Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 7
Heimilisblaðið 135 8í>gði Karmesin. En allir glæp- W, sem eru í raun og veru ftiiklir glæpir, eru vandalausir. Haður getur alltaf reitt sig á, að venjulega menn skorti kæfileikann til að koma auga a það sem augljóst er. Hvað er snillingurinn? Hann er ^taður, sem liefur glöggt auga fyrir hið augljósa, og auk þess vott af skapandi liugsun. Því Var það, veturinn 1928, er ég Var veikur og auralaus þá í 8vipinn í París, að ég fann aðferð til að njóta ljóss og ^ita ókeypis, og fá auk þess ríflega borgun fyrir vikið. I roiðii fé! Tíu þúsund franka. ^yrir það komst ég á réttan kjöl aftur. Fyrir peningana, 8em ég fékk frá gasfélaginu, Sat ég farið til Brasilíu og framið þar demantaþjófnað, 8em ef lil vill stendur öllum 8iikum framar um listræna framkvæmd — Eins og ég lief þegar sagt, er Karmesin alveg óviðjafnan- ^egur; ef ekki í glæpastarf- 8emi, þá í frásagnarlist. Ekk- ert er auðveldara, en ímynda 8er þennan risavaxna, stórgáf- a^a, gamla og heimspekilega 8lUnaða mann bendlaðan við ails konar lögleysur. Hann er 8annfasrandi í orðum. Manni er næst skapi að trúa hverju einasta orði, sem hann sendir ut í gegnum reykjargult •^ietzsche-skeggið. Það er ómögulegt annað en 8eðjast vel að lionum. Manni Eriust, að ef maður kæmist ekki hjá að verða fyrir svik- U,U eða einlivers konar gabbi, Í?aíti maður frekar sætt sig við ^að af hálfu Karmesins en U°kkurs annars. Hann er þess háttar maður, að ef hann hefði stolið veskinu þínu, mundir þú segja við hann: — Mér þykir leitt, að ekki skuli vera meira í því. En, livernig gat slíkur maður lagzt svo lágt, að fremja glæpi? Eða, á hinn bóginn, að ljúga? — Ég veit aldrei, hvenær mér er óhætt að trúa þér, sagði ég. — Vinur minn góður, sagði Karmesin. Ég hugga sjálfan mig við minninguna um þetta í livert skipti, sem slokknar á gasinu. Það vildi svona til. Ég var staddur í París. Maður verð- ur fyrir mótlæti jafnt sem meðlæti í öllum viðskiptum. Þetta var ófrjótt tímabil. Ég hafði neyðzt til, vegna vissra ófyrirsjáanlegra atvika, að hraða för minni sem mest ég mátti frá Genf og ferðast um Frakkland í þriðja flokks jámbrautarvagni. Franskir þriðja flokks járn- brautarvagnar eru ekkert sæld- arbrauð, jafnvel þótt nú á dögum sé, en þeir voru enn- þá verri fyrir stríðið. Það er því sízt að furða, þótt ég fengi svo illkynjaða inflúenzu, að ég yrði að leggjast rúmfastur í litla lierberginu mínu við Boulevard Ornano. Þess má geta, að ég hafði franskt vegabréf, sem hljóð- aði á nafnið Charles Lavoisier. Ég talaði frönsku eins og Par- ísarhúi. Það er nú ekkert. Ég tala ellefu tungumál eins og innfæddur, jafnvel finnsku. Þú skalt því reyna að sjá mig fyrir hugskotssjónum þín- um, er ég lá á þessum þján- ingabeði mínum, í þessu við- urstyggilega litla herbergi, í manndrápskulda eins hinna hörðustu vetra, sem sögur fara af. Ég hafði greitt húsaleigu fyrirfram til þriggja mánaða, og ég átti inneign sem nam vissri upphæð lijá kaupmönn- unum þarna í kring, en allar hræranlegar eigur mínar voru til þurrðar gengnar. Ég átti enga peninga, og það var mjög kalt í herberginu. Og nú skal ég lýsa fyrir þér gerð rúmábreiðanna í París: Þær eru úr einhverju gegn- sæju efni, stráðu einhvers konar liýjungi, og þegar mað- ur breiðir þær ofan á sig, rýk- ur allur liýjungurinn upp í nefið á manni, svo að ekkert er eftir nema vefnaðurinn, og liann er svo þunnur, að flug- ur þora ekki að setjast á hann af ótta við, að þær detti nið- ur um hann og fótbrjóti sig. En þótt hitasóttin væri á hæsta stigi, tók heili minn til starfa. ímyndaðu þér hinn óbuganlega neista snilligáfunn- ar berjast einan saman við gufur og dampa inflúenzunn- ar — þar hefur þú dæmi um heila ICarmesins! títi fyrir féll snjórinn jafnt og þétt, þiðnaði og varð að ís. Það var gífur- legt frost á næturnar. — Núnú, sagði ég, en livern- ig var þetta með gasfélagið? — Ég kem að því rétt strax. Ég fékk innblástur, jafnvel þótt hitasóttin væri á hæsta stigi. Ég liugleiddi þetta til þrautar um nóttina, og um morguninn lifði á gasljósun- um mínum, gasvélin var gló- andi heit og ég var hættur að skjálfa; og öllu þessu hafði ég komið til leiðar án þess

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.