Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 46

Heimilisblaðið - 01.10.1938, Qupperneq 46
190 HEIMILISBLAÐIÐ »Mér lízt nú ekki meira en í meðallagi á þenna Pétur!« »Varið þér yður, að ekki fari eins fyrir yður. — Nú skulum við halda heim«, sagði hún síðan. við Korpus Júris; — og svo hvöttu þau sporið á undan okkur. Ég stanzaði og fór að hugsa um það, sem Andí'ea Margrét hafði sagt. Hvað meinti hún eiginlega með þessu. Skyldi hún hafa ætlað, að vísa mér á, bug með þessu? Eða skyldi þad hafa átt að vera hvatning til mín, aö flýta mér, áður en það væri um seinan, svo að ég þyrfti ekki að iðrast deyfðarinnar seinna meir. Ég gat ekki ráð- ið þessa gátu. Og nú gramdist mér líka við hana, Ég, sem ætíð hafði álitið að hún væri hreinskilin, þóttist n,ú viss um, ad hún »hefði tungur tvær og talaði sitt með hvorri«. »Eigum við ekki að fara heim líka?« spurði Emma. Við hljóm þessarar þýðu raddar, hvarf að mestu leyti beiskjan, sem í mér sat, síð- an hún Andrea Margrét var að tala við mig um bann Pétur vesaling. Hérna, vió hlið þína, bugsaói ég með mér, stendur þc stúlka, sem hefir hreina, sál og göfuga — stúlka, sem hvorki þekkir tvöfeldni né tál — orð hennar eru hrein og heil, eins og hugsanir hennar. »Nú eruð þér sjálfur orð'nn draumóra- maður«, sagði Emma; »og þetta voruð þér einmitt að setja út á Kristófer fyrir, rétt áðan«. Já, Gamli — yfir hverju þurfti hann að falla í stafi. En þegai’ lögð var fyrir mann önnur eins ráógáta cg sú, er hafði verið borin upp fyrir mér, þá var ekki að undra, þótt ég yrði hálfgerður steingerfingur, yf- ir því að hugsa um hana. Og það átti ég Emmu að þakka, að cg varð ekki algerlega, að siteini. Prestui inn var í ágætu skapi er við kom- um. Hann sagði okkur margar kátlegar sögur frá háskólaárum sínum. Ég hlustaði á hann, alveg frá mér numinn af fögnuði Til kaupenda blaðsins. Menn hafa að vonum spurt, Iivort Heiniilishlaðið væri hætt að koma út, þar sem þrjú síðustu hlöð ársins hafa ekki komið til kaupendanna. Verð ég mik- illega að biðja kaupendur að afsaka þennan drátt. En aðalástæðan er sú, að pappír hefir vantað, og heðið var með blaðið þar til »Lyra« kom nú frá Noregi, en enginn pappír kom, en til þess að koma nú loksins út blöðunum, gat ég fengið pappír keyptan á staðn- um, en þó ekki samlitan. Verða kaupendur að virða slíkt til betri vegar. Prentsmiðjurnar hjálpa hver ann- ari undir vanalegum kringumsfæðum, en nú er jafn- þröngt um hjá þeim öllum og hefir verið síðan fyr- ir jól. Janúar- og febrúarblöðin geta ekki koinið út fyr en pappír kemur, en þess verður nú ekki langt að bíða. — Varla er von, að ókunnugir geri sér fulla grein fyrir því, hve erfitt er nú orðið með að fá inn flutnings- og gjaldeyrisleyfi. En þetta er nú fengið fyrir pappír í Heimilisblaðið og Ljósberann, og papp- írinn er á leiðinni. J. H. og hugsaði: »Æ, það var nú í gamla daga! Ö, að þeir dagar væru komnir aft,ur«. Andrea Margrét varð til þess., að taka fram í fyrir íöður sínum. Það var hvort tveggja, að hún unni lítt, hinuim gömlu dög- um, og i öðru lagi liefir hún. vafalaust ver- ið búin að heyra þessar sögur áður. Nú stakk hún upp á því, að við skyld- um öll skrifa ljóðabréf. »JÚ«, sagöi prestuirinn; »það á að skilja það á þann veg, að ég 'eigi einsamall að semja bréfið? — Þið hin eruö ætíð svo kurteis við slík tækifæri, að steinþegja«. »Kristófer getur vel bú'ð til vísur«, sagoi Emma; »hann hefir oft sýnt, mér kvæði, sem hann hefir búið til«. »Og Friðrik getur líka búið til vísur«, sagði Andrea Margrét; »svo þú færð góða aðstoð, ef þú bara vilt byrja«. »Jú, ég býst við því«, sagði presturinn; »en um hvað eigum við að skrifa?« Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.