Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 4
132 IIEIMILIS B L ur frá þessu prófi, er hann talinn hafa sigrazt á liitan- um eins og áður á kuldanum. Sumir yogar geta svifið í lausu lofti. Dr. Alexander Cannon, sálsýkisfræðingur og rannsóknarmaður við London County Council spítalann, seg- ir frá því, að eitt sinn, er liann hafi verið á ferðalagi í Tíbet, háfi hann og förunautar hans komið að 300 feta djúpri gjá. Um hana rann straumliörð á, svo að engin tök voru á að komast yfir hana. Ekki var heldur hægt að krækja fyrir hana. Einn ferðafélaganna var tíbetanskur spekingur, og ákvað hann, að þeir skyldu svífa í lausu lofti yfir gjána. Dr. Cannon segir svo frá: „Hann gaf okkur leiðbeining- ar um, hvernig við skyldum komast yfir hyldýpi þetta, mcð því að beita lyftinga- og flutn- ingsaðferðinni, en í henni liöfðum við, áður en þetta skeði, náð mikilli leikni. Innan fáeinna klukkustunda komum við líkamsástandi okk- ar í það horf, að við gátum látið þetta mikla fyrirbæri 6ke, að við flyttumst yfir fyrir einbeitingu liugans eina sam- an, og á næsta augnabliki vor- um við báðir komnir heilir á þúfi yfir gjána“. Þar scm fæst okkar hafa séð slík kraftaverk ske, og þar sem þau eru fjarlæg þeirri lífsreynslu, sem við eigum kost á, teljum við þau ekki geta átt sér stað. Yoga hefur lilotið viðurkenningu slíkra manna sem J ulians Huxley, Einsteins og Jungs. Forsætis- ráðherra Indlands, dr. Nehru, Stefán Hannesson Litlahvammi í Mýrdal Ljótarstaðir LjótarstaSir, langt er orðið síóan lék eg mér um balalwpinn þinn, grœnan, bleikan, fenntan, frosinn, þíóan. Furóuverkascfn er minningin frá þeim árum, helg — í liöfu'Sdráttum: himingleöi, stjörnur, sól og vor. Myndir koma fram úr öllum áttum, andann skreyta lífi görnul spor. Hóll og bali, austurtún og enni, Ytrarof og Moldir, Stekkjartún. Allt er fagurt og þótt stundum fenni yfir Sýrdalshraun og Fjalldalsbrún. Nœrtœkt margt var hér til hildarleika. hérna starfaö sýknt og heilagt var, sumar, vetur, vor og haustiö bleika var ad finna starfsins undS þar. Glerhál jörfiin Gaddaveturs kvóldin* gerSi mörgum fárra kosta völ. Þá var hér um brekkur önnur öldin, ekiS hart á gamlri tóbaksfjöl. Snjórinn var mér ári síSar sama sœluríkiS, fenntum upp á haus fram á vökur, öSrum þó til ama ef eg skyldi verSa brókarlaus. * 1881—1882.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.