Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 6
150 HEIMILISBLAÐIÐ hugasemd. Og Geirþrúður ekki fremur en aðrir. Hún var kona prestsins og sat í innsta stólnuin, kvenna megin. Hún horfði í gaupnir sér, en hún fann það, að allra augu störðu á hana, þegar bisk- up fór að tala af miklum fjálgleik um það, að miklu skifti, að góð samhúð væri á milli hjóna. »Svo miklu skiftir það, að þú, kona góð, kunnir að stilla í hóf tilfinningum þínum, tungu og tiltektum, að miklu væri það betra, að þú værir dauð og graí'- in, hér úti 1 þessum kirkjugarði, lieldur en að þér verði það á, að reita eiginmann þinn til reiði, viljandi og vísvitandi. Svo mikið liggur við, að þú sért honum ekki sem sinnep í nösum, né sért honum óþjál og óhlýðin«. — — — — — — Peder Palladius var andlegt hraustmenni, en veiklaður líkamlega. Það var því engin furða, þó að hann þarfn- aðist hvíldar eftir erfitt ferðalagið og margra stunda kirkjuathöfnina. Hann bað um rólegt herbergi og góðan stól á prests- setrinu, og var það íúslega veitt. Bjó liann um sig sem notalegast og blnndaði nú ýmist, eða var að hugsa um fólkið á Odd- anum. Það hafði hlustað á liann 1 hér um bil þrjár klukkustundir með þolin- mæði og án þess að nokkur ys eða órói væri í kirkjunni. Þó l'anst honum liann ekki geta áttað sig á fólkinu. Hafði hon- um tekist að vinna á liörðum og tilfinn- ingalausum skrápnum og snerta hjörtun? Stöku sinnum þóttist hann hafa orðið þess var, að hann næði tökum á þeim En myndi fólkið nú ekki hrista af sér þau tök, þegar það dreyfðist á ný út um eyðilegan Oddann, og hann héldi áfram hvíldarlausu ferðalagi sínu, frá einni sókninni til annarar? Myndu þessar marg- víslegu áminningar Jians verða tilgangs- Jausar, — eða skyldi honum hal'a tekist, að sá frjóvum frækornum, sem skilyrði hefðu til þess, að lifa og dafna og verða að sterkum stol'num? Ef til vill fengi hann aldrei neitt um það að vita. Ung kona kom inn í stofuna til hisk- ups. Það var Geirþrúður, kona prestsins. Hún kom með sessu í stólinn. Stólsetan var víst býsna hörð, hélt hún. Biskup þakkaði henni fyrir hugulsemina. Geir- þrúður gerði sér ýmislegt til dundurs í stofunni. Hún virtist búa yfir einhverju, var kafrjóð og niðurlút. »Eruð þér uppalin hér á Oddanum?« spurði biskup góðlátlega. Hann fann það vel, að henni lá eitthvað á lijarta og vildi hjálpa henni á skrið. »Já«, svaraði liún, — »og ég hefi aldr- ei séð aðrar sveitir.' En það er hann Jens, maðurinn minn. Hann liefir farið víða og kynst siðum og háttum manna 1 ýmsum bygðarlögum, og af því stafar öll óhamingjan«. »Hvaða óhamingja?« »Þér vitið ósköp vel, við hvað ég á. Það er eins og þér sjáið inn í hug okk- ar. Og mig voruð þér einmitt að sneiða í kirkjunni, þegar þér voruð að tala um góða sambúð lijóna, — og um sinnepið«. Biskup komst við. Hún var næstum því eins og barn, hálf þrjózk, en þó lá henni við gráti. Hann greip hönd henn- ar og fór að þúa hana, hispurslaust. »Ég átti nú ekki við þig eina. Ég átti við konurnar á Oddanum alment«. »Nei, verið þér ekki að draga úr þessu«, sagði hún með ákal'a og reyndi árangurs- laust að draga að sér liendina. »Þér átt- uð við mig eina. Þér horfðuð á mig og alt fólkið horfði á mig«. Þá lét biskup sig, en slepti þó ekki hendinni. »Ef til vill liefi ég þózt sjá eitthvað, en þó ekki alt, eins og það er. Segðu mér nú hreinskilnislega, hvað það er, sem amar að«. »Mynduð þér þá vilja lijálpa mér?« »Já, svo sem mér er frekast auðið. Og geti ég ekki hjálpað þér sjálfur, þá þekki ég þann, sem bæði vill gera það og get- ur, ef við biðjum liann um það«. »Nei«, sagði liún, og var nú enn rauna-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.