Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 4
76 HEIMILISBLAÐIÐ Sumt af því, sem ég sá q heimssýningunni í New York. Þessi fróðlega grein um heimssýninguna er tekin upp úr blaðinu Lögberg í Winnipeg, og er hÖfundur hennar frú Lilja Eylands. SJALDAN á æfinni heíi ég orðið eins hrifin og á dögunum er ég gekk inn á hið mikla svæði heimssýningarinnar í New York. Blóðið í æðum manns örvast í rás sinniy að því er virðist, við það að heyra trumbuslátt rtg hornaspil, sjá, fána blakt- andi á óteljandi stöngum, og þúsundir manna og kvenna á sífelldu iði fram og aftur. Hér eiga sextíu og tvö þjóðlönd sýn- ingarskála, og Island er eitt þeirra,. Island er komið á kortið! Einkennileg ánægju- kennd vaknar í brjósti landans, þótt hann kunni að vera orðinn að ýmsu leyti fjar- skyldur fósturjörð feðra. sinna, við þá tii- hugsun að Island á sæti á þessu alþjóða- þingi. Ég sem aldrei hefi Island augum litið á nú að fá a.ð sjá það bezta og feg- ursta sem land og þjóð hefir á borð að bera með öðrum þjóðum. Víst er ég hrifin — og forvitin! En fyrst verð ég að hta ir velunnin störf í þágu lands og þjóöar, með opv.un og framkvæmd sýningarinnar, fyrir hönd sýningarráðsins. Var því næst litast um í skálanurn og fóru gestirnir lof- samlegum orðum um sýninguna, Að þessu loknu var skálinn opnaður al- menningi, og fylltist hann á svipstundu. Um 5000 manns munu hafa komið inn á sýninguna þennan fyrsta, dag. Síöan hefir aðsóknin verið geysimikil. Að kvöldi þess 24. maí munu sýningargestir samtals, hafa verið um 37.000. Strax var ljóst að sýningargestum þótti sýningin merkileg frásögn um líf, sögu og starf íslenzku þjóðarinnar. Urnmæli gesta hafa ver'ð mjög lofsamleg og daglega hefir fjöldi manna snúið sér til starfsfólks sýn- ingarinnar og látið í ljósi ánægju sína yfir sýningunnj. í kringum mig, og athuga það sem henoi er næst. Hvaðan sem litið er, gnæfir merki heims- sýningarinnar við himin. E'r það gífurleg stál.kúla, 200 fet að þvermáli, og 700 feta hár turn, sem tákna á hinn háleita tilgang sýningarinnar. Við frarnhliðar sýninga;- skálanna má, sjá aragrúa, af steinmyndum snillinga ýmsra landa. Tigna.rlegust og til- komumest þeirra allra er standmynd af George Washington. Sýningin minnist þannig 150 ára afmælis þess viðburðar er Washington var settur í embætti sem fyrsti forseti hins mikla lýðveldis, Bandaríkjanna í Norður-Ameríku, — og það var einmitt á svölum ráðhússins á Wall Street, að hann tók embættiseið sinn, og hóf þannig sjáif- stæðan stjórnarferil hinnar amerísku þjóð- ar. Gosbrunnar suða á allar hliðar. \,'ið göngum fram hjá, blómabeðum, sem þrif- ast og anga í skugga risavaxinna trjáa. Hver mundi trúa því, að. fyrir aðeins þremur árum var þetta sýningarsvæöi ljót- ir flákar og fúa-mýrar, ein.s kona.r sorp- haugar stórborgarinnar! Borgarraðið 3nun hafa fagnað tækifænnu, að fá þessu svæði umbreytt sér að knstnaðarlitlu, og leigði það því forstcðunefnd sýningarinnar. I júnímánuði 1936 byrjaði svo undirbúnings- starfið. Kostnaður þess, af hálfu Banda- ríkjanna er talinn 150 milljónir dollara. Þúsundir manna hafa unnið þarna stöðugt í þrjú ár. Merkin sýna líka verkin. Þar sern áður voru forarpollar, fen og sorphrúgur, er nú einhver glæsilegasti lystigarður heims'ns. Af þessum umskiftum á útiiti staðarins er hin stuttorða lýsing sprottin: »TJr feni til frægðar«. Dásamleg litbrigði einkenna sýninguna frá upphafi tál enda. Er þar ekki um að ræða ógreinilega samsteypu, heldur sér- staklega undirbúna ogfyrirhugaðalitfiokk- un, sem fer eftir lögun sýningarskálanna, en þeim er fyrirkomið í hverfum eftir lög- 'un þeirra og útliti. Að innan eru skálarnir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.