Heimilisblaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 17
HElMILISBLAÐIÐ
37
sem það vill. Ég veit að huldufólk er til,
meira aö segja í klet.tabeltinu hérna upy
af bænum, og' það er mesta, myndarfólk«.
Inga brosti og sagði: »Hafi það verið tii
áður, þá er það sjálfsagt til enn«. Hún vissi
að vinkona hennar var alin upp við þessa
gömlu þjóotrú. og hafði hún svo að segja
drukkið hana með móðurmjólkinm. En
hvernig stóð á. þessu sem hún heyrði sjálf?
Ekki var það af trú. — Eða höfðu hugs-
anir vinkonu hennar fluzt inn í hennar eig-
in sál? --- Hver vissi það?
»Jæja, eisku Inga mín! Hvernig er nið-
urlagið á sögu þinni?« spurði Sæunn blíð-
lega litlu síðar, »þú mátt trúa því, að ég
finn til með þér«. Rómurinn var titrandi.
Inga helt þá sögu sinni áfram á þessa
leið:
»Hann fór til Reykjavíkur, og var ég all-
an veturinn að vonast eftir bréfi frá hon-
um. Sumarið leið einnig, en engin lína kom
frá honum. Ég leyndi harmi mínum sem
bezt ég gat, en mcðir mín sá hvað ég leið.
Það þreytti hana mjög, enda mátti hún
ekki við miklu. Aldrei datt mér þó í hug,
að hann hefði yfirgefið mig. Nei, veikur
eða dáinn hlaut hann að vera; svo viss þótt-
ist cg um tryggð hans. Engan gat ég spurt,
því enginn vissi um samband okkar, en
myndina skooaði ég á hverjum degi, og
það geri ég enn, en nú eru tilfinningar
mínar orðnar öðru vísi. — Svo kom lang-
ur, langur vetur. Mamma varð æ lasnari.
Um páskaleytið lagðist hún í rúmið, og á
útlíðandi slætti dó hún. Ö, elsku Sæunn
,mín! Mitt í sorg minni skein bjartur von-
argeisli. Nú batt mig ekkert lengur við
heimahagana. Nú gat, ég loksins komist til
hans, sem ég unni. En ef hann væri nú
dáinn? Ég vildi ekki hugsa um það. Ég
treysti mér ekki til þess. Síðan seldi ég
það, sem við áttum og lagði á stað tii
Reykjavíkur. Ég var öllum ókunn. Ég leigði
mér herhergi. cg hclt svo af stað að leita
hann uppi. Ö, hvað ég þráði og hlakkaði
t.il að fleygja mér í faðm hans! Eg hafði
leiðarvísi. Kaupmaðurinn hafði sagt mér
húsnúmer hans, þegar ég loks áræddi ao
spyrja hann þess, en skrítinn varð hann þá
á svipinn.
Nú gekk ég vilt þegar í þessum stóra
bæ. Ég vildi Jdó ódfús fremur fljúga en
ganga í H.. .götu 2 D. Mér er enn sem ég
sjái götunafniö og númerið á miðanum. Ég
á hann enn þá.
Loks komst ég áleiðis og gerði boð fyrir
hann. Hjartað þarðist ákaflega. Hann kom
fram. Mér sýndist honum bregða er hann
sá mig, en ég vildi ekki trúa óhamingju
minni.
Eg rétt? honum báðar hendurnar og
hvíslaði: »Mamma, er dáin, ég kom«. Það
kom vandræðasvipur á andlit hans sem
snöggvast, en ,svo setti hann upp með-
aumkvunarsvip og sagði:
»Kæra ungfrú! Ég skal vita hvort kon-
an, mín getur ekkert gert, fyrir yður«.
Hann sneri sér við. Ung og fríð kona kom
fram ,í anddvriö. Þaö var furðusvipur á
andliti hennar.
»Heyrðu, kæra!« sagði hann og sneri sér
við. Ég rauk á dyr og hefi ekki séð hann
síðan.
Ég reikaoi allt kvöldið götu úr götu. Al-
staðar var fjor og líf. Borgin var sem Ijós-
haf að sjá, en sál mín var myrk. Þó fann
ég að innan um allt þetta Ijós og líf var
svört sál, þúsund sinnum svartari en mín,
og þús,und sinnum vesælli.
Loks tók ég ákvörðun. Ég ásetti mér að
verja efnum mínum til að læra Ijósmóð-
urstörf. Æfi mína ætlaði ég að helga
óskifta starfi mínu. En eftir þetta kvöld
var ég sjálf ekki lengur til. Það var önnur
Inga, sem gekk um herbergið mitt. Nú er
allt þetta liðið, og mér líður vel, því ég
finn hugsvölun í starfi mínu«.
Þær voru nú komnar heim á hlaðið. Þar
stóð Mangs Rauðnefja og leit svo ástúð-
lega til Ingu, að auðséð var að hún, hafði
hinar mestu rnætur á henni. Inga leit til
S unnar og sigurbros var í augum hennar.