Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 10
154
HEIMILISBLAÐIÐ
þá býðst að vaka um stund.
Til skiftis hýra sveina
þar huldu rjóður greina
í náðar nærðum blund.
Þá dreymdi fagra drauma
í dásemdanna geim;
þá dreymdi dýrðarstrauma,
sem dauðans lýstu heim;
Því ljóssins loga veldi
þá leið frá himins eldi
og birti’ um djúpin breið.
brosir himinn fríður.
Hér er fædd sú helga mynd,
hold á jörðu, laust við synd
fagra friðinn bíður.
Hósanna í himins sal,
hósanna á jörðu,
liósanna vort hjartans val,
hljómar gleði’ á jörðu.
Gegnum himins bjarta horg
birta skín á jarðartorg
sefast sárin liörðu.
II.
Kallar himinn, kallar strönd,
kallar allt, sem hljómar,
kalla höfin, kalla lönd,
kalla endurómar!
Heyrið sönginn himnaranns,
heyrið boðskap frelsarans,
heilög harpan rómar.
Friðarengill fagnandi
fríður stóð á jörðu:
Yerið, hjarðmenn, vakandi,
varpið angri hörðu!
Heilög fylling himins skín
hjörtunum, sem aldrei dvín,
særðu og sundurmörðu.
Frelsarinn er fæddur nú,
friðarljóminn skæri;
heilaga þér honum trú
heitið — nú er færi!
Farið því og frelsarann
finnið bæði Guð og mann, —
alla náðin næri.
Þúsundanna þýður blær
þá um geima líður;
bergmálið í birtu grær,
III.
Nú farið, hjarðmenn, friðinn sanna,
þér fáið brátt að sjá,
og dýrðarinnar dásemd kanna
frá Drotni jörðu á;
þeir frjálsir gengu fagrar brautir
í friði’ og ró því leystar voru þrautir,
þá birtan skein um hlíðan geim
og blessuð stjarnan lýsti þeim.
Þeir fóru yfir fjallagrundu blíða
í fegurð söngva liljóms,
þá heitum ljóma hjörtun prýða,
þeir helgu kraftar óms,
þar stjarnan leiddi stillt og fögur
til staðar þess er geta helgar sögur,
til Betlehem þar borinn var
hinn hlíði faðir miskunnar.
Nú stanzar stjarnan lofts um leiðir
svo Ijúf og eðlaskær,
sem hjörtu fann og huga seiðir
þeim hæstu strengjum nær;
þeir stanza líka á staðnum kæra,
hvar straumur lífsins vill þá endurnæra
þeir hittu fyrir hellirinn
hvar fæddist friðarhöfðinginn.