Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 83 slíkt og þvílíkt menningarlancl horfið 02' verið til í raun. og veru? Vér höfum séö, hve mjög þessi saga líkist sögu biblíunnar um hið mikla flóð. Og Drottinn s.á, aö illska mannsins var mikil á jöröinni og al.l- ar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga. Pá iðraðist Drott- inn þess, að hann hafði skapaö mennina á jörðinni og honum sárnaði það í hjarta sínu, Svipaðar sagnir má finna í indverskum, babylonskum og kaldeiskum erfisögnum — allstaðar þekkiat sagan um landið, sem fórst í vatnsflóði. Og næsta svipaðar sagn- ir hafa fundist vestan Atlanzhafsins, hjá Maya-þjóðinni, sem einu sinni byggöi Yu- catan-skagann í Mið-Ameríku eða Mexico — í heilagri bók, er nefnist Popul Vuh; segir þar, að hin skapandi völd hafi einu sinni útrýmt illa innrættri mannteguncl með miklu vatnsflóði með þessum orðurn: Þegar hjarta himinsins var búiö að a- kvarða eyðingu þeirra, þá varð vatnsflóð mikið, andlit himinsins myrkvaðist þeirra vegna og hófst þá niðdimmt regn sem var- aði nætur og r'aga. Með þessum hætti gerð- ist eyðing, svo fórst þetta kyn manna, • I Sviss hafa menn fundið steinrunnar jurtaleifar frá hinu svo nefnda Mipcen- tímabih í myndunarsögu jaröarinnar. — Mestur hluti þeirra plantna hefir borist tii Ameríku og setur sinn blæ á plönturikið þar enn í dag. Þetta hefði ekki getað átt sér stað, ef ekkert land hefði verið milli eða að minnsta kosti mjór hafarmur. Hinu sama lýsa margar aðrar plöntur, eins o^ platanviður. Þær hljóta að hafa borizt frá Evrópu til Ameríku á sínum tíma. Og aö þær hafi ekki borizt yfir Beringssunclió sést m. a. á því, að þær finnast helzt í austur héruóunum í Ameríku; því vestar sem dregur, því ólíkari verður jurtagróo- urinn gróðurlífi Evrópu. I dýraríkinu má finna svipuð fyrirbrigði. Þegar Spánverjar komu til Ameriku um 1500 voru bar engir hestar fyrir. En jarö- Bæn hjá sjúkrobeði. Eg fel þér blessað* bamið rnitt, bííðí faðir, eg er þín allt, sem mitt er það er þíti, þú átt hjartans blómin mín. Máttngt náðarorð þitt er, að auka lijarta von og trú, að lialla barni að> lijarta þér, heyr þú bœnarkvak mitt nú. AUt, sem mitt er, það er þitt — þá mátt taka allt frá mér amiað em náðarorðiö þitt, ávalit lát mig vera í þér. B. J. fræðilegir fornmenjafundir sýna, að frum- heimkynni hestsins hafi verió í Ameríku. Fílar voru þar heldur ekki og þó hafa þar vestra fundist eldgamlar myndir af þeim dýrum. Á Atlanzhafseyjum finnast í vatna- leirum frá kvartiertímanum sömu lin- dýrategunclir eins og á stróndum Afríku. Af þessu má ráða, að þessar eyjar hafi allt fram til. vorra tíma verið tengdar við meg- inland Afríku. Þar hafa fundist brekku- sníglar, sem nú hittast hvergi nema í Mið- Ameríku og á Antiljaeyjunum, á hinum fjórum eyjaklösum í Atlantshafinu og ? Miðjarðarhafinu. Það meginland, sem þess- ar eyjar eru Jeifar af, virðist hafa náð alla leið til Ameríku. I lok tertiera-tímabilsinö. hefir það skilist frá Antilja-eyjunum og svo hefir það smám saman sokkið í sæ, unz síðustu leifarnar, Atlantis á tímum Platós, og síðan er ef til vill ekki nema 10—12,000 ár, er það hvarf í sæ. Það má því meó fullri vissu segja, aö í raun og veru hafi þar verið land, sem bylgjur Atlanzhaf.sins velta nú' áfram,, en sé nú sokkið í sæ og að Azor-eyjarnar, Madeira og aðrar eyjar þar, séu haaztu f jöll þessa sokkna lands.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.