Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 23

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 23
HEIMILIS.BLAÐIÐ 167 heyrt hann fyr. Hugur hennar hvarflaði frá því, í em áður hafði verið efst í huga hennar. Hún sá fyrir sér lítið austurlenzkt gripahús, þar sem ung móðir grúfði sig ofan að barni, sem lá í jötu. Himnesk birta og einskær móðurgleði skein af hinu fagra andliti hennar. Hún sá hina gimsteinum skreyttu höfð ngja koma inn í húsið og færa barninu hinar dýrmetu gjafir sín- ar. Hún sá þá stíga á bak ösnum sínum og fylgja ieiðsögu hmnar blikandi stjcrnu. Alt í einu hrökk María upp frá þessum hugsunum. Faðir hennar var að leggja aft- ur bókina. Þe:m, ;em að einhverju leyti líður ilia er að jafnaði ekkert kærara en svefn og hvíld. María Aúá' sdcttir sofnaði að lokum út frá hinum ,sáru saknaðarhugsunum, sem fylt höfðu huga heniiar. Aldrei hafði hún lifað jafn dapurt jólakveld. Það komu fram í huga hennar ýmsai’ þær hugsanir, sem sá einn getur gert sér, sem kvíði og söknuður hafa lamað hjá þrek og dómgreind. Hún ímyndaði sér að B ildvin væri hættulega veikur, ef til vill dáinn, r g ef svo væri óskaði hún sér einsk- is framar en að mega deyja líkai, mega f'dgja ástvini sínum yfir landamæri lífs og dauða cg njóta samvistanpa við hann, sem hún þráði svo heitt, einhversstaðar annarsstaðar en á þessari jörð. En svo tók draumadísin hana, í faðm sér og fylgdi henni á fund Baldvins. Henni fanst hann vera náfHur og angist og kvíði lýsa sér í augnaráði hans. Hún tók í hönd hans, en höndin var ísköld. Ba'dvin vildi taka hana í fcðm sér, en frá honum lagði nákulda, sem kom Maríu til að hörfa undan og hrópa: »Ö, Baldvin! Hvers vegna er hönd þín svo köld cg vangi þinn svo fölur?« María hrökk upp úr svefninum og komst þá að raun um, að hún hafði gengið í svefni. Hún var komin fram að gluggan- um á herberg nu og hafði lagt lófann á hélaða rúouna. Hún flýtti sér upp í rúmið aftur, en gat ekki sofnað það sem eftir Til draumpinga. Til draumþinga hljóðar dróttir ganga. — Dagur er hniginn í sœ. — Himininn þögull og þungbúinn hvelfist yfir þreyttum börnum í hreysi og bœ. Mildust er nóttin þeim mönnum og konum er mega vinna hvern dagf sem gœfuna liöndla við gjafir svefnsins og gleyma um stund sínum þrönga hag. En margar eru þœr mœður og feður er mega ei hvílast þá strax, sem enn þurfa að Ijúka ýmsum störfum sem ei geta beðið til nœsta dags. Því enn er svo misskipt mannanna kjörum, að margir sem hvíldina þrá og þyrftu einkum að þiggja ’hennar gjafir þeir hennar sjaldnast notið fá. Til draumþinga hljóðar dróttir ganga: — Dagur er hniginn í sœ. — Himininn þögull og þungbúinn hvelfist yfir þreyttum börnum í hreysi og bœ. Jón úr Vör. var nætur, enda var þá komið undir morgun. Jóladagurinn rann upp. Veðrið var kýrt og úrkomulaust. Það hafði skafið mikið um nóttina og alt í kringum bæinn voru snjó- skaflar. Snemma um morguninn sá ein- hver heimamanna hvar maður kom gang- andi á skíðum heim að bænum. Fólkið sá strax, að þar var kominn Baldvin. Engin orð geta lýst þeim fagnaðarfundi til fulls. Baldvin hafði lagt af stað á aðfanga- dagsmorguninn, en þegar hann var kom- inn nokkuð á leið, brotnaði annað skíðið svo hann komst ekki lengra um kveldið en á innsta bæ sce'tarinnar. Þar gistd hann og lagði svo af stað aftur í dögun á, jóla- dagsmorguninn; nú. var hann kominn heill á húfi, og sorg Maríu var snúin upp í gleði. Eftir alt færðu jólin henni þá gleði, sem hún hafói þráð að verða aðnjótandi með komu þeirra. Huida S. H.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.