Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 6
78 HEIMILISBLAÐIÐ Hún talar afdráttarlaust máli Vínlands,- fundar Leifs, staðfestir þá sögulegu stað- reynd, í viðurvist lýða allra landa, að þaó var íslenzkur maður, sem fyrstur hvítra manna steig fæti á ameríska grund. Við skáladyrnar mætir þér fögur, íslenzk stúlka. Erindi hennar er ekki aðeins aj heilsa þér og brosa framan í þig, heldur vill hún einnig sýna þér og skýra fyrir þér hina ýmsu sýningarmuni. Sex ungar stúlk- ur hafa þennan starfa á hendi. Fjórar þeirra eru frá Manitoba og ein þeirra hef- ir nýlega hlotið viðurkenning þess, að vera »hin f egursta meðal hinna fögru« á heims- sýningunni Stúlkurnar tvær frá Islandi, töluðu svo góða ensku, aö undrun sætti. Einhverjum kann aö finnast það 1 of mikið ráðist fyrir smáþjóö, eins og Island, sem eftir síðustu blaðafregnum að dæma á við ýmsa örðugle ka að stríða hvað snert- ir atvinnu- cg vitiskiptamál, að leggja i't í að taka þátt í þessari voldugu heimssýn- ingu. Mun þetta líka vera í fyrsta skipti, að þjóðin kemur þannig fram. Ekki mun það fordild eða látalæti, sem ræður þess- um athöfnum Islands, heldur praktísk bú- hyggindi. Það hefir vakað fyrir Islending- um um margra ára skeið, að meö stöðug- um erjum og ófriðarhættu í Evrópu, væri Ameríka líklegasta, landið til frambúðar í viðskiftum. Með þetta fyrir augum tók stjórn Islands því tilboði Bandaríkjanna, að taka þátt í þessari miklu heimssýningu í New York. Mun þeim hafa, fundist, sem rétt er, að þarna væri glæsilegt tækifæri til að kynna bæði land og þjóð, hinu mikla heimsveldi, og öðrum þjóðum. Á sýningu þessari sýnir ísland sögu þjóö- arinnar allt frá víkingaöld til vorra daga. Þetta er gert með kortum, ljósmyndum og líkönum af ýmsri gerð. Er inn í salinn kemur er lögð ný áherzla á hugsun þá, sem fyr,:,t vaknar hjá gestinum við skáladyrn- ar, er hann sér Leifsmyndina, um leið og inn er gengið: hugsunina um samband Is- lands og Vesturheims. Þar blasir við gríó- armikið landabréf, upplýst rafljósum; tek- ur þetta yfir mikinn hluta veggjar. Á kort- inu sézt leiðin sem Leifur fór forðum, og loftleið Lindbergs ofursta, er hann flaug til Evrópu fyrir nokkrum árum, með viö- komustað á. Islandi. Islenzkir atvinnuvegir eru sýndir i tveimur greinum. Annars vegar er sjávar- útvegurinn. Er þar sýnd fjölbreytni ís- lenzkra sjávarafurða, íslenzkur skipastóll, hvernig unnið er á þeim sviðum, og hvern- ig fiskurinn er undirbúinn til útflutnings. Landbúnaðarsýningin gefur glögga hug- mynd um sveitabúskapinn á íslandi eins og hann er nú rekinn. I sambandi við þetta atriði sýningarinnar er vert að geta þess að sérstök skýring með myndum er gefin um það hvernig laugavatn og heitar vatns- lindir eru hagnýttar til að búa til vermi- reiti, þar sem ávextir aUskonar og græn- meti daf nar eins og þá er bezt lætur. Upp- stoppaðar íslenzkar kindur af ýmsum lit- um, sem stóðu í glerkössum, vöktu mikla athygli. Þótti ullin einkennileg og fögur. Kaupsýslumaður einn er inn kom taldi aO islenzk gæruskinn væru glæsileg vara til kápugerðar. Glögg hugmynd og góð va,r gefin um fræöslumál landsins, með ágætum Ijós- myndum af fögrum skólabyggingum. Man ég eftir myndum af þessum: Hólaskóla, Laugarvatnsskóla, Ha.ilormsstaðarskóla og Menntaskóla Akureyrar. Gamlar íslenzkar bækur voru til sýnis í glerskápum í litlu herbergi, sem kallað var ;»baöstofan«. Það sem mesta athygli vakti í »baðstofunni« voru útskornar súðir og bekkir. Listaverk íslenzkra fagmanna eru hér til sýnis, og naut ég þeirrar ánægju ao kynnast einum þeirra, hr. Þorleifsson. Hafði hann málað all-margar af hinum fögru olíumyndum sem sýndar voru, og sömuleiðis voru málverkin á skálasvölunum hans handaverk. Því miður eru málverkin sýnd í stofu, sem er svo lítil að myndijnar geta ekki notið sín að fullu. Tvö forkunnar fögur veggtjöld, með höndum gjörð, vekja undrun og aödáun áhorfenda vegna þeso

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.