Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 85 Það, sem Drottinn Jesús velcur athygli á Drottinn Jesús tekur eftir öllu, þó aö hann geri ekki alltaf athugasemd við þao, sem hann sér. Þegar hann var staddur í musterinu, þá »leit hann yfir allt« (Mark. 11, 11.). sem þar vax og fór fram. Við einn af hin- um sjö sbfnuðum í Asíu segi.r hann: »Ég þekki verkin þín«. Astand vort getur verið honum til gleði eða bakað oss ávítur ai' vörum hans. Oft segir hann ekki neitt. En þegar hann leiðir athygli vora að ein- hverju eða einhverjum, þá er ávallt um mikilvægt mál að ræða. Háðglósur leiöstu, herra í stærstu kvöl á harmastimd. Hjartað þitt brann fyrir heimslns syndaböl, og heilög imd. Síirt var þér borið særðum krossi á, sætt að eg fengi þér að smakka hjá. Sverðið nú skar hið sœrða móðurbrjóst. er sá á kross sonarins blíða sviðabólgið brjóst og benjafoss, sem hlaut að renna heimsins fyrir synd, og heilóg buna, hjartans líknarlind. Þyrnunum stungið heilagt höfuð þitt, ó herra minn, legg eg það sætt og Ijúft við hjartað mitt, þá lífið finn. Gráta nú vil það, gjörði eg þér á mót; grœðarans til eg kem af hjartans rót. Lof sé þér, Jesús, lifsins kongur hreinn; eg lifi þér. Lof sé þér. Jesús, þrennur ertu og einn; þú bjargar mér. Lof sé þér, Jesús, Hfsins orðió þitt leggur þú, blítt við syndugt hjartað mitt. Runólfur Guðmundsfion. Hann vekur athygli á konunni, sem hafði smurt fætur hans (Lúk. 8.). Hann segir við Símon Farisea: »Sér þú konu þessa?« Sú kona hafði gengið hljóðlega, inn í hús- ið, þar sem hann var að borði, gengið tii hans og látið honum í ljós virðingu sma fyrir það, að hann hafði boðað henni fyrir- gefningu allra hennar synda. Hann var friðarboðinn með »fæturna fögru«, sem kominn var til syndaranna til að bæta úr neyð og þörfum þeirra. Konan lét þegjandi elsku sína í Ijós: »hún vætti fætur hans með tárum sínum og þerraði þá með hári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslum«. Ekkert af þessu hafði Fariseinn gert. Pað, sem sérstaklega dró athygli Jesú að kon- unni, var það, að hún elskaði mikið. Skyldí Drottinn Jesús geta sagt híð sama um konur þær, sem þetta lesa eða heyra? Pá er frá því sagt (Matt. 18), að Drott. inn Jesús kallaði. til sín litið barn og setti það mitt á meðal lærisveinanna og sagtíi við þá, að ef þeir vildu verða miklii í himnaríki, þá yrðu þeir að.verða eins og þetta barn. Þeir vildu verða miklir aó mannlegum mælikvaröa; eh Drottinn bend- ir þeim á, þann siðferðilega mikilleika, sem er yndislegur í augum hans. Það er bar- ist allt í kringum css í heiminum. Það er barátta milli þjóða og einstaklinga um liin æðstu sæti og hin mestu völd. Og sá andi nær meira að segja, tökum á kristnu fólki. En hinir sönnu lærisveinar Jesú, eru þeir, sem hafa öðlast hugarfar hans. Svo lengi sem vér keppum eftir heiðri og hefða.rstöd- um, þá getum við ekki verið sælir. Sú hug- arstefna á einskis stuðnings að vænta frá Guði. Þar á móti er hugarfar barnsins lað- andi í augum Guðs og góðra manna. Einu sinni kallaði Jesús, lærisveina sina til sín og vakti athygli þeirra á gjöf fá- tæku ekkjunnar (Mark. 12). Þ.eir létu sér mjög finnast til um hina miklu og skrautr legu musterisbyggingu; en hér var um þaö að ræða, sem hjarta Drottins f annst meira til um en allur ytri ljómi. Margir auðmenn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.