Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 16
HElMlLISBLAÐIÐ bland sorgar og gleöi. Þegar ég fer að hugsá um öll þau gæði, sem mér hei'ir hlotnast á liðna árinu, allan þann frið og alla þá blessun, sem hefir hvílt yfir mér, og þegar a,llt þetta fær á sig ennþá elsku- legri blæ við það, að endurspeglast í end- urminningunni — þá finn ég til innilegrar gleði og innilegs þakklætis við hann, sem hefir veitt mér allt þetta«. Mér fa,nnst Emma hafa alveg á réttu að standa og mér fannst hugsunarháttur hennar bæði betri og göfugri en minn; :n þó fannst mér, ég mega til að mótmæla henni: »Eg hefi ekkert verið aö hugsa um gamla árið í dag, heldur aðeins það nýja, og um alit, sem ég ætla að taka mér fyrir hendur og gera á því«. Emma leit aftur á mig rólegu, skæru augunum sínum — alveg eins og hún ætl- aði sér að horfa inn í innstu fylgsni sálar minnar, og sagði síðan í blíðum róm: »Svona illu get ég ekki trúað um yóur Nikolaj. Þér látist vera verri en þér eruð. Það er ómögulegt að þér getið látið síðasta daginn á árinu líða þapnig, að þér ekki sendið eina einustu þakklætishugsun upp til hans, sem hefir veitt yöur óteljandi gjafir og gæði á hinu hverfanda árinu«. Ég s.kammað;st mín niður í hrúgu, þvi að satt að segja.j hafði ég veriö syo önnum kafinn við að hugsa um mín eigin áform, að ég hafði engan tíma, gefið mér til aö hugsa um þaci liðna; en það var einmitt það, sem Emma hafði búist við, að ég myndi hafa gert; hún var sjálf svo góð, að hún hugsaði vel um alla aðra. — Eg hafði náö í pappírsblað og var nú f arinn að rissa á það; og mér óafvitandi skrifaði ég í sí- fellu: Emma — Andrea, Margrét — Andrea Margrét — Emma. Það var alveg hljótt í stofunni. Það heyrðist ekkert nema snarkið í eldinum og dik-dakið í stóru klukkunni. Semíra — hvíti kötturinn — var kom- inn inn og lá steinþegjandi við fæturna á Emmu; það var eins og hann væri að hlusta á það, sem hún var að segja; og Hyacint- urnar í glugganum ylmuðu svo mikið, að það var nú sitt hvað — alveg eins og þær væru að samþykkja það, sem Emma hafði sagt. • I þessu bili kom Gamli inn. Þegar hann sá, að ég sat í hans vanasæti,' náði hann sér í annan stól, og settist á milii okkar Emmu. Og hann var svo ánægjulegur í fra.man, að ég hefi sjaldan séð hann jafri glaðan. »Flytur þú nokkurn fagnaðarboðskap, Kristófer?« spurði ég; »mér virðist þú vera svo glaður«. »Ég gæti miklu fremur búist við gleöi- tíðindum frá þér«, svaraði Gamli — »þú, sem setið hefir hér um kyrrt í sælunnar bústöðum«. »Voruð þið búnir með fátækrareikning- ana?« spurði Eriima. »Ekki alveg; það sem eftir er, verður lát- ið bíða betri tíma«. »Þér hafið líka verið iðinn í dag«, sagði Emma; »þár hafið varla litið upp úr þeim«. »Mér finnst nú líka, að ég sé vel að hvíld- inni kominn. Og í launaskyni ætla ég ajð biðja yður að gera svo vel að ganga ofur- lítió með mér, hérna suður með firðinum — það er svo kyrrt, og milt úti«. »Já, guðvelkomið«, svaraði Emma og stóð upp; þér verðið samferða, Nikolaj. eða hvað?« Ég lét nú ekki ganga á eftir mér til þess. Á meðan Emma fór fram til að búa sig, sátum við Gamli kyrrir á sama stað. »Með hvað ertu þarna?« spurði hann, um leið og hann tók blaðið, sem ég hafði verið að rissa á. »0 — það — ég var að rissa þetta í hugs- unarleysk. »Jæja« — og Gamli tók ritblýið og fór að halda áf'ram verki því, sem ég var byrj- aður á; þó varð sá munur á, að hann skrif- aði ekkert nema: Emma, Emma, og aftur og aftur: Emma, Emma. Ég starði alveg forviða á hann. Var þetta bending frá valdi því, sem stjórnar örlögunum? Var Gamli, sér óafvitandi, að beina hugsunum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.