Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 10
82 HEIMILISBLAÐIÐ sonu með dauðlegri konu, Kleito að nafni. Þeir uröu síðar forfeður konungaættanni á Atlantis. Elzti sonurinn hét Atlas og eyj- an var nefnd eftir honum. Eyjan var fjöll- ótt mjög og sæbrött, nema að sunnan — þar var víðáttumikil slétta, hér um bil 300 km. á lengd og 400 á breidd. Upp úr þess- ari sléttu nálega 10 km. frá, sjó gnæfði lágur hnúkur; á þeirri nýpu var höíuðborg- in byggð, umhverfis borg konunganna. Borgin var tengd við hafið með 100 metra breiðum skurði og kringum hana hringuðu sig þrír skurðir, hver utan yfir annan; þeir voru svo í sambandi hv'er við annan, svc að skipum mátti sigla eftir þeim hvar- vetna. Kringum alla sléttuna var graí'in hringskurður. I útjaðri sléttunnar og upp eftir hlíðum borgarfjallsins lágu a,krar, engi og þorp í hinum bezta blóma; lanaið var auðugt af ávöxtum og plöntum og hvers konar trjám. I fjöllunum máíti finna allskonar steinategundir og málma, og þar á meðal það, sem nefndist »orikalk«, sem sögumennirnir »þekktu aðeins að nafni«. Það er taliS hafa gengið gulli næst að vero- mæti. • Plató segir enn fremur: Kynslóð eftir kynslóð, svo lengi, sem hinn guðdómlegi uppruni verkaði í þeim, þá voru þeir log- hlýðnir og heiöruðu vald guð'anna, sem þeir voru frá komnir. Hugsanir þeirra gegnt öllum ákvæðum forlaganna voru heiðarleg- ar og göfugar og í samlífi sínu öllu sýndu þeir hófsemi og speki. Þeir virtu allt að vettugi, sem ekki var dyggð og töldu gull og fjármuni alla þunga byrði. Þeir stærðu sig ekki af auði sínum, nc létu hann svifta sig stjórninni á sjálfum sér. Þeim var heið- um degi ljósara, að auðurinn var þeim þvi aðeins tii gagns, aö þeir héldu trúlega sam- an, og að eftirsókn eftir tímanlegum gæð- um leiðir aðeins til ófarháðar og dyggða- tjóns. Á meðan þeir héldu fast við þessar meg- insetningar, og varðveittu hið guðlega eðli, sem í þeim bjó, lánaðist þeim allt, eins og ég hefi sagt. En af því að hinn guðdóm- legi þáttur í eðli þeirra var stöðugt ao blanda blóði við hið dauðlega kyn, þá þverr- aði hann meira og meira, og hið hrem mannlega varð yfirsterkara, og þoldi því ekki góöa daga og fóru þá. að úrkynjast. Þeir, sem vit höfðu á, sáu, að þeir voru orðnir vondir og höfðu týnt hinu dýrmæt- asta; en þeir, sem ekki höfðu vit á að sjá, hvað le:ðir til sannrar gæf u, hugðu einmitt, að þeir væru komnir að hámarki hamingju og dyggðar, þá er þeir hef ðu aílað sér örétt- mætrar auðlegðar og valda. En Seifur, guð guðanna, sem drottnar samkvæmt eilífum og réttlátum lögum og sér í gegnum allt, gott og illt, og vissi, að þjóðin sem ha.?oi verið ötul í fyrri daga, var nú aö úrkynjast; ásetti hann sér því að refsa þeim, til að leiða þá. aftur á veg dygðar og speki. Og hann stefndi öllum guðunum saman á hinn helgasta stað, sem liggur í miðju alheimsins, þaðan sem sjá má allt hið skapaða. Og er þeir voru ailir saman komnir, þá mælti Seifur:----------. Hvað Seifur sagði, hefir mannkynið, þvi miður, aldrei fengið að vita, því að hér end- ar samtal Platós, annað hvort, af' því, að hann hefir aldrei slegið botninn í frásög- una, eða niöurlagið hefir glatast. En hér má, ef til vill, halda áfram með því að til- færa samsvarandi frásögn í fyrstu bok Móse: »Og Drottinn mælti: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég hefi skapað, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því mig iðrar, að ég skap- aði þau«. — Að minnsta kosti varð það ráðsályktun guðanna á áðurnefndu guoa- þingi, að Atlantis skyldi eytt verða og það, sem eftir yrði af íbúum landsins skyldi verða dreift út um löndin í grendinni til austurs og vesturs, en öldur Atlantshafs- ins falla yfir þann stað, þar sem það hafði legið. Svona hljóðar þessi gamla frásaga, &en: sett hefir svo margar hugsanir í hreyfingu, og sí og æ leggur þessa spurningu fyrir oss: Er sögnin byggð á sannleika? Hefir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.