Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 35
HEIMILISBLAÐIÐ
179
að 1 þetta sinn hreif hann svo áheyrend-
ur sína, að þeiin kom sanian um, að hér
væri á ferðinni sannur söngvari af Guðs
náð. Hrifningin var að ná hámarki í kirkj-
unni, — en þá varð óvænt hlé á athöfn-
inni. — Sendimaður kom þangað og flutti
Enrico þá fregn, að móðir hans væri lát-
in. Drengurinn hafði mist móður sína
og unnið fyrsta listarsigurinn á sama augna-
blikinu. — — —
Caruso söng ekkert um hríð, fyrst eft-
ir að móðir hans lézt. Hann var þá 15
ára. En þá datt honum það í hug, að
jafnan hafði það verið hin mesta gleði
móður hans, að heyra hann syngja. Myndi
það þá ekki geta glatt hana líka á himn-
um uppi, ef hann héldi áfram að syngja
— ef hann gæti orðið góður söngmaður?
Og honum fór altaf fram. Hann stund-
aði söngnámið í hjáverkum, söng altaf
öðru hvoru í kirkjum og á skemtistöð-
um, og varð brátt mjög vinsæll heima
fyrir. En vinnuna í vélaverksmiðjunni
stundaði hann þó með stakri samvizku-
semi og dugnaði. Seinustu árin, sem liann
vann þar, gegndi hann bókhaldarastörf-
um, og er sagt að hann hafi leyst þau
vel af hendi.
Eftir að hann komst úr mútum, var
röddin fyrst fremur lítil og »mjó* ten-
órrödd, en stækkaði og breikkaði vonum
bráðar. En hinn frægi söngkennari, Yer-
gine, sem eftir mikið þref, félst á að
kenna Caruso, sagði um röddina, þegar
hann var búinn að heyra til Enricos í
fyrsta sinn, að hún væri »eins og vindur-
inn, þegar hann þýtur vælandi í gegnum
brotna gluggarúðu«. Annars er það í frá-
sögur færandi um viðskifti þeirra Enric-
os og þessa söngkennara, að Vergine lét
Caruso skrifa undir skuldbindingu um
það, að hann skyldi greiða Vergine 25%
af tekjum sínum í fimm ár, eftir að hann
væri farinn að liafa ofan af fyrir sér sem
söngvari. Árið 1899 keypti Caruso sig
undan þessari kvöð með tuttugu þúsund
lírum.
Hjá Vergine stundaði Caruso námið í
sex ár samfleytt. Og Caruso segir svo
sjálfur frá, að tilsögnin hafi verið frá-
bærilega góð. Einkum leggur hann áherzlu
á það, að Vergine tókst að kenna honum
að syngja svo eðlilega, að aldrei þurfti
að bera á því, þó að hann væri kominn
að þrotum. Erfiðust var Caruso glíman
við hæstu tónana. Hann náði þeim að
vísu leikandi, en röddin vildi bila, —
»það brann fyrir hjá honum«, sem kall-
að er, það var eins og raddböndin væru
að einhverju leyti gölluð, eða þyldu ekki
þensluna, — eða þá, að andardrátturinn
var ekki eins og hann átti að vera. Og
það var ljóður á mentun hans, að hann
lærði aldrei að leika á nokkurt hljóð-
færi og aldrei lagði hann stund á hljóm-
fræði. Þrátt fyrir þennan mentunarskort,
söng Caruso allra söngvara »músíkalsk-
ast« og hrynjandavitund lians skeikaði
aldrei. Hvort tveggju þetta var honum í
blóðið borið.
Caruso lét ekki af störfum sínum í
verksmiðjunni fyr en hann var 21 árs,
og hafði hann þá nýlokið herþjónustu.
En nú tók hann að syngja allstaðar þar,
sem að varð komist, sér til viðurværis,
og gekk á ýmsu fyrir honum um hríð.
Árið 1894 fékk hann að »debútera* í
söngleiknum »L’ Amico Francesco*. Ekki
var mikið eftir honum tekið 1 það sinn,
— en nú var hann kominn upp á leik-
sviðið og hann bafði hug á, að láta ekki
hrekja sig þaðan. Hann fékk ný hlutverk
en lítið var um undirtektirnar lengi vel,
og lifði Caruso þá oft við þröngan kost.
En hann hafði óbilandi trú á því, að
»þetta myndi nú lagast«, þá og þegar. Og
lionum varð að þeirri trú. Tenór-söngv-
ari Bellini-leikhússins varð skyndilega
veikur. Það var verið að leika Fást og
Caruso var ráðinn til þess að hlaupa í
skarðið fyrir tuttugu og fimm lírur. Það
var mesta þóknun, sem hann hafði þá
nokkurntíma fengið. Og í þetta sinn náði
hann tökum á áheyrendunum og var ráð-