Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 8
152
HEIMILISBLAÐIÐ
hafa áhyggjur út af því, að nú myndi
hann ef til vill verða íyrir einhverjum
óhöppum á ferðalaginu, og þá væri það
henni að kenna, af því að hún liafði
fengið vatnið úr brúsanum.
»Það er talsverður slatti eftir í hon-
um ennþá*, sagði biskup brosandi, »og
svo er þess að gæta, hve rnikill kraftur
fylgir einum einasta gúlsopa. Það er eng-
in hætta á því að ég villist eða að vagn-
inn velti út af veginum. Og ég kem hing-
að aftur út á Oddann eftir þrjú eða fjög-
ur ár. Þá skulum við talast við aftur«.
—-------Daginn eftir hélt biskup áfram
ferð sinni.
»Jæja Lars«, sagði hann, þegar þeir
voru komnir spölkorn áleiðis upp á Odd-
ann, »hvernig lýst þér á fólkið hérna á
Oddanum?«
• Hvernig mér lýst á það?« sagði Lars
og sló í klárana. »Ég get uú eiginlega
lítið um það sagt«.
»Attir þú ekki tal við neinn?«
»Það get ég varla sagt. O-jú, — ég yrti
á einn karlinn fyrir utan kirkjudyrnar
og spurði hann hvorum 'siðnum hann
fylgdi, þeim gamla eða hinum nýja. Hann
svaraði því til, að liann fylgdi nýju trúnni.
Hann sagði, að í gömlu kenningunni
væri því haldið fiam, að sjórinn ætti að
fæða okkur, en hin nýja mælti svo fyr-
ir, að brjóta skyldi heiðarnar. Og hann
kvaðst vera byrjaður á því að sínu leyti.«
»Litlu hefir þú orðið nær af þessu
svari«, mælti biskup hlæjandi.
»Ekki segi ég það«, svaraði Lars og lét
sér hvergi bregða, »því að ég komst þarna
að raun um, að íólkið á Oddanum kann
að hafa taumhald á tungu sinni, og ekki
eru þeir að jafnaði lélegastir, sem kunna
það«.
Biskup vissi hitt og þetta um l'ólkið
á Oddanum. Og um hugarfar einnar
manneskju vissi hann sérstaklega. Geir-
þrúður var borin og barnfædd á þessuin
slóðum. Hann var að hugsa um hana.
•Mörgum þeirra, sem fyrstir hyrjuðu
að brjóta niður páfaveldið, varð á sama
glappaskotið, sem oft hendir trésmiðinn,
sem er að rífa niður gamalt hús: honum
verður það á að brjóta stoðir og laus-
holt og annað því um líkt, sem nota
mætti í nýja húsið. Það er ekki hyggi-
legt. Yér eigum að nota það sem not-
hæft er af gömlu viðunum til að byggja
úr hið nýja«.
Lars sagði bara »já« og »a-nú«, — en
annars lánnst honum þetta torskilið tal.
★
— — — Fimm ár liðu þangað til Palla-
díus hiskup hafði tíma til að vísitera
Oddakirkju aftur. Ekki liafði honum unn-
ist tími til að koma í allar sóknir tvisv-
ar sinnum. En út á Oddann vildi liann
komast fyrir livern mun. Hann hafði lof-
að Geirþrúði því og sjálfum sér líka. Og
hann vildi efna það.
Landið var jaín eyðilegt og hrjóstrugt
og það hafði verið. En kirkjan var kom-
in í nýjar flíkur, og mátti lieita, að þær
væru eins og biskup vildi hafa þær. Þak-
ið og gluggarnir voru nú í bezta lagi. Á
altarinu var hreinn dúkur og tvær kerta-
stikur. Heiðarblómum var stráð á gólfið.
Og presturinn var búinn að fá prédik-
unarstól, svo að nú gat liann horfst í
augu við söfnuð sinn. Fólkið var svipað
ásýndum og það liafði verið. En nú kunni
það þó nokkra sálma og söng þá fullum
hálsi.
Geirþrúður hafði tekið mestum stakka-
skiftum. Hún var ekki lengur flóttaleg
og feimin. Þrjózku-svipurinn var líka
horfinn. Nú var hún stillileg og glaðleg
prestskona.
Biskup var leiddur inn í hlýja stofu
og honum boðinn hægur sess að lokinni
vísitasíunni. Og Geirþrúði dvaldist lengi
inni lijá honum. Hún þakkaði honum
lijartanlega fyrir heilræðin góðu og vatn-
ið, sem hann hafði gefið henni. Það halði
ekki brugðist. Hún kvaðst hafa fylgt ráð-
um hans nákvæmlega, og þegar hún hefði
verið húin að súpa á vatninu, þá hefði