Heimilisblaðið - 01.02.1939, Síða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
35
grúfði hún sig ofan i koddann og grét, mecí
þungum ekka. Sæunn lét hana gráta í næði.
Viö'og við strauk hún blítt um höfuó henm,
og smám saman færðist friour yfir sál
hennar. Hún rétti Sæunni hönd sína og
þær héldust í hendur.
Það heyrðist, tal fólksins á framloftinu,
en þó lágt, því allir vissu, að yfirsetukon-
an var veik, en enginn hafði komiö inn
fyrir. Jafnvel Stefán hafði lagt sig upp
í rúm vinnumannsins,.
Inga settist- upp og sagði í lágum hljóð-
um: »Hvað ég er ónærgætin! Hvar er
Stefán?«
»Honum líður vel hérna fyrir framan«,
sagði Sæunn.
»Nei, ég vil ekki vita af því, að ég reki
hann, úr herberginu. En margt máttu
hugsa uin mig. Ég ætla að tala við þig og
segja þér margt áður en við skiljum, margt,
sem enginn veit, og se,m ég hugði að myndi
fara í grcfina með mér. Þú átt heimting
á að vita það«. .
»Nei, ncn, Inga mín, en ekki vil ég hrinda
frá mér trúnaði þínum, og er ég þó ekki
forvitin að eðlisfari, en það er sagt, að létt-
ara sé tveimur en einum að lyfta þungu
byrðunum. En í kvöld skaltu þó ekkert á
þig reyna, enda er nú liðið að náttmálum.
Lát.tu mig nú hjálpa þér að laga um þig
og reyndu svo að sofna, þú hefir þörf á
því«.
Litlu síðar heyrði hún, að Inga var
sofnuð.
Það átti þó ekki að fara svo að Inga létti
á sínu harmþrungna hjarta fyrir Sæunni
í þetta sinn, því morguninn eftir var hún
sótt, á, bæ einn í miðsveitinni.
Inga bjó sig til ferðar í snatri. »Eg kem
til þín þegar vorar«, sagði hún við Sæunni
lágt um leið og hún kvaddi ’nana.
»Þú ert alltaf velkomin, Inga mín«, sagði
Sæunn um leii- og hún þrýsti iienni snöggv-
ast aö brj'isti sér og kyssti hana sluttan
koss á ennið. Allar hreyfingar hennar voru
snöggar og ákveðnar, hreinar, djarfar og
sterkar, samsvarandi rammanum, sem vai'
utan um hana, hinni stórfelldu náttúru,
íslenzkum fjöllum, á;s,um, hliðum, hömrum
og björgum. Hún var al-íslenzk kona með
hetjuhug, sterka arma, stórt, og hreint
hjarta.
★
Það fór að verða hljóðbært um sveitina,
að læknirinn flytti burt; hann hafði sagt
af sér sökurn vanheilsu. Töldu fiestir að
litlar byitingar myndu verða, í héraðinu
þess, vegna. »Fari hann í friði!« varö Mettu
gömlu að orði, »ég held, að hann hafi verið
meinlaus og gagnslítill, karlhróið«.
Það var komió fast að hvítasunnu. Inga
hafði nú afráðið að fara kynnisferð aci
Hyrningsstöðum um hátíðina. Sæunn tók
henni með opnum örmum. Henni sýndist- nú
allt öoru vísi umhorfs en um veturinn. Það
hafði vorað vel og sumarblærinn þaut um
vanga hennar, því nú var byrjaður júní-
mánuður. Nú sýndist Ingu fallegt þar.
Svanahljómur fyllti loftið. Ellefu svanir
fiugu oddaflug yfir höfði hennar og Sæ-
unnar. Þær höfðu gengið sér til skemmt-
unar inn með hvömmunum, sem voru góð-
an spöl frá bænum áleiðis til fjalla. Þær
settiust niður. Lóan sperti sig á þúfu rétt
hjá þeim, en Máríu-erlan flaug hrædd upp
við ókyrrðina. Hún hafði verið að vitja
heimahaganna og hreinsa til hreiðrið sitt
síðan vorið fyrir. Inga horfoi hugsandi
fram fyrir sig, en Sæunn athugaði féð, sem
var á beit hér og hvar í kringum þær.
»Jæja, vina mín«, sagði Inga, »nú ætla
ég að segja þér æfisögu mína; hún er aud-
vitað lítiisverð, en þér trúi ég eins og sjálfri
mér. Ég byrja þá að segja frá því aö ég
er alin upp í kaupstað. Eins og þú getur
ímyndað þér er kaupstaðalífið að mörgu
leyti ólíkt lífi þínu, sem alit af hefir lifað
hér í Guðs hreinni náttúrunni, — ekki svo
að skilja aö fólk í kaupstöðunum geti ekki
veriö gott og sióað engu síður en í sveit-
unum, en þar er svo margur maður, og svo
margar freistingar, sem þið getio alls ekki
leitt ykkur í hug. Þar til ég var tíu ára