Heimilisblaðið - 01.02.1939, Síða 13
HÉIMILISBLAÐIÐ
33
árangurslausar, og ég var mjög gramur við
sjálfan. mig. Hvernig stóð á því, að ég gat
ekki spjallað við Andreu Margréti eins og
ég var vanur? En þaðl var ómögulegt; og
Kjeldboí'gsfólkið lá’e’ins og farg á hjarta
mínu. Til þess þói að vera ekki alveg iðju-
laus, drakk ég; sex bolla af teinu; en það
hressti mig sáralítið.
Þá kom Níels allt í einu, inn.
»Hvað vilt þú?« spurði presturinn.
»Ég ætlaði bara að segja prestinum frá
því, að ég er nú loksins búinn að finnax
hann Trygg, og hann er búinn að fá, sín
makleg málagjöld«.
»Málagjöld?« spuroi presturinn hissa.
»Nú, ég barði hann, eins og presturinn
sagði mér í gærkvöldi að gera, fyrir það,
að hann hefði farið inn í hænsnahúsið«.
Andrea Margrét fór þá hástöfum að
aumkva Trygg greyið — hann liði hegning-
una, sak’aus, og þetta væri argasta órétt-
læti. En Níels huggaði hana með því, ao
þótt hann í þetta skifti væri máske saklaus,
þá hefði hann oft og einatt áður unnió til
hegningar. með því að fara inn í hænsna-
húsið — svo allt jafnaði sig á endanum.
»Nú kemur þessi hegning í koll ykkur
Nikolaj«, ,sagði. presturinn.
»Æi-já«, sagði Andrea Margrét. »Ég skal
líka gefa honum helmingi betra og meira
að eta í kvöld, en. vant er, til þess að bæta
honum upp höggin«.
Þegar Níels var farinn, spurði bóndinn,
hverskonar hænsnahússsaga þetta væri.
»Já, það er nú merkileg saga. Atburður-
inn skeði 1 gærkvöldi. Og það vildi þannig
til, að Nikolaj og Andrea Margrét-------«
»Æ, pabbi, það er ekki þess vert, að oro
sé á því gerandi«, sagði Andrea Margrét
með ákefo.
»Jæja, svo þú vilt, að þetta komist ekki
í hámæli — já, þá skal ég líka þegja eins
og st.einn«, sagðli presturinn,.
»Nú, hvað er þetta?« sagði Kjeldborg, og
glápti á okkur Andreu. Margréti á víxl; »já,
mér datt í hug, að Kaupmannahafnarbú-
arnir væri ekki hérna alveg til einskis«.
»Þey — þey — þey; ég sagði ekkert«,
sagði presturinn. »Við skulum bara þegja;
annars fæ ég ekki frið fyrir henni Andreu
Margréti í marga daga«.
Þá kallaði Andrea Margrét á vinnukon-
una og bað hana að bera fram bollapörin,
og við það hætti samræðan.
Presturinn hafo'i engar mæt.ur á spilum,
svo þær bjargir voru bannaðar, til dægra-
styttingar. önnur dóttirin fór að leika :t
slaghörpuna, samkvæmt áskorun Andreu
Margrétar, og hún lék eitthvert lag, sem
var að minnsta kosti helmingi lengra en hún
sjálf en nákvæmlega jafn leiðinlegt og hún
var sjálí.
Það er annars stórmerkileg gáfa, sem
leiðinlegir menn hafa: þeir geta í einum
svip, breytt ánægju í ergelsi og gleöi í leið-
indi. Þegar Kjeldborgsdót.t:rin fór að leika
á hljóðfærið, datt mér óðara í hug, að
þarna hefði hún lent á allra lengsta og lang
leiðinlegasta laginu, sem skapast hefði um
allan heimsins aldur. Það var ekkert ann-
að. en gal,andi trill og hljómandi hrossa-
brestssmellir — og svo ætlaði þetta aldrei
að taka enda. Loksins þoldi ég ekki mátið
lengur — ég stóð upp og fór af stáð til, að
hitta Korpus Júris. Og erindið var þó ekk-
ert annað en það, að nú væri ég farinn að
lraga ýsur. En hann mætti mér þá á. miðri
leið, og tilkynnti mér, að hann væri engu
betur staddur en ég — hann væri alveg
að’ sofna. Svo tók ég mér stöðu upp við
hurðina, í þeirri von, að einhver kynni að
koma inn, og Vekja mig, með því að reka
hana í bakið á mér; en enginn kom in.n
og loksins, fór ég að klípa mig í handlegg-
ina á víxl, til að halda mér vakandi Þá
kom Andrea Margrét til mín og sagði:
»Þér eruð víst heldur en ekki syfjaour,
Nikol,aj«.
»Já, það veit. trúa mín; ég get varla
haldið opnum augunum«.
»Já, það veit trúa mín; ég get varla
gott ráð: við skulum setja á okkur vöku-
staura. Það er bezta ráð til þess að halda
sér vakandi, Framh.