Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Page 14

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Page 14
158 HEIMILISBLAÐIÐ ishalds nú, um þessar mundir! En hvers •r þá helzt að minnast, og hvernig að minnast? Er eða hlýtur það ekki að vera og ger- ast einhvernveginn á líkan hátt og Gyð- ingaskáldið og spekingurinn gerði forð- um, þegar þjóðin hans hafði fengið lausn og frelsi úr herleiðing og ánauð? Getum vér komist hjá að sjá og játa, að aðalor- sök heimsófriðarins og alls ófriðar, var og er syndin, misgjörðin eða yfirtroðsla Guðs og náttúrulögmálsins af mannanna og þjóðanna hálfu sjálfra? Getum vér komist undan því að viðurkenna, að margra alda ófrelsi og ánauð þjóðar vorr- ar hafi augljóslega og jafnvel eðlilega átt rætur að rekja til stórsyndugrar Sturl- ungaaldar, og síðari alda einnig? Og hvað vitum vér í raun og veru um ýmsar aðr- ar plágur og ógnir, sem yfir hafa gengið eða ganga, nema þær séu líka, að minsta kosti meðfram, orsakaðar af misgjörðum og syndum manna, eða vegna þeirra? Nei, vér vitum það ekki, — að minsta kosti ekki ég. En sá virðist þó hafa verið og vera tilgangur flestra plága, hvort heldur af mannanna eða náttúrunnar völdum, að einstaklingar og þjóðir vitkuðust nokk- uð, sáu og fundu heimsku og skaðsemi allrar viliu og vonzku, sneru til betra veg- ar, ráðs og skilnings, og tækju að hugsa, leita og biðja til alheimsskaparans og stjórnarans, um miskunn og meinabót. Og þá er þess og jafnframt að minn- ast, að fyr eða síðar kom og gafst misk- unin og meinabótin. Þá létti og lifnaði yfir bæði einstaklingunum og þjóðunum, og lífið varð bjartara og betra. Fólkið flest lofaði Drottinn fyrir lausnina og friðinn og frelsið þráða, og bað um, að svo mætti lengi og helzt alt af standa og meira til; bað um sífelt batnanda fólk og batnanda líf í landi sínu. Og bæði einstaklinga og þjóðir dreymdi þá um dýrðlega l'ramtíð, þar sem »misk- unn og trúfesti mundu mætast, réttlæti og friður kyssast*, og jörð og himinn faðmast, svo að öll gæði, líkamleg og and- leg skyldi öllum veitast. Eitthvað þessu líkt átti sér líka stað meðal einstaklinga og þjóða, er heimsstyrjöldin hræðilega var afstaðin og friður fenginn 1918. Nokk- uð líkt var einnig ástatt með vorri þjóð, þegar fullt frelsi og sjálfstæði liennar var veitt og viðurkent um sömu mundir, og loks verður varla lýst feginleik, óskum og vonum vorum hér, er »spönsku« plág- unni létti, ásamt öðru samtímis stríði, og vér flestir fundumst og sáumst aftur með heila eða batnandi heilsu undir árslokin þetta ógleymanlega ár 1918. Þá lofuðum vér líka Guð og þökkuðum vissulega hver með öðrum og hver fyrir annan, að ekki skyldi þó verða enn meira að, og vér báðum þá og vonuðum liins bezta. Margt og mikið fyrir þetta líf vort hef- ir nú líka verið betra en áður var, víð- ast hvar, bæði hér og annarsstaðar: Alls- konar framfarir og umbætur síðan þetta var. Og fyrir það alt má og ber efalaust að fagna og þakka. En hvernig stendur þá á því, að nú um þessar mundir, einmitt í kringum 20 ára lieimsfriðarafmælið og sjálfstæðisaf- mælið hér hjá oss, virðist þó að mörgu leyti vera að færast 1 sama gamla ófarn- aðarhorfið, eða gamlar illar væringar að vakna upp aftur allvíða, svo að »bræður berjast- nú á Spáni, í Japan og Kína og víðar og ný Evrópu- eða alheimsstyrjöld hefir legið við dyrnar; en lijá flestum heimsins þjóðum bullar og sýður, ýmist undir niðri eða upp úr af óánægju, lífs- leiðindum og ólánshneigðum, og líka hér hjá vorri litlu þjóð, sem nú er þó að minnast 20 ára sjálfstæðisafmælis síns! Mundi þetta ekki hljóta að vera af því, að alt of margir einstaklingar meðal þjóð- anna eða mjög mikill meiri hluti þeirra, hafa gleymt aftur eða hafnað þessu gamla, góða skálds- spekings- og spámannsorði: »Ég vil heyra það, sem Drottinn talar, því að hann talar frið til síns fólks«, og

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.