Heimilisblaðið - 01.02.1939, Síða 11
HElMlLISBLAÐIÐ
31
annað en að stríða mér á ótætis hanan-
um; þetta er réttlát hegning, sem hanr,
verður að þoia«.
»Þér eruð nú allt of spéhræddur, Niko-
laj; þér þolið ekkert glens«.
»Mér þykir nú ekkert varið í þessháttar
glens; en á ég að segja yður nokkuð? Frið-
rik er ákaflega stríðinn«.
»Nei, það er nú alls ekki satt. Friórik
er sá góðlvndasti maður, sem til er á Guðs
grænni jörð«. Og nú tók Andrea Margrét
til, og hélt aðra eins lofræðu yfir Korpus
Júris, og þá, sem Emma hafði haldiö um
Gamla daginn áður.
»Nú, iá. já«, hugsaði ég með mér; »ef
þeir Gamh og Korpus Júris, eru í þessu
líka litla dálæti hérna á Hnetubúi hvers
ætli ég gcti þá ekki vænst«. Og svo fór ég
að hugsa um það, hvort ekki væri bezt
fyrir mig, að opinbera Andreu Margréti
það, sem rnér bjó í brjósti. En ég-var í
ráðaleysi með það, hvernig ég ætti að byrja
— hvort ég ætti að setja upp ákaflega há-
tíðlegan svip. og segja henni frá því á
meistaralega óajðfinnanlegu húslestrarmáli
— eð'a hvort ég ætti að halda áfranr glens-
inu og gamninu, og snúa svo alit í einu að
málefni hjarta míns — án nokkurs fyrir-
vara.
»Þér eruð svo alvörugefinn, Nikolaj«,
sagði Andrea Margrét, »Er yður að detta
í hug snjallræðið, sem á að hleypa fjöri í
fólkið? «
»Já«, hugsaði ég; »ætli það hleypti ekki
fjöri í fólkið, ef ég kæmi inn. til þess, með
Andreu Margréti og tilkynnti því, með fá-
um og velvöldum orðum, að við værum trú-
lofuð«.
I sama bili heyrðist fótatak fyrir fram-
an dyrnar, og um leið kom Korpus Júris
þjótandi, eins og kólfi væri skotið.
»Nei, þetta tjáir alls ekki«, sagði hann:
»Kristófer situr og jes, og nú eruð þér og
Nikolaj strokin fram í búr. Hvað atli Kold-
bergs fjölskyldan. hugsi um þetta háttalag.
Þið verðið strax að koma inn með mér«.
»Á ég ekki að gefa yður góðan mjöð í.
glasi, Friðrik?« spurði Andrea Margrét;
»við vorum einmitt að tala um yður, svo
þar sannast hið íornkveðna: þegar minnst
er á sólina, fer hún að skína«.
»Þökk fyrir«, sagði Korpus Júris, tók
við glasinu, og tyllti s :r um leið upp á búrs-
bekkinn. »Nú, svo þið voruð að tala um
mig? Hvað svo sem var það nú, ef ég má
vera svo. djaríur, að spyrja um það«.
»Nikola,i var að bera sig upp undan yð-
ur. Hann sagöi, að þér væruð svo stríðinn«.
»Svo —« sagði Korpus Júris, án þess
að nokkurt fararsnið sæist. á honum. »Hefi
ég strítt þér mikið í dag, Nikolaj?«
»Nú, méi finnst þú þurfir ekki að spyrja
um Jjað —ég sem hefi ekki haft nokkurn
stundlegan frið fyrir þér í ajlan dag«.
»Nú, nú, ég hélt, þú tækir þér þetta ekki.
svona nærri«.
»Já, þaö getur nú verið; en mér hefir
samt ekki þótt það sérlega skemmtilegt.«.
»Jæja, við skulum n.ú hætta að tala um
það«, sagði Andrea Margrét.; »skeð er skeð;
og nú skuluö þið drekka sáttabikar«.
»Já, eins og þér viljið«, sagði Korpus
Júris. »Til, bræðralags og' sátta — frá því
á morgun«, bætti hann við og hringdi glasi
við mig.
»Frá því á morgun«, sagði ég með mik-
illi áherzlu, því að í sarna bili mundi ég
eftir, hvernjg ég hafði farið með rúmio
hans — en þá skemmtun vildi ég ómögu-
lega láta ganga úr greipum mér.
I þessu vetfangi vatt Emma sér inn úr
dyrunum, og kom Gamji strax á hæla henm.
»Nei hvað er Jretta — Jhð eruð þá öll
hérna!« sagði Emma. »En það tjáir alls
ekki að skilja svona við gestina aleina. Þú
verður þó að fara inn aftur Andrea Mar-
grét. Iivað heldurðu að Kjeldborgsfjól-
skyldan hugsi um okkur?«
»Ö, þau eru svo heimsins ósköp leiðinleg«,
sagði Andrea Margrét og dæsti mikið.
»Já, það getur nú vel verið; en þau eru
gestir okkar, og við sýnum þeim harla litl.a
gestrisni með' þ.ví að stökkva öll, frá Jjeim«.
»Viljið þér ekki gera svo vel, aö fá yður