Heimilisblaðið - 01.10.1938, Síða 37
HEIMILISBLAÐIÐ
181
hann að leggja það á sig, að læra þá á
öllum höfuðmálum Evrópu, svo að lýta-
lítill væri framburðurinn.
Árið 1901 söng hann í fyrsta sinn á
Teatre della Scala, í Milano. En þar
þótti miklu skifta, að vel tækist. Og Car-
uso sigraði, en hinn heimskunni hljóm-
sveitarstjóri, Toscanini, tók liann undir
verndarvæng sinn. Skal ekkert um það
sagt hér, að hve miklu gagni sú vernd
varð Caruso. En nú rak hver stórsigur-
inn annan. Hann varð á skömmum tíma
heimsfrægur söngvari. Hélt hljómleika í
öllum stórborgum Evrópu: París, Berlín,
Lissabon, London og víðar og þótti lang-
samlega bera af öðrum söngvurum. Hann
var að vísu það sem kallað er -hetjuten-
ór«, en sigrar hans byggðust ekki á kraft-
kynginni einni, heldur og því, hve söng-
uriun var dásamlega ljúfur, — áheyrend-
um fannst hann bera þá á vængjum hins
guðdómlega söngs, til æðri heima, —
opna þeim hlið himins. Blaðadómarnir
um söng Caruso voru ekki lengur dóm-
ar, það var aðeins leitast við að finna
hin fegurstu áherzluorð um söng hans.
Þó er sagt frá einum »ósigri«, eftir að
búið var að slá því föstu, að hann bæri
mjög af öðrum söngmönnum, og mun
hann hafa tekið þann ósigur mjög nærri
sér.
Það var í árslok 1901, sama árið, sem
hann vann hinn glæsilega sigur í Scala í
Milano. Hann var ráðinn til að syngja
nokkrum sinnum í leikhúsi í Neapel,
fæðingarborg sinni, en þar hafði hann
þá ekki sungið eftir að hann varð full-
þroska söngvari. Hann hafði hlakkað
mikið til þess, að geta nú sýnt samborg-
urum sínum, hver maður hann væri nú
orðinn og taldi, með sjálfum sér, að verða
rnyndi það hámark hamingju sinnar, að
ávinna sér hylli þeirra og aðdáun. En
þetta fór á alt annan veg. Hér voru öfl
að verki, sem hann varaði sig ekki á.
Castagnetto prins réði lögum og lofum í
Neapel um þessar mundir, um alla þá
hluti, er lutu að listum og tízku, eða
réttara sagt, hann réð því, hvaða list var
tekin »gjaldgeng«. Caruso hafði að vísu
eitthvert hugboð um það, að það myndi
skifta hann nokkru máli, að hann gerði
prinsinum heimsókn og kæmi sér vel við
hann. En slíkar aðferðir voru honum
jafnan ógeðfeldar. Hann vildi vinna sigr-
ana með söngnum einum. En prinsinn
firtist við og Caruso varð fyrir hinni
mestu smán. Hann var jafnvel »hrópað-
ur niður« fyrsta kveldið, og var-það í
eina skiftið, sem það kom fyrir hann.
Hann lét sig þó ekki, og söng á leikhús-
inu þann tíma, sem um hafði verið sam-
ið. Þegar hann kvaddi leikhússtjórann,
á hann að haía sagt: »Hér í Neapel syng
ég aldrei framar. Komi ég hingað ein-
hverntíma, verður það ekki til annars, en
að fá mér einn disk af »spaghetti«.
I Bandaríkjunum naut hann ákaflega
mikilla vinsælda og var þar langdvölum
siðustu ar æfinnar. Jafnan vakti hann
gleði og hrifningu með söng sínum, —
en sjálfur var hann sár og kalinn. Kon-
an fór frá honum, og það tók hann sér
ákaflega nærri. Og heilsan var léleg hin
síðari árin, svo að oft varð að aflýsa söng-
kvöldum lians á Metropolitan söngleika-
húsinu í New York. Var hann þó frá-
bærilega skyldurækinn og söng oft sár-
lasinn. Ilann giftist að vísu aftur, en
þóttist aldrei hljóta þann frið og full-
nægingu, sem hann þráði og hafði notið
í sambúðinni við fyrri konuna, á meðan
það stoð. Honum fanst hamingjan horf-
in ser og sat tiðum einn á hótelherbergi
sínu, í þungu skapi. Helzt gerði hann
ser þá það til dundurs, að fást við skop-
teikningar, en hann var ágætur teikn-
ari.
Ilonum græddist of fjár, en ekki kann
eg deili á, svo að ég geti nefnt upphæð-
ir. Þó gefur það nokkra hugmynd um,
hve ríflegar voru tekjur hans, að talið
er, að sú »aukageta«, sem hann hafði fyr-
ir að syngja á grammófónplötur í tóm-