Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 13
HEIMILISBLAÐIÐ
157
Drottinn talar, hlýða lögmáli hans og
vilja, þá sér hann dýrðar- og fagnaðar-
sýnir fram undan fyrir land sitt og fólk,
þar sem -miskunn og trúfesti mætast,
réttvísi og friður kyssast«, og jörð og him-
inn skiftast á um blessunargjafir handa
landi og landsfólki. En að öðrum kosti
muni fara sem fyr, að freisi og farsæld
glatist.
Slíkar og þvílíkar voru minningar og
tilfinningar, óskir og vonir og hugsýnir
hinna mestu og beztu manna Gyðinga-
þjóðarinnar, og kunna að vera það enn,
þrátt fyrir allar þeirra þrautir í nær
2000 ár!
En mundu þær ekki vera allar eða
flestar hinar sömu eða svipaðar meðal
flestra annara þjóða, þar sem hið sama
eða svipað hefir skeð eða skeður?
Á þessum síðustu mánuðum þessa út-
líðanda árs, 1938, hefir nú næstum því
liver einasta þjóð í vorri álfu, og jafnvel
flestar þjóðir í öllum álfum þessa heims
vors átt svipaðar eða samskonar minn-
ingar, og nú líka margar haldið 20 ára
afmælishátíðir um afstaðnar >heimsstyrj-
aldar hörmungar«, og fenginn frið og
grið 1918.
1 minninga alls þessa hafa nú þjóðirn-
ar verið að halda 20 ára friðarafmælis-
hátíðir, og sumar einnig jafnframt hátíð
þjóðlegrar lausnar undan yfirdrotnun og
ánauð annarlegra þjóða eða ríkja, sem
fékst upp úr hinni ægilegu heimsstyrj-
öld.
Á slíkum hátíðum komast menn og
þjóðir ekki hjá, að minnast þess og kann-
ast við það, að aðalorsök heimsstyrjald-
arinnar, og allra styrjalda, var og er mis-
gjörð og synd bæði einstaklinga og meiri
hluta þjóða, eða það, að þeir og þær
vildu eða vilja ekki >heyra það, sem
Drottinn talar«, og að það var og er loks-
ins neyðin sjálf, afleiðing misgjörðanna,
sem neyddi og leiddi til friðar og betra
vegar, og jafnvel til að blusta eftír frið-
arorði Drottins,
Og meðal þessara þjóða er nú líka litla
þjóðin vor Islendinga. Einnig hún öðlað-
ist sjálfstæðisviðurkenningu og lausn frá
margra alda yfirdrotnun erlendra þjóða
upp úr heimsstyrjöldinni miklu og held-
ur nú einnig 20 ára minningarhátíð um
það. En einnig hún hlýtur þá líka að vita
og játa, að orsökin til allrar hinnar löngu
og þungu erlendu yfirdrotnunar, í 6 ald-
ir, var engin önnur en óguðlegt ráðlag
og athæfi ramviltra og spiltra forfeðra
vorra, aðallega á 13. öldinni, og þá einn-
ig jafnhliða, að upp úr öllu þessu er nú
frelsið fengið fyrir vitkun, iðrun og yfir-
bót einstaklinga og þjóðar vorrar, og sam-
tímis vitkun og sinnaskipti hinna erlendu
yfirdrotna, og þó fyrst og síðast fyrir
miskunnsamlega forsjá, handleiðslu og
stjórn Drottins herskaranna, föðurins allra
þjóða.
Segja mætti því nú, að þjóðin vor, og
ýmsar fleiri, hafi nú tvöfalt tilefni til 20
ára afmælishalds: 1 fyrsta lagi það, að
heimsstyrjaldar ógnunum lauk, og í öðru
lagi það, að upp úr þeim fékst alþjóða-
viðurkenning um fult þjóðlegt frelsi vort
og sjálfsstjórnarrétt.
En hér hjá oss, 1 þessari sókn og sveit,
og ýmsum fleirum í landi voru, mætti
líka bæta þriðja tilefninu við. Því að
sannlega höfum vér þriðja tilefnisins hér
að minnast frá árinu 1918. Því að það
ár dundi yfir oss einn hinn allra mesti
gras- og gróðurbrestur, Kötlugosið og
öskufallið mikla, og síðast þar á ofan
>spánska veikin« svo nefnda, sem hér, í
okkar fámenna kalli, lagði 13 manneskj-
ur á líkfjalir, og mikinn meiri hluta safn-
aðanna á sóttarsæng lengur eða skemur.
Þá, á sjálfum sjálfstæðisfæðingardeginum,
1. des., og bæði fyrir og eftir hann, lág-
um vér margir lágt á sjúkrabeði, og all-
ir hinir dánu uppistandandi og ógrafn-
ir minst í mánaðartíma, vegna veikinda
hinna, sem eftir lifðu.
1 sannleika höfum vér hér'því þrefalt
tilefni, þrefalda ástæðu til 20 ára afmæl-