Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 8
80 HEIMILISBLAÐIÐ Suiiiilcikuriiiii er sagna beztnr. (Jóh. 18, 33., 37.). Sannleikurinn lifir lengst, segir garr.all málsháttur, og að það sé rétt, sannast meö- al annars á því, að hið drambláta róm- verska ríki Pilatusar e.r löngu liðið undir lok, en sannleiksríki Jesú Krists er stöö- ugt að vaxa. Lygin dregur fram lífið skarama stund, en svo kemst allt upp, og endirinn verður: skömm og skapraun. Að vera sannleikans megin, er eitt af því, sem oss mönnunum er nauðsynlegast að læra þegar í æsku. Börnin eiga Hka auðveldast með að vera sannleikans megin, sérstaklega á þessum tímum, þegar andi Krists er farinn að ná, tökum á uppeldis- starfinu, með mildi sinni og ástúð. En ósannindi og lygi eru áleitin, og geta seytl- að inn í barnssálina að óvörum,, af því að ósannindi, hálfur sannleikur og hálfsögð saga eru svo almenn. Þetta er smitandi. Ósannindin eru oft svo freistandi, eins og eplið hennar Evu, svo gljáfægð og girnileg til gamans og jafnvel framdráttar. Menn halda að þeir komist hjá refsingu með ó- sannindum (og því miður er þvi líka stundum svo farið). Og stundum haída menn, að þeir geti komið sér í mjúkinn hjá öðrum, eða geti orðið glresilegri. Og það sem er verst af þessu öllu: Menn koma sök ai' sér á aðra, sem eru saklausir, eða tæla hreinhjartaða, og hugmilda menn til þess, sem rangt er. En þó að auðvelt sé fyrir barnshjartac að venjast á ósannindin,, er oft erfiðara, að losna við þau. Því er líkt farið með lyg- ina og sýklana og iilgresið, t. d. arfann. Ef arfafræ kemst í garðinn, er hann fljót- síns, og mælti ofur hlýlega: »Æ, lof mér að halda um gimsteininn minn!« Þessi orð, töluð af svo ábærilegu kær- leiksþeli, vöktu hjá mér þessa spurningu: Eru ekki önnur verðmæti til sem æðri eru gulli og gimsteinum? lega aJþakinn arfa. Þess vegna er alveg nauðsynlegt að reyta eða hreinsa garðinn strax í byrjun. Um að gera að halda garö- inum hreinum og fallegum. Auk þess er lygin mesta svikaepli. Húr. gabbar þá menn stöðugt, og lygur að þeim, sem trúa henni. Pað er einkenni lyginnar. Hún lygur öllu og miskunnarlaust að öll- um. Lygin telur mönnum trú um, að þeir hafi einhvern vinning eða gleði af því aö fara að hennar ráðum. En þetta fer venju- lega alveg öfugt, fyrr eða síðar kemst allt upp, og svo verður að reyna að bæta við mörgum lygum í stað einnar, og ekkert af þessu dugar: allt endar með skelfingu. og samvizkubiti gagnvart Guði og mönnum, og smán og lítilsvirðingu. . I textanum kemur Kristur til þín,. Hann er konungurinn í ríki sannleikans. Þú veizc vel, hvað hann vill þér. Hann vill fá bir, fyrir borgara, í sínu ríki, hinu fagra ríki sannleikans. I því ríki hafa mennirnjr góða samvizku. Þar er ekkert að fela, engu að leyna. Og hafi breyskur maðurinn, eða smávaxið mannbarnið gert eitthvað, sem ekki átti að vera, er beinn og mjór vegur — að vísu stundum þröngur — út úr þeirri yfirsjón og villu, það er að iðrast, játa yf- irsjónina, og fá allt fyrirgefið, eins og Georg litli Wasinghton, þegar hann skemmdi eplatréð með fallegu exinni, sem pabbi hans hafði þó sjáJfur gefið honum. Ef þú vilt verða borgari í ríki sannJeik- ans, skaltu gerast smásveinn eða smámey, sem óhætt er að reiða sig á og trúa fyrir einhverju. Og vilijr þú verða borgari í hinu fagra ríki sannleikans, kemur seinna sú stund, að þú heyrir Jesúm sjálfan, konung sann- leikans,, segja við þig: Velkominn heim. góði og trúlyndi þjónn, sem varst trúr yfir öllu þinu lífi, meðan þú dvaJdir á jörðinni. Ég mun setja þig yfir meira. Gakk ina í fögnuð herra þíns. Og þar muntu enn reyna á hinn dásam- legasta hátt, að sannleikurinn er sagna beztur.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.