Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 89 mínum á aðra, braut en, þá, sem þær höfóu dvalið á nú um stund. Þegar Emma kom inn aftur, var hún al- veg forviða á því, að við skyldum sitja kyrrir á sama stað; og við flýttum okkur nú eins og við gátum, að búa okkur. Prest- konan vildi ekki verða samferða; bað hún okkur að fara varlega og fara ekki út á ísinn á firöinum, og lofuðum við því öll mjög hátíðiega, Hríðina hafði stytt upp fyrir tveimur klukkutímum; loftið var milt og hressandi. Við héldum fyrst upp efti.r þorpinu. Gamii leiddi Emmu og ég gekk við hina hliðina á henni. Eg fór ósjálfrátt að bera þessa síð- degisferð saman við árdegisförina til Hró- arskeldu. Þá höfdum vió verið þrji'j saman, en þá vorum við öll þögul, utan við okkur, og í slæmu skapi. Núna vorum við líka þrjú saman, en samræður okkar féllu óþvingað- ar og innilegar. Og eins og ég í Hróars- keldu hafði kennt Andreu Margréti um hió leiða samkomulag okkar á milli, eins gat ég ekki að því gert, að ég þakkaði Emmu þaö, að við vorum öll sátt og sammála núna. Það var eins og friður og eindrægnisandi fylgdi. Emmu, hvar sem hún var, og þessi andi umkringdi allt og alla, sem voru í nánd við hana. Og jafnvel þótfc samræð- urnar félli niður stund og stund, og víó héldum leiðar okkar þegjandi, þá fannst mér þó eins og hugsanir okkar mættust á miðri leið, svo samræmið okkar á milli fór aldrei út um þúfur. Sál mín. fylltist friði og rósemi, og mér fannst kyrrlát lífsgleði streyma um mig allan, og þegar mér vartí litið yfir snævi þakin húsin og mjallklæddu hólana á bak við þau, og gráa himininn, sem hvelfdist yfir það allt saman — þá fann ég til slíks friðar og slíks sam- ræmis hins ytra og hins innra, að ég hneigói höfuð mitt, í auðmýkt hjartans, og þakk- aði góðum Guði fyi'ir öll þau gæði, sem ég hafði af honum þegið, á hinu hverfandi ári; en innilegast þakkaði ég honum þó fyrir það, að ég hafði fengið að kynnast Emmu. AJlir, sem við mættum á göngu okkar um þorpið — karlar og konur, ungir og gamlir — allir þurftu að heilsa Emmu; og hún ávarpaði hvern og einn einasta nokkrum orðum. En það, sem undraði mig mest, var að það var engu líkara, en að öllu þessu fólki þætíá jafn vænt um Emmu. Það heilsuðu allir Gamla og allir ávörpuðu hann líka. Margi.r spurðu, hvort hann kæmi ekki bráðum til að messa fyrir þá. eins og hann, hefði lofað þeim. Og ég varð nauðug- ur viljugur að samsinna því, sem Emrna hafði staðhæft við mig, fyrir fáum dögum, að Gamli ætti víðar heima en í sínum eigin drauma-heimi: hann hafði meira saman við veruleikann að sælda, en mér hafði áður til hugar komið. Og mér var alveg óskiljanlegt, hvernig Ga.mli fór að muna, hvað allir smástrák- arnir hétu, sem mættu okkur; en þeir voru óteljandi, virtist mér. Þeir voru í stórhóp- um úti fyrir hverju húsi — og þeir komu stökkvandi til okkar, til þess að heilsa okk- ur með hanciabandi; sumir staðnæmdust skammt frá okkur, og toguðu í hárið á sér í kveðjuskyni, af því að engin var húfan til að taka ofan. »En síðan hvenær þekkir þú alla þessa krakka-anga, Kristófer?« spurði ég. »Emma kenndi mér nöfnin á þeim öllum saman, þegar ég var hérna, í sumar sem leið«. »Og hvernig farið þér að muna,hvað þau heita öll saman?« spurði ég Emmu. »Mér sýnist þau öll vera eins: ljósgult hár og blá augu — blá augu og ljósgult hár; eini munurinn, se.m ég sc á þeim er sá, að sum eru ofurlítið óhreinni en sum«. »Menn þekkja ætíð það, sem menn unna og þykir vænt um«, syaraði Emma. »En, allan þenna urmul«, sagði ég; — »nú, og það eru þá líka fleiri en tóm börn — þeir fullorðnu koma líka til greina. — Og svo eru líka nöfnin eins á þeim öllum! Ekkert nema, Jón Pétursson og Pétur Jónb- son, Magnús Eiríksson og Eiríkur Magnús- son. Það er ómögulegt að fá botn eða enda á slíku«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.