Heimilisblaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ
173
fyrir mig’-, sagði hún, »mig iangaði ein-
mitt í kaffi núna«.
»Það fór vel, bles,suð! Hfifðu þá gott af
þessu«.
Iíún leit fast á Ingu. Henni duldist ekki,
að e'tthvað amaði að þessari ungu og fríðu
stúlku.
»Mikið hefir þú þarna fallega. mynd yfir
rúm nu þínu, stúlka mín«.
»Hún er af henni móður minni sálugu«,
sagði Inga lágt.
»Djarímannlegur svipur«, s.agði gamla
konan, »Áltu föður á lífi?«
»Nei, hann dó þegar ég var 10 ára«.
»Hvað ei- þetta! — En systkini áttu þó,
stúlka mín? Fyrirgefðu forvitnina«.
»Nei«, sagði Inga, »ég var einbirni. Ég
á engan að«. Rómur hennar skalf.
Gamla konan gekk að henni og tók báö-
um höndum um aðra hendi hennar og
sagði:
»Þú ert svo lík stúlkunni, sem ég misti
fyrir þremur árum, að mér finst sem ég
þekki þig. Þú átt mig að, stúlka mín, með-
an þú dvelur hér. Það er auðvitað ekki
mikið í það varið, góða mín, að eiga Mettu
gömlu að vinkonu, en þú ert sú fyrsta, sem
ég hefi bc.ðið vináttu mína. Þú ert svo
sviplík blessuðu barninu mínu«.
Hún þurkaði sér um augun með svuntu-
horninu, reyndi að harka af sér og sagði:
»Ég hefi heyrt, að þú heitir Inga Guð-
brandsdóttir. Er það ekki rétt? — Þú ert
komin í g.'ðar hendur. Prcsturinn er guli
að manni, cg húsmcð.rin, er vaikvendi, —
kanske nokkuð þur á manninn svona fyrst,
en þaö hverfur nú fijótt. — Jæja, ég er
nú búin að rabba svo mikið við þig. Þú
ættir bara að ganga fram til okkar. Það
er alt hérna í slátri núna, svo frúin er
önnum kafin. Ég bý í gamla, bænum, sem
kallaður cr. Þú ert velkomin til mín þeg-
ar þú vilt«.
Síðan greip Metta gamla bakkann og
hvarf út úr clyr unum um leið og hún brosti
Uííjlega til Ingu.
II.
Inga var búin að vera mánuð á prests-
setrinu og virtist hún öllum vel. Ilún var
stlt og alvarleg; en hjálpfús og blíð í
skapi. Metta tignaði hana og reyndi að
gera Lenni alt til yndis og ánægju. Ekki
hafði hún farið neitt út af ,bæ síðan hún
kom,, en, margt hafði hún heyrt vinnufólk-
ið rv. ða sín á m lli til eins og annars, og
þó hún vildi ekki hlusta eftir því, heyrði
hún mörgum lögð lastyrði á bak. Þó koro,
það aldrei fyrir í nærveru hjónanna. Org-
elhljómur var þar daglega, því frúin lék
forkunnar vel.
Inga var orðinn heimagangur hjá Mettu
gömlu og Jóni manni hennar, sem var tals-
vert yngri en hún. Virtist henni sambúð
þeirra fremur þur og þreytandi. Bar hún
innilegt vináttuþel til Mettu fyrir alúö
hennar við sig. Frúin og Inga voru einnig
orðnar samrýmdar, enda kynnist fólk fyr
í sveitum,, einkum þá er veturinn leggur
kiakabönd sín yfir láð og lcg. Þá er gott
að sitja vic hlýjan heimaarinn hjá góðum
kunningjum.
Þó gat Inga setið tímum saman þegjandi
við gluggann sinn og mænt út í bláinn.
Hún haföi sagt. hjónunum ágrip af æfisögu
s'nni, sem var mjög óbrotin.
Hún var uppalin í Ö ... kaupstað, er lá
við sjó. Tii 10 ái a aldurs lék alt í lyndi
fyrir henni, cn þá diuknaði faðir hennar
í fiskiróðri. Móðir hennar var altaf heilsu-
tæp, og dó hún þegar Inga var tvítug.
Síðan fór Inga t l Reykjavíkur í vistir, en
leiddist sá starfi. Varði hún þá því, sem
hún átti, til að læra ljósmóðuistörf.
»Hér verð ég sjálfsagt eilífur augna-
karl«, sagði Inga einhverju sinni við
prestshjónin og brosti þunglyndislega.
»Engin hætta mun á þv.í«, sivaraði frúin
g aðlega, »þær eru vanar að gifta sig fljót-
lega, blessaðar Ijósmæðurnar. Væri ég
piparmey. mundi ég sem fyrst fara að
læra húsmúðurfræðk.
Inga hlc stuttan kuldahlátur og tók
fram í: