Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐlÐ 79 hve eðlileg þau eru. Annað þeirra, sýnir íslenzkan bóndabæ í miðju túni. Hitt sýn- ir baðstofu að innan. Hver meðlimur í'jöl- skyldunnar er á sínum stað, og hver með sitt verk í höndum. Húsbóndinn situr fyr- ir miðju Qg ]es fyrir fólkið. Pessar vegg- /nyndir, svo nákvæmar út í yztu æsar, eru hið mesta furðuverk listarinnar. Fagrar standmyndir skreyta svalirnar. og ýmsa aðra. hluta byggingarinnar. Marg- ar þeirra eru handaverk hins fræga mynct- höggvara Einars Jónssonar. Er tillit er tekið til fólksfjölda á Islandi má með sanni segja að sýning þessi líði ekki að neinu leyti við samanburð sýninga annara þjóða, Um listasafnið íslenzka má hiklaust segja, að það ekki aðeins þoli sam- anburö við sarr:s.va.randi sýningaímuni ann ara þjóða, heldur standi langt urn framar mörgum þeirra, sem mér auðnaðist að sjá. Sýningarnefnðin á mikið þakklæti skilid fyrir frammistöðu síf a, fyrir að koma sýn- ingarmununum svo smekklega fyrir og gera. sýninguna svo aðlaðandi og ánægju- lega. Forstöðumaður Islandsdeildarinnar er hr. Vilhjálmur Þór. Megi hróður Islands vaxa að verðugu við sýningu þessa.! Fáum orðum vil ég, áður en lýkur, fara um nokkur önnur atriði, sem sérstaklega voktu athygli mína. Pví miður var sýning- arskáli Canada ekki tilbúinnb eða opinn, dagana sem ég var á sýningunni, en mun hafa verið fuPgjör nokkrum dögum seinna. Washi.ngtonríkið, hið »sígræna ríki«, eins og þao er stundum ka.llað, þar sem ég átti heima fyrir skemmstu, hafði mjóg athygl- isverða sýningu, sem hér er ekki tækifæri til að lýsa. Mjög þótti mér mikils urh vert að sjá mynd af Friðarboganum í Blaine, sem stendur á landamæralínunni milli Bandaríkjanna, og Canada, og var reistur þar til mi^iningar um 100 ára frið milli þjóðanna. Ekki hafði ég átt þess von a3 sjá nafn Blaine bæjar á veraldarsýning- unni í New York. En nafnið og myndin vöktu hjá mér margar hlýjar minningar um vini og starfssystkini, lengst í fjarska — hinu megin á hinu mikla meginlandi Ameríku. Eftirtektarverðasta atriðið í sambandi við ítölsku sýninguna er útlistun á bví hvernig fatnaður er búinn til úr mjólk. Margt er skrítið í harmoníum! Pessi fína, mjúka mjólkur-ull er búinn til. úr undan- renning, og kallast. »lanital«. Ostefnið ' miólkinni er skilið frá, hert og þurrkaó. Með sérstökum efnablöndum er það þéttað svo að bað myndar smáþræði. Er það síð- an skorið, bvegið, þurrkað og kembt og er þá tilbúið fyrir vefstólinn. Með þessari að- ferð fullyrða forstöóumenn þessa iðnaðar að framleiða megi eins mikið »lanital« á fimm mínútum, eins og fataefni, sem fáist af hundrað kindum í ull á ári hverju. Margar þjóðir hafa tekið upp þessa nýj ung, þar á meðal Bretland og Canada. Fimm ungar stúlkur höfðu þann starfa á hendi að ganga fram og aftur og sýna sig í búningum úr þessu efni. öndvegi. skipar á sýningu Japans-manna eftirlikan af hinni heimsfrægu »Frelsis- klukku« (Liberty Bell) Bandaríkjanna. Petta líkan er einn þriðji hinnar uppruna- legu stærðar klukkunnar. Er líkan þetta alsett perlum og demöntum og er fagur vottur um listfengi hinna a,usturlen?ku gullsmiða. Vafalaust er »gimsteinahúsið« sá skál inn á sýningarsvæðinu, sem mestan geym- ir veraldarauðinn. Par eru samankomih meiri auðæfi en jafnvel Kroesus lét Sig nokkru sinni dreyma um. Eru þarna hrug- ur af höggnum og áhöggnum gimsteinuni virði ma,rgra milljóna. Samfara mjúku undirspi.li og tempruðum ljósum, heyrist rödd ósýnilegs ræðumanns, sem skýrir sögu gimsteinanna. Aðeins fimmtíu manns er leyft að koma þarna inn í einu, og vopn- aðir verðir eru til staðar sem vaka yfir hverri hreyfingu gesta. Er ég gekk út úr skála þessum, heyrði ég ávarp, sem mér fannst lærdómsríkt. Gömul hjón gengu rétt á undan mér. Gamli maðurinn þreifaði eftir slitinni og kreptri hönd förunauxar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.