Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 20
148 IIEIMILISBLAÐIÐ köllun hjá sér til að selja negra nokkurn, sem var á lausum kili. Faðir hans áleit, að hér væri um hneyksli að ræða, er fjölskyldan gæti ekki sætt sig við, þar sem sonurinn hafði tekið afstöðu með þrælunum. Næst, þegar John heimsótti heimili sitt, var borið vín með matnum eins og venjulega. John Carrick hafði verið dá- lítið undrandi yfir því, að gagnstætt venju gerði vínið Iiann syfjaðan — hann gekk til sængur og sofnaði von bráðar. Þegar hann vaknaði var hann staddur í einu af skipum föður síns. Skipstjór- inn, er var einhver rudda- legasti starfsmaður föður hans, var með bréf til Iians. ... og ég geri þig arflausan, ef þú hefur ekki í lok þessar- ar ferSar ifirazl heimsku þinn- ar. fig hef gefiS skipsljóranum fyrirskipanir um, aS reyna aS gera þig áS rnanni . . . Séð frá bæjardyrum föður hans var skipstjórinn prýði- lega fallinn til verksins. Þeg- ar Carrick skreið í land í Trinidad, Ivar allur liryggur hans blóðstorkinn — og hann var bugaður maður. En þrátt fyrir allt hafði hann aldrei fengizt til að verzla með negra. Stundum datt honum í hug, að eina mannveran, er þætti verulega vænt um hann, væri Moosh. Hann hafði liirt svert- ingjadrenginn upp af götunni í San Domingo, þar sem hann liafði verið þátttakandi í lít- ils liáttar götuóeirðum. Carr- ick liafði tekið Moosh með sér, af því að liann bar lægri hlut í bardaganum. Hann fór með hann um borð. Hinn raunverulegi eigandi þrælsins hélt að sjálfsögðu, að hann væri dauður. PPBOÐSHALDARINN liafði gefið til kynna með hamrinum, að sölu væri lok- ið, og byrjaði að hrópa: — John Carrick, skipstjóri er Carrick skipstjóri stadd- ur hér? John Carrick, skip- stjóri . . . Carrick liafði litla löngun til þess að hlýða hrópum þessa lítilfjörlega manns, en á liinn bóginn kærði hami sig ekk- ert um, að nafn sitt væri end- urtekið hvað eftir annað. — Hér! svaraði hann og lyfti stafnum til að sýna, hvar hann væri. Mannfjöldinn vék til ldiðar fyrir negra með staurfót. Negrinn rétti fram bréf með ýktri kurteisi, er gaf til kynna sömu fyrirlitninguna og hús- bóndi hans, er var Kreóli, sýndi Ameríkuinönnum. Carr- ick tók við bréfinú og opnaði það. Hann hneigði sig afsakandi í áttina til Simone og las því næst bréfið. Monsieur Lestant cTIvre þœtti vænt um, aS þér gætuS komiS sem fyrst á skrifslofu lians sökum verzlunarmála. Carrick fannsl eyrnasnepl- arnir ætla að brenna af sér. Það var augljós móðgun, að titla sjálfan sig d’lvre, en titla ekki viðtakanda hréfsins. Hann svaraði með kæruleysi í röddinni: — Segðu húsbónda þínum, að ég komi — ef ég hef tíma til. Hann fann stað fyrir fram- an veitingahúsið og bað um flösku af Casque-a-meche. Simone lézt vera upptekm við að rannsaka hanzka sína og sagði spyrjandi: — Þér — þér voruð með flutning frá Evrópu, sem d’Ivre hefur keypt fyrir brúð- kaup dóttur sinnar? — Já — og meðal annars brúðarkjól, sem er hæfur drottningu. — Eða markgreifafrii? sagði Simone. Hún lyfti glasinu í áttina til hans, og það undr- aði hann, að hönd hennar skyldi vera laus við skjálfta. Og þó hlutu sömu hugsanir að vera efst í huga þeirra beggja -— að sá maður og su kona, sem þau elskuðu, mundu bráðlega giftast Iivort öðru. Simone tæmdi glasið sitt með sömu orðunum og hún heilsaði honum með kvöldið, þegar hún veitti honum í söl- um sínum: — Hamingjan sé með yður í kvennamálum og á feröum yðar! Þótt Carrick væri ekki i skapi til þess að vera kump- ánlegur, svaraði hann bros- andi: — Ég tek það í öfugri röð! Hann var að hella víni 1 glas sitt, þegar liann heyrði rödd á bak við sig bæta við: — Og Iiengi samvizkuna upp til þerris á Kap Horn. Það var Raoul Galvez. Carr- ick sneri sér v'ð. Það brá

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.