Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 16
160 HEIMILISBLAÐIÐ Áðalbjörn Stefónsson, prentari. Það hefir dregist iengur en skyldi, að minnast míns góða vinar, Aðalbjörns Stefánssonar prentara. Vildi ég þó að Heimilisblaðið geymdi mynd hans og nokkur minningarorð. Veturinn 1896 var það ákveðið uð ég skyldi nema prentiðn, átti ég að byrja 1. desember. Man ég vel, er ég þá gekk upp í prentsmiðju, hálfkvíðandi í liuga, því að þar þekti ég engan. Ég drap að dyr- um og til dyra kom ungur maður, sem tók mér hlýlega og fylgdi mér til yfir- prentarans, Ólafs Ólafssonar. Þessi mað- ur, sem mér strax féll svo vel í geð, var Aðalbjörn Stefánsson. Þá var hann út- lærður prentari og búinn að vinna lið- lega eitt ár. En ég var öllum og öllu og verða sannarlega frjáls og sjálfstæð þjóð í einu hinu fegursta og blessaðasta landi'Jþessa heims, og svo eiga von ynd- islegra himneskra heimkynna um síðir. Biðjum nú og vonum, vonum og biðj- um og’breytum svo, að þetta megi svo verða. Ó, Guð vors lands og lýðs, lát þetta *vo verða í Jesú nafni. Arnen. ókunnugur. Hann veitti mér margvíslega fræðslu og gaf mér boll ráð, og mynd- aðist snemma með okkur náinn kunn- ingsskapur og við urðum æ samrýmdari er við vorum lengur saman, því að við áttum ýmislegt sameiginlegt. Hann var sanngöfugur maður og elskaði alt sem fagurt var og gott, og var mér ómet- anlegt gagn að því að kynnast honum og njóta vináttu bans. Aðalbjörn var með bezt mentuðu prent- urum, hann las mikið, hafði næman skilning og minni gott. Hann var skáld- mæltur vel, þó að lítið bæri á því. Fynd- inn og spaugsamur í sínum hóp — og eiginlega — þó hægur væri — »hrókur alls fagnaðar«. Arið 1905 byrjuðum við að gefa út barnatímaritið »Fanney* og gáfum út af því 5 hefti. Síðar seldi ég honum útgáfu- réttinn, er ég var fluttur austur á Eyr- arbakka og gaf hann flest heftin út á ný og endurbætti þau að efni. Prentaði ég fyrir liann tvö síðustu heftin. Nú um allmörg ár hafði hann valið skrítlur og ýmislegtTfleira smávegis til skemtunar og fróðleiks í Heimilisblaðið og Ljósberann. Barnablaðið »Æskuna« gaf Aðalbjörn út í 18 ár með Sigurjóni Jónssyni bók- sala, og blómgaðist hún mjög á því tíma- bili. — Aðalbjörn var einn af stofnendum Hins íslenzka prentarafélags og kjörinn heið- ursfélagi þess 4. apríl 1937. Fyrir Goodtemplararegluna starfaði hann óslitið alla tíð í frístundum sínum, var félagi í st. Verðandi nr. 9 og í barna- stúkunni »Æskan« nr. 1, og var kjörinn heiðursfélagi þeirrar stúku. í prentarafélaginu voru honum falin ýms vandasöm störf, eitt sinn var þar haldið uppi leikfélagi, og var Aðalbjörn þar fremstur í flokki. Einnig höfðu prent- arar um líkt leyti söngfélag, sem Jónas heitinn organisti stjórnaði, og’,var hann Framhald á síðu 187.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.