Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1939, Side 8

Heimilisblaðið - 01.02.1939, Side 8
28 HEIMILISBLAÐIÐ varlega við drotninguna mína, — hún datt niður á gólf og brotnaði. »Núh-ú«, sagði presturinn; »þarna eruð þér þá loksins byrjaður á dauðu mununum mínum. Pað mátti ekki seinna vera. Nei, það er engu tauti hægt að koma á yóur. Sú eina ástríða, sem plágar yður, er eyði- leggingarástriðan. En hún er líka mögnuð. Komið þio þarna, Kristófer og Friðrik. Við skulum slá í einn vistarhring. Eg skal spila á móti blindum«. »Ö, lofaðu mér að vera fjórði maður!« sagði Andrea Margrét. »Þér?« 33gði presturinn. »Farðu í Marías eða Svarta Pétur við hann Nikolaj. Það er spi! handa ykkur«. En Andrea Margrét hélt áfram að biðja, og Korpus Júris studdi mál hennar svo öfluglega, að presturinn lét undan. Hann og Gamli voru saman og þau Korpus Júr- is og Andrea. Margrét. Þegar þau voru ao setjast niöur, var vagni ekið inn um hliðið. »Hver er nú að koma?« spurði prestur- inn og' fór að hlusta eftir mál.róm aökomu- mannanna — það var n. 1. búið að kveikja, og tjöld dregin fyrir glugga. Andrea Margrét hljóp út að glugga og gægðist út með tjöldunum. »Ö! óh! — æ! — æ!« hrópaði hún og stundi við. »Það er hann Kjeldborg bóndi og öll fjölskyldan eins og hún er«. »Er blessað fólkið svo hörmulega leiðin- legt, að ástæða sé til að æja og óa svona mikið yfir því, eins og þér gerið?« spurði ég. »Já, það er svo hörmulega leiðinlegt, að það tekur nú engu tali«, svaraði Andrea Margrét; »feðgarnir geta ekki talað um nema þrennt: í fyrsta lagi 'um hesta; í öðru lagi um hesta og í þriðja lagi um hesta; og mæðgurnar geta ekki talað um nokk- urn skapaðan hlut, »Já, ef þér gætuð nú fundið upp á ein- hverju gcðgæti, til að skemmta okkur með í kvöld, Nikolaj«, sagði presturinn; »þá myndi ég glaður fyrirgefa yður alla glæpi yðar gagnvart mér«. Við fórum nú fram í fordyrið, til að heilsa gestunum, og mér var, satt aö segja mjög mikil forvitni á. að virða fyrir mér þetta »hörmulega leiðinlega fólk«; og ég hugsaði með mér, að undarlegt mætti það vera, ef ég gæti ekki komið því til, og sýnt öUum umheimi, að stúdentarnir gætu allt, sem þeir vildu — eins. og ég hafði sjálfur sagt áður um daginn. Þegar við komum fram, sá ég fyrst ekk- ert. annað en loðkápur og sjöl; en smám- saman fóru mannlegir líkamir að velta sér út úr þessum fatahrúgum; en það var eitt- hvað tröllslegt við fatahrúgurnar, og mér datt. ósjálfrátt í hug, að fólk þetta tilheyrði einhverjum öðrum mannflokki .en við hin. Presturinn, sem var þó fullkomlega. með- almaður á vöxt, var eins og dálítill patti, í samanburði við bóndann; — ég tal,a nú ekki um Gamla og Korpus Júris — þeir voru eins. og dvergar, í samanburði vio herra Hans; en. svo var hann venjulega nefndur. »Góðan daginn! Velkomin«, sagði prest- urinn, og rétti bóndanum hendina; »það var vel gert af yður að koma og heimsækja okkur. »Sómamenn sækja sómamenn heim«. — Þarna sjáið þér nú þrjá Kaup- mannahafnarbúa; einn þeirra er guðfræð- ingur, og getur ke.nnt yð’ur, hvað þér œttv4 að gera; einn er lögfræðingur og getur ken.t yður, hvað þér eigið að gera, og einn heitir Nikolaj og getur kent yður, hvaö þér eigið o.Us ekki að gera«. »Nú, það eruð þá þér, sem heitið Niko- laj«, sagði hann og þrýsti hönd mína svo rækilega, að ég hélt fyrst, að hann hefð: tekið af mér alla fingurna. En lófatakið var svo innilega hjartanlegt, að ég fyrir- gaf honum, hve fast það var; en tíu sinn- um þurfti ég að kreista fingurna sjálfur, áður en ég fann, að ég hefði nokkra fingur. Gestirnir voru leiddir til stofu, og fékk presturinn þeim sína pípuna hverjum; fóru þeir síðan. að púa og púa, og við prest.ur- inn hjálpuðum þeim rösklega til að troð- fylla stofuna með reyk. »Það er svo ágætt

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.