Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 18
90 HEiMILISBLAÐIÐ »Jú, gáið þér nú aö«, sagði Emma; »ég er fædd og uppalin hérna og hefi verio hérna alla mína æfi. Gamla fólkið hei'ir boriö mig á handleggjunum, og ég hefi. borið angana þess á mínum handleggjum. Lítið þér á þenna pilt« — og hún benti á þriggja. ára gamlan drenghnokka, sem kom til okkar og rétti fram vinstri hó'ncl- ina í kveðjuskyni; í hægri höndinni hék hann á smurðri brauðsneið; og kápuermin mín hefði fengið sinn skerf af smjörinu, ef ég hefði ekki verið svo snarráðui', að stökkva beint til hliðar. »Ég hélt honum undir skírn og hann er þess vegna. guðsonur minn--------og ég ætli að vera búin að gleyma þér?« — Og hún beygði sig og kyssti barnið — »en þú att að rétta mér hægri höndina, en ekki þá vinstri — já, svona«. I dyrum einum stóð gamall maður meö pípuna sína í munninum. »Lítið þér á«, sagði Emma; »þarna stendur nú einn, sem oft — oft, hefir boriö mig á handleggnuin. Er það ekki satt, Pétur Öla.fs.aon?« sagði hún ,og gekk til hans. »Báruð þér mig ekki oft á handleggnum, þegar ég var lítil?« »Ja. — jú-jú — ja — jú-jú«, sagði Pétui gamli; »en ég var nú hraustari þá en núna«. »Hvernig er heilsan?« spurði ég; þvi að mig langaði líka til að ná hylli þessa. fólks. »Sjötíu og átta ára«, svaraúi Pétur. »Pér verðið að tala hærra«, sagöi Emma; »hann heyrir hálf ilia«. »Nú — en ég tala eins hátt og þér«. »Já, það er nú annað mál. Hann þekkL' mig svo veí, að hann getur nærri því lesið orðin af vðrum mínum, án þess að heyra þau. En þér eruð ókunnugur og þess vegna gengur honum svo illa að skilja yður«. Síð- an sneri hún sér aftur að gamla manninum: »Petta eru tveir ungir menn frá Kaup- mannahöfn, og þeir ætla báðir að veröa prestar«. »Ja — jú-jú — ja, — jú-jú — fríður pilt- ur«., tautaði karlinn. »Jómfrúin ætti að eignast s.líkan mann«. JÉg varð í sjöunda himni yfir hóli karis- ins; ég efaöist nefnilega ekki um, að hann hefð'i meint mig, því að engum heilvita manni gat dottið í hug, að segja, að Gamli væri fríður piltur. »Ekkert liggur á«, sagði Emma. »Ég o svo ung enn þá. En á morgun á Pétur Ói- afsson að fá að sjá nýjárssólina. koma xxpp í sjötugasta og níunda sinni; og það hefir ekkert okkar hinna fengið aö sjá«. »Æ-i, jæja — æ-i, jæja«, andvarpac'i Pétur. »Ég vildi, að Drottinn færi nú brað- um að láta það styttast fyrir mér«. »Petta má Pétur Ölafssdn ekki segja«. »Ja., hvaða. gagn ætli sé orðiö að mér - öðrum eins æva-gömlum kaiifausk?« taut- aói Pétur gamli. »Á meðan Drottinn lofar Pétri Ólafssyni að lifa, þá má hanai reiða sig á, að har.n er til einhvers gagns«. »Guð blessi jómfrúna, fyrir sín góðu ou' blíðu orð«, sagði Pétur Ölafsson, og kyssíi á höndina á Emmu, um leið og við héldum áfram aftur. »Haldið þér, að þér getið nú munað nafn- iö á þessum gamla manni — lengur en í dag og á, morgun?« spurði Ernrna. »Hvað hann heitir, hann Pétur Ölafsson? Jú, það er ég viss. um«. »Þarna sjáið þér: Menn muna cftir því, sem menn láta sér eitthvað annt um. Nu er ég búinn að kynna yður líka einurn gömlu karlanna, — og nú er bezt, að ég kynni yður líka einum ungu bændanna. Á stóra bænum þarna, með tveimur hvítu bustaþilunum. býr ungur og ötuil bóndi, Andrés Sörensen að nafni. Hann ann pabba, og okkur öllum, með lífi og sál. En hann á líka pabba mínum, konuna sína að þakka«. »Nú — hvernig stendur á, því?« »Jú, því er svona. varið: Andrés Sören- sen var ekki nema húsmannssonur og f&v í vinnumennsku hjá ríkum bónda; bcndi þessi átti dóttur og var hún einbirni. 3vo trúlofuðust þau: Andrés og dóttirin. En foreldrarnir vildu auðvitað ekki fallast á, að dóttir þeirra tæki þannig niður fyrir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.