Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 26
170
HEIMILISBLAÐIÐ
myndu leggja sig alla fram til þess, að
kornast að réttiátum og friðsamlegum úr-
lausnum deilumálanna.
Drotningin benti á það, að Clydeár-
bakkar væri staðurinn, þar sem breski
verzlunarflotinn befði fæðst. Það væri
þess vegna engin tilviljun, og raunar al-
veg eðlilegt, að á þessum stað gerðust
markverðust furðuverk í skipasmíði, og
að einmitt þarna væri smíðað stærsta
skipið þeirra skipa, sem bruna yfir At-
lanzhafið, fram og aftur, eins og skyttur
í vefstól, og hnýttu bönd vináttu og gagn-
kvæms skilnings á milli hinna náskildu,
enskumælandi þjóða. Það væri því vel
til fundið, að stórfenglegasta fleytan, sem
nokkurntíma befði verið bygð í Slóra-
Bretlandi, væri helguð þessari leið.
»Mér er gleðiefni að liugsa til þess«,
sagði drotningin, »að þessar þjóðir bind-
ast nú enn traustari böndum, vegna sam-
eiginlegra hátta og hugsjóna um frelsi,
og sameiginlegrar trúar. Því að það er
trúar- og helgiathöfn, að hrinda í sjó fram
nýrri fleytu, eins og byrjun á hverju
nýju starfi, sem menn ráðast í að fram-
kvæma, er helgiathöfn.«
»Vér getum ekki gert oss í hugarlund-,
sagði drotningin að lokum, »hvernig fram-
tíðin verður ásýndum, en ef vér reynum
að búa oss vel undir hana, en bíðum
annars átekta með stillingu, þá sýnum
vér það, að vér treystum hinni guðlegu
forsjón, — trúum á hana.
»Vér vitnum um trú vora á það, að
með Guðs hjálp og þolinmæði, duguaði
og lipurð þeirra manna, sem að málun-
um standa, muni enn takast að koma á
ró og reglu, þar sem nú er mest ólgan og
æsingin, og friði og spekt, þar sem nú
virðist geta kviknað ófriðarbál á hverri
stundu. 1 þessari von og með þessa bæn
1 huga, ýtum vér nú þessu mikla og
glæsilega skipi úr vör, og senn mun það
svo taka við hinu veglega lilutverki sínu.-
(»Signal' 6. október 1938).
Th. Á.
Ha ust.
Hallar surnri, blikna blómin,
bresta strengir sumarhörpu;
lengist nótt, en nálgast vetur,
næðir kul í frosti skörpu.
Hljóðnar allt á landi og legi;
lifir rjúpa úti’ í móa,
snjótitlingar heim að húsum
halda, þegar fer að snjóa.
Oft ég heyrði um óttuleiti
unaðs fagurt kvak í móa,
sameinuðust ótal raddir,
alira fegurst söng þar lóa.
Nú sést ekkert utan valur
eða hrafn, á vængjum breiðum.
Engir heyrast ástar söngvar
upp 1 lofti’ eða út á heiðum.
Fuglar vita af fögrum löndum
fyrir liandan sæinn víða,
þangað líða á léttum vængjum,
ljós og lilýja eí þeirra bíða.
Hvemig er það okkar megin,
æfi þegar sumar líður?
rötum vér að lífsins landi,
ljós og ylur, sem vor bíður.
Eru okkar fuglar fremri,
fylgsnis leita, er sumar líður?
Þeirri spurning sérhver sjálfur
svara bezt og réttast hlýtur.