Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1948, Side 26

Heimilisblaðið - 01.03.1948, Side 26
58 HEIMILISBLAÐIÐ — Vill frúin láta setja fyrir? sagði gamli þjónninn og lét í ljós með látbragði sínu ákafa löngun til þess að gera húsmóður sinni til hæfis. — Nei, svaraði Raissa, látið sækja leigu- vagn. Hissa, en ekki óánægður, lilýddi Fadei. Raissa vakti föður sinn varfærnislega og studdi liann niður klæðisfóðraðar tröppurnar. Þegar heim kom, háttaði Porof. Ósigrandi svefndrungi, sem ekki átti framar að yfirgefa hann í þessu lífi, hafði heltekið liann. Undrun borgarbúa var mikil, þegar frétt- ist, að hin litla borgarastúlka, sem með krafta- verki hafði hlotið aðalsnafn og fjáreignir, neitaði að búa í sínu eigin húsi, en hélt áfram að lifa sama lífi í hinni fátæklegu íbúð for- eldra sinna. — Það er ekkert undarlegt við það, sagði Adina. Blóðsugunum er ekki vært utan fenj- anna. Þessari ómannúðlegu athugasemd var beint að eftirmanni Klineusar liershöfðingja. Hvað Klineus hershöfðingja viðvíkur, þá var liann setztur að úl á landsetri sínu og braut þar heilann um veldi mannanna, og þá sérstaklega lögreglustjóranna, og tortím- ingu þess. Hve oft sá hann ekki í sínum rauna- legu hugleiðingum mjallhvíta arma og ítur- vaxinn líkama „hinnar guðdómlegu Adínu“ svífa fram hjá hugskotssjónunum. En sakir ól)líðu örlaganna átti furstynjan ávallt að vera honum sem hinar liátt höfnu stjörnur, það er að segja, með öllu ófært að nálgast hana. -— Það er þó hún, sem kom mér í ónáð! hugsaði hann sí og æ. Hefði hún hara sýnt mér einhver merki hluttekningar! Þessir kveinstafir Klineusar báru það greinilega með sér, að liann var enginn heimspekingur, og um leið skorti hann hina frumlegustu mann- þekkingu, því að þvkka blæju þurfti fyrir augun, til þess að geta látið sér detta í hug, þó ekki væri nema eitt andartak, að Adína minntist vinar, sem fallið hefði í ónáð. En Klineus hershöfðingi var maður, eins og fólk er flest og á því ekki skilið, að við berum neinar áhyggjur í brjósti út af örlögum lians. Meðal þess fyrsta, sem Adína tók sér fyrir hendur, var að heimsækja þær konur, sem útlegðardómurinn hafði snert, ásamt henni sjálfri. Viðdvöl hennar hjá frú Sabakine var stutt. Hún liafði einsett sér að koma um þa® leyti, sem frúin var að lieiman, og það var ekki án þess að formæla ólieppni þeirri, sem haldið hafði gömlu konunni lieima, að hun lét boða komu sína. Tvö eða þrjú fögur tar í vasaklút, bryddan spönskum knipplingun', formælingar í garð Raissu, snörp gagnrým gegn þeirri ósvífni smáborgaranna að sý»a meiri háttar fólkinu mótþróa, guöræknisleg huggun, ívafin lotningarfullri undirgefm gagnvart vilja keisarans o. s. frv. Því næst stóð furstynjan upp, kastaði fimlega til með f®1' inum löngum slóða silkikjólsins, beygði höf- uð sitt fyrir frú Sabakine og óhamingju henn- ar og skundaði svo að lokum niður tröpP' urnar. Þegar vagnhurðin var skollin í lás á eftir Adínu, þurrkaði liún varir sínar með vasa- klútnum. — Guð minn góður, livað þessat grátandi mannverur eru þreytandi! Hjá Gretsky greifynju gaf liún sér meit* tíma. Greifynjan grét ekki, það var alltaf hot í máli, en hún leyfði ekki Adínu að ráðast á Raissu, og fannst furstynjunni það í hsesta máta óskiljanlegt. — Hvað er þetta, kæra greifafrú, þér berið í bætifláka fyrir þes»a kvenpersónu ? — Ég þarf ekki að verja hana, sagði grel ynjan með rólegri röddu. Hún hefur gert skyldu sína. — Skyldu sína? A ar það skylda hennaf a< koma bróður mínum í útlegð, ásamt vesa ings Sabokine, •— dálítið rustalegur var hann, en allra bezta skinn, og svo frænda yðar. ^ ar þetta skvlda liennar? — Skylda hennar var að andmæla og bera af sér óverðskuldaða móðgun, eins og hún n ( liefur gert. Hún á ekki sökina á þessu ólan1- — Það er ekki sannað, svaraði Aöí,ia móðguð. . — Að mínu áliti er það sannað, svara ^ greifynjan, án þess að liækka róminn, en ine ákveðni, sem sýnilega sármóðgaði furstynjnn®- — Það er hægt að líta á málið frá ýnlBlll'|. hliðum, svaraði Adína kæruleysislega- nokkuð svipað vildi mér til, myndi eg U og fremst reyna að forða mér og hlífast %1 sjónum manna. — Þegar maður hefur hreint hjarta, svar

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.