hún átti að verða til þess, að hann tæki fremur vægiiega á öðru, sem honum kynni að þykja mið- ur fara. En það var nú öðru nær en að hún ætlaði að reynast eins og til var stofnað. Og ekki tók betra við, þegar biskup hætti rekistefnunni um sjálfa kirkjuna og fór að tala um kirkjusókn. Það var eins og hann sæi inn í hugskot manna. Hvernig gat liann annars vitað það, að þessi eða hinn væri vanur að róa til fiskj- ar, eða fara fram á heiðar til lyngtöku, þegar kirkjuklukk'an væri að kalla þá til guðsþjónustu. Engin nöfn nefndi Iiann en það var deginum ljósara, að hann vissi alt um þetta. Hann heimtaði, að þeir kæmu til kirkju á hverjum einasta sunnudegi, — nú yrði að breyta til, frá því sem verið hefði á dögum feðra þeirra, og dygði engin hálfvelgja lengur. Nú væri um svo margt nýtt að hugsa og svo mörg ný verkefni biðu úrlausnar. Það var svo mikið og margt, sem bisk- up heimtaði af þeim, að þeirn fannst það stappa nærri freklegri ósanngirni. Og svo áttu þeir líka að syngja sálma. Um það höfðu þeir verið einir, presturinn og meðhjálparinn, til þessa, — nú átti allur söfnuðurinn að syngja í kirkjunni, eins og þrestirnir og lóurnar úti í guðs- grænni náttúrunni. • Margfalt betra væri það, að tungan rotnaði í munni ykkar, heldur en að þið sitjið eða standið hér inni í þessu húsi og hæðið Guð, eins og svín og beljur, sem ekki geta sungið, en núa nösum og trýni við jörð. Við, þú og ég, eigum að bera höfuðið hátt, horfa til himins og syngja Guði lof og þakkargjörð, seint og snemma«. Þeir áttu líka að syngja heima hjá sér, frammi á heiðurn og úti á ökrum, karl- mennirnir áttu að syngja á sjónum, kon- urnar við vefstólinn og meyjarnar við rokkinn. »Það lengir lífið að vera glað- ur í lund«, sagði biskup, »eins og það styttir æfina að vera stúrinn«. Og fólkið myndi verða glaðara og léttara í lund, ef það tæki upp þann sið, að syngja fögur ljóð. Ekkert væri mönnum jafn ómiss- andi og það, að vera léttur í lund, og ekkert óhollara en að vera með sífelld- ar áhyggjur, stúrinn og önugur. Það var nú hægra að segja þetta, en gera það, en varla gat biskupinn vitað, hve mikla og margvíslega erfiðleika Odda- búar áttu við að stríða. Jörðin var ófrjó og Ægir illur við að fást að jafnaði. Áttu þeir að syngja, þegar kýrnar þeirra féllu úr hor á veturna, sökum fóðurskorts, eða þegar Ægir hremmdi ástvini þeirra? Áttu þeir að syngja, þegar börnin þeirra báðu grátandi um brauð, og enginn var til rúgurinn að haka úr? Nei, sannarlega þóttust þeir hera sinn kross, og raunar áttu þeir gleðistundir líka, þó að þær væru fábreyttar. En að vera að syngja, sýknt og heilagt, — það kom ekki til mála! Þannig þybbaðist fólkið við í lengstu lög. Biskup fann þetta, eða sá það á and- litunum og gaf engin grið. Hann gerðist æ nærgöngulli við þá, Oddabúa. Og þeir gátu ekki snúið sig úr þeim tökum, sem hann hafði á þeim náð. Ýmist þrumaði hann, með harðneskju og eldmóði, eða hann var mildur og mjúkur. Ýmist lömdu orð hans fólkið sem heiftugt haglél, eða ýrðust yfir það, eins og hlý og notaleg gróðrarskúr. Hann lét ekki við það sitja, að skipa mönnum sess í kirkjunni. Nei, hann fylgdi þeim heim, gekk svo að segja inn í hvert einasta hús á Oddanum og hreinsaði til. Hann lýsti ástandinu, eins og það var, og skipaði fyrir um, hvern- ig það œtti að vera. Biskup nefndi að vísu engin nöfn. Hann lét jafnvel í veðri vaka, að hanu væri að lýsa ósiðum og mistökum, sem hann hefði orðið var við í öðrum sveitum. En hver einstök lýsing átti þó við um Odda- búa, ýmist einstaklinga eða alla sameig- inlega. Enginn slapp við einhverja at-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.