Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 7
HEIMILISBLAÐIÐ
151
legri raddhreimurinn, »það hefi ég reynt,
en það er árangursiaust. Hér þarf eitt-
hvað til, ennþá kraftmeira«.
»Það þarf ekki annað en trú. Ekkert
er til í heimi þessum kraftmeira. Segðu
mér nú, hvað það er, sem amar að þér«.
Nú fanst henni það gott, að biskup
hélt báðum höndum utan um höndina
á henni. Henni fanst það gera sér auð-
veldara að segja það sem henni bjó í
brjósti. Henni fanst þetta líkast því, að
tala trúnaðarmál við góðan föður.
»Við Jens megum ekki hvort af öðru
sjá. En þó getur okkur aldrei komið
saman. Satt að segja held ég, að það sé
mér að kenua. Ég get ekki á mér setið,
að vera altaf á annari skoðun en hann.
En það er líka honum að kenna. Hann
getur ekki setið á sér með að segja hitt
og þetta, sem gerir mér ýmist gramt í
geði, eða sem mér er alveg ómögulegt
að trúa og samsinna. Og síðan eykst þetta
orð af orði, og við stælum og erum að
rífast, heila og hálfa dagana. Á eftir töl-
um við ekki aukatekið orð hvort við
annað í marga daga. Svo sættumst við
og erum vinir, þangað til næsta hríð
skellur á. Mér er að verða þetta óbæri-
legt, en þó get ég ekki við þessu gert«.
Það var ekki trútt um, að biskupi
þætti vænt um þetta að vissu leyti. Hann
sá af þessu, að ekki höfðu þó öll orð
hans í kirkjunni hitt á harðan jarðveg.
»Veit fólkið um þetta?« spurði hann
vingjarnlega.
»Já«, svaraði hún, »annars hefði það
ekki horft svona á ®mig í kirkjunni.
Þetta vita sjálfsagt allir, og sú tilhugsun
er mér alveg óbærileg-.
Biskup slepti hönd hennar. Hann sat
hljóður og hugsandi stundarkorn og
brosti öðru hvoru.
»Ég get eflaust hjálpað þér«, sagði hann
að lokum. »Þú verður að hafa hama-
skifti, bæði sjálfrar þín vegna og sveit-
unga þinna. Þú verður að gerast fyrir-
myndar prestskona. Er ekki til einhver
helg lind, hér á Oddanum?«
Það birti yfir svip Geirþrúðar. Biskup
hafði vafalaust tekið þetta réttum tökum.
Hér þurfti eitthvað, sem sterkara væri
en orðin ein. O-jú, — á Oddanum var
einmitt til helg uppsprettulind. Og Geir-
þrúður hafði reynt hana líka. Ekki hafði
það þó komið að neinu gagni.
• Þetta datt mér í hug«, mælti biskup.
•Vatnið í þessari lind er þá heldur ekki
gætt neinum heilögum krafti. Ég þekki
aðeins eina uppsprettu, sem nokkurt gagn
er að. Ég er með ofurlitla lögg úr henni
á brúsa, sem er úti í vagninum mínum.
Það er altaf gott, að hafa það með sér.
Ég villist aldrei á ferðum mínum og aldr-
ei hefi ég orðið fyrir neinum skakka-
föllum. Seztu nú hérna á stólinn og lok-
aðu augunum. Þú mátt ekki líta upp,
fyrr en ég kem aftur. Ef þú lítur upp,
missir vatnið kraftinn«.
Geirþrúður settist niður og lokaði aug-
unum og þannig sat hún þangað til bisk-
up kom inn aftur. Hún var til að sjá
eins og sofandi barn. Nú leit hún upp
og lesa mátti nú í augunum einlæga trú
og óbilandi traust.
• Líttu nú á«, sagði biskup, »þetta er
nú ekki nema rétt aðeins í litla skál.
Meira má ég ekki missa. Og meira þarft
þú ekki heldur. Þetta er kraftmikið vatn.
Og þegar maðurinn þinn fer næst að tala
við þig um eitthvað, sem þig langar til
að andmæla, þá skaltu flýta þér að súpa
gúlsopa af vatninu. Ekki skalt þú þó
renna því niður eða sýta því út úr þér.
Máttarins nýtur aðeins á meðan þú hef-
ir vatnið í munninum. Og gleymdu nú
ekki þessum fyrirmælum«.
Grátandi lofaði Geirþrúður þessu. Og
hún trúði því alveg statt og stöðugt, að
vatnið myndi verða henni að gagni. Hún
þakkaði biskupi hjartanlega fyrir þá
miklu greiðasemi, að gefa henni svona
dýrmætt meðal. Og nú fór hún strax að
*