Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1939, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.05.1939, Qupperneq 10
82 HEIMILISBLAÐIÐ sonu með dauðlegri konu, Kleito aö nafni. Þeir uróu síðar forfeður konungaættannu á Atlantis. Elzti sonurinn hét. Atlas, og eyj- an va-r nefncl eftir honum. Eyjan var fjöll- ótt mjög og sæbrött, nema að sunnan - þar var víðáttumikil slétta, hér um bil 300 km. á lengd og 400 á breidd. Upp úr þess- ari sléttu nálega 10 km. frá, sjó gnæfði lágur hnúkur; á þeirri nýpu var höí uðborg- in byggð, umhverfis borg konunganna. Borgin var tengd við hafið með 100 metra breiðum skurði og kringum hana hringuðu sig þrír skurðir, hver utan yfir annan; þéir voru svo í sambandi hver við annan, svo að skipum mátti sigla eftir þeim hvar- vetna. Kringum alla sléttuna var grafin hringskurður. I útjaðri sléttunnar og upp eftir hlíðum borgarfjallsins lágu akrar, engi og þorp í hinum bezta blóma; lanaið var auðugt af ávöxtum og plöntum og hvers konar trjám. I fjöllunum mátti finna allskonar steinategundir og málma, og þar á meðal það, sem nefndist »orikalk«, sem sögumennirnir »þekktu aðeins að nafni«. Það er taliö liafa gengið gulli na st að vero- mæti. ★ Plató segir enn fremur: Kynslcð eftir kynslóð, svo lengi, sem hir.n guðdómiegi uppruni verkaði í þeim, þá voru þeir lög- hlýðnir og heiöruðu vald guðanna, sem þeir voru frá komnir. Hugsanir þeirra gegnt öllum ákvæðum forlaganna voru heiðarleg- ar og göfugar og í samlífi sínu ö!lu sýndu þeir hófsemi og speki. Þeir virtu allt að vettugi, sem ekki var dyggð og töldu gull og fjármuní alla þunga byrði. Þeir stærðu sig ekki af auöi sínum, né létu hann svir'ta sig stjórninni á sjálfum sér. Þeim va.r heið- um degi Ijósara, að auðurinn var þeim pvi aöeins tii gagns, að þeir hélciu trúlega gam- an, og að eftirsókn eftir tímanlegum gæð- um leiðir aðeins til ófarnaðar og dyggða- tjóns. Á meðan þeir héldu fast við þessar meg- insetningar, og varðveittu hið guðlega eöli, sem í þeim bjó, lánaðist; þeim allt, eins og ég hefi sag't. En af því að hinn. guðdcm- legi þáttur í eðli þeirra var stöðugt, ao blanda blóði við hið dauðlega kyn, þá þverr aði hann meira og meira, og hið hrein mannlega varð yfirsterkara, og þoldi þvi ekki góöa daga og fóru þá. að úrkynjast. Þeir, sem vit höfðu á, sáu, að þeir voru orðnir vondir og höfðu týnt. hinu dýrmæt- asta; en þeir, sem ekki höfðu vit á að s.jó, hvað le:ðir til sannrar gæfu, hugðu einmitt, að þeir væru komnir að hámarki hamingju og dyggðar, þá er þeir hefðu aflað sér érétt- mætrar auðlegðar og valda. En Seifur, guð guðanna, sem drottnar samkvæmt eilífum og réttlátum lögum og sér í gegnum allt. gott og illt, og vissi, að þjóðin sem hafði verið ötul í fyrri daga, var nú að úrkynjast; ásetti hann sér því að refsa þeim, til að leiða þá. aftur á veg dygðar og speki. Og hann stefndi öllum guðunum saman á hinn helgasta stað, sem liggur í miðju alheimsins, þaðan sem sjá má allt hið skapaða. Og er þeir voru allir saman, komnir, þá mælti Seifur:---------—. Hvað Seifur sagði, hefir mannkynið, þvi miður, aldrei fengið að vita, því aö hér end- ar samtal Platós, annað hvort, af því, að hann hefir aldrei slegið botninn í frásög- una, eða niöurlagið hefir glatast. En hér má, ef til vilí halda áfram með því að til- færa samsvarandi frásögn í fyrstu bok Móse; »Og Drottinn mælti: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég hefi skapað, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því mig iðrar, að ég skap- aði þau«. — Að minnsta kosti varð þaö ráðsályktun guðanna, á áðurnefndu guoa- þingi, að Atlantis skyldi eytt verða og þaö, sem eftir yrði af íbúum landsins skyldi verða dreift út um löndin í grendinni til aust.urs og vesturs, en öldur Atlantshafs- ins falla yfir þann stað, þar sem það haföi legið. Svona hljóöar þessi gamla frásaga, sem sett hefir svo margar hugsanir í hreyfingu, og sí og æ leggur þessa spurningu fyrir oss: Er sögnin byggð á sannleika? Heíir

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.