Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 12

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Side 12
156 HEIMILISBLAÐIÐ 119118 — 1 IDiSENBIIR —11938 RÆ.ÐA EFTIR Ó. V. »Ó, Guð vors lands, 6, lands vors Guð! Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn« fyrir alla blessun þína, hjálp og hlífð, líkn og náð veitta landi voru og þjóð 1 meir eu 1000 ár! En vér biðjum líka fyrir sjálfum oss, landið vort og öll börn um áframhaldandi og aukna blessun og varðveiclu þína um komandi þús- undir ára, og segjum nú og syngjum hver og einn af lijarta: »Ó, Guð þín náð, vort geymi láð, og gæti landsins barna. Veit hjálp og lið, veit heill og frið, og hrjáðum skjóls ei varna. Lát eflast dygð, lát blómg- ast bygð, lát blessun alt oss færa. Þíns sonar borð og sannleiksorð, lát sálir endurnæra«. — Svo felum vér þér nú »vort föðurland, ó, faðir allra þjóða«, Og oss öll börnin þín í því, um ókomnar ald- ir og árþúsundir. Því að vér finnum, »að vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, er lyftir oss duftinu frá!« Ó, lyftu oss öllum upp úr öllu dauðans dufti! í Jesú nafni. Amen. Sálm. 85, 1.—3. og 7.—12. vers. »Drottinn, þú sem áður varst miskunn- samur þínu landi, þú hefir leitt heim ísraels bandingja. Þú hefir burttekið misgjörð þíns fólks. Þú hefir falið þess synd. Snú þér til vor, vor frelsis Guð! Drottinn, lát oss sjá mískunn þína og veit oss hjálp! Ég vil heyra það, sem Drottinn talar, því að hann talar frið til síns fólks, og til sinna heilögu. Einungis að þeir hverfi ekki aftur til heimskunnar! Já, hans frelsi er nálœgt þeim, sem óttast hann. Svo skal þá dýrðin búa í voru landi: Miskunn og trúfesti munu mœta hvor annari; réttlœti og friður kyssa hvort annað. Trúfesti mun upp- spretta af jörðinni og réttlœtið líta nið- ur af himninum. Drottinn mun og gefa blessun, og vort land gefa sinn ávöxt*. Alt þetta, sem hér er nú upplesið úr 85. Davíðssálmi, er hugsað og skráð af einhverjum einlægum ættjarðarvini og skáldi, spekingi og spámanni Israelsþjóð- ar, eftir að ísraelsmenn höfðu nýlega fengið heimfararleyfi og komist heim aft- ur í landið sitt upp úr einni herleiðing- unni, sem þeir urðu fyrir, og máttu þá aftur fara að byggja upp föðurlandið sitt og þjóðfélag, sem meir eða minna frjáls og sjálfstæð Drottins þjóð. Hugur hans og hjarta eru þá þrungin af sögulegum sárum minningum, og brennheitum bæn- um, framtíðarsýnum og vonum. Hann mintist þá þess fyrst, sem fyrst var, hversu landið hans og þjóðin nutu mikillar Drott- ins miskunnar á hinum góðu, gömlu dög um, þegar fólkið yfirleitt gekk á Guðs vegum sem frjáls og sjálfstæð þjóð, og alt gekk yfirleitt vel. En svo viltist fólk- ið af vegum Guðs, og þá kom herleið- ingin, útlegðin og ánauðin. Finst honum þá sem miskunn Drott- ins hafi verið tekin burt frá landi hans og lýð. — En nú finst honum aftur, þeg- ar lausnin er fengin, að hin gamla synd og misgjörð þjóðarinnar, sem olli herleið- ingunni, sé fyrirgefin og afmáð. En þá kemur reynsluminningin og bænarþörf- in, og knýja fram þá brennandi bæD um, að hann sjálfur og þjóðin hans megi nú bæði sjá og reyna miskunn Drottins og hjálp í og með góðu gengi lands og þjóð- ar, undir hinu endurheimta frelsi og sjálfstæði. En þá ber aftur að sama brunni og fyr. Hann veit, skilur og finnur, að skilyrðið til hinnar þráðu og umbeðnu miskunnar og farsældar er það, að fólk- ið »vilji heyra það sem Drottinn talar«, því að »Drottinn talar frið til síns fólks«, talar það eitt og alt, sem til friðar heyr- ir. Og sjálfur vill hann heyra og hlýða. En — »einungis að þeir hverfi ekki aft- ur til heimskunnar«, þeirrar gömlu heimsku, að hverfa frá eða hafna því, »sem Drottinn talar«. Því að ef landsins synir og dætur, sem nú hafa endurheimt frelsi sitt, vildu heyra og hlýða því, sem

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.