Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 14
142 heimilisblaðið alltaf Raoul Galvez, er neytti þess morgunverðar. Carrick hafði það á tilfinn- ingunni, að jafnvel þótt hann yrði skotinn í hjartastað, mundi viljakraftur hans koma í veg fyrir að hann dæi — ef hann aðeins væri þess full- vÍ88, að honum tækist að drepa Galvez — og breyta tilfinningum Elísabetar. En það voru litlar líkur fyr- ir hinu síðarnefnda. Áður en Elísahet samþykkti ráðahag föður síns, hlaut liún að hafa fengið vitneskju um, að Gal- vez átti mörg spilavíti niðri í sjómannaliverfinu — auk nokkurra vændiskvennaskipa á fljótinu. Auk þess átti hann hörunds- dökka ástmey í Rampart Street. En það var ástæðu- laust að setja það fyrir sig. Allir Kreólarnir, allt frá göml- um nautnaseggjum til korn- ungra 6kipsdrengja, áttu slík- ar vinkonur. Carrick reif burtu síðustu ræmuna af umbúðunum. Hann horfði á djúpt sárið. Það leit ekki vel út. Carrick óttaðist fátt í þessum heimi, en liann var dauðhræddur við stíf- krampa. Það var ægilegur dauðdagi — en ennþá verra var að yfirvinna þann sjúk- dóm. Hann hafði oft séð sjúkl- inga liggja með samanbitinn munninn án þess að geta hreyft kjálkana, svo að það var nauðugur einn kostur að brjóta úr þeim framtönn til þess að hægt væri að hella niður í þá einhverju af fljót- andi fæðu. Það var barið að dyrum, og Carrick andvarpaði af fegin- leik, þegar Moosh opnaði hurðina og stakk svarta, hrokkna kollinum sínum inn fyrir. Hann hafði sent hann eftir 8vínafeiti til þess að smyrja með sárið, svo að um- búðirnar límdust ekki við það. Það mundu líða nokkrir klukkutímar, áður en hann fengi lækni til að líta á það. Carrick gnísti tönnum, þeg- ar Moosh hjálpaði honum í frakkann. Ermin var svo þröng, að hún nuddaðist við sárið. Hann smeygði á sig skónum með silfurskóhorninu, setti tvíhleyptu skammbyssuna í beltið og teygði sig eftir stafnum, er var liolur og geymdi rýting. Hann dró djúpt andann, þegar hann kom út í lireint loftið á þilfarinu. Hann renndi skjótu, rannsakandi augnaráði yfir skipshöfn, rá og reiða. Skipið sigldi á liægri ferð iim í liálfmánalagaða bugðu fljótsins, þar sem New Orle- ans lá. Það var umkringt skip- um á alla vegu. Fyrir liand- an pílviðarvöxnu hæðirnar sá- ust tígulsteinsþökin í bænum. Hæst gnæfði litla kirkjan á Place d’Armes, sem borgarbú- ar nefndu „dómkirkjuna“. Megnan ódaun lagði út á fljót- ið frá svínastíum og opnum skolpræsum. Á yfirborði vatns- ins flutu hundshræ — stund- um jafnvel mannslík. Niðri í sjómannahverfinu, þar sem maður fékk stúlku í meðgjöf með hverju vínglasi, er keypt var, var að meðaltali framið eitt morð á hverri nóttu, og þannig hafði það verið síðustu þrjú-fjögur árin, er Ameríku- menn höfðu stjórnað bænum. „Mary J.“ var hrein og snot- ur í samanhurði við óhrein- indin umhverfis liana, enda var hún nýmáluð og trjcna hennar logagyllt, og öll verks- ummerki eftir hina blóðugu viðureign höfðu verið þvegin af þilfarinu. Carrick gekk þangað s eto særðu mennirnir lágu. — Ég skal senda lækni fra bænum, sagði hann við háset- ann, er hélt vörð um hina sjúku. Sjáðu um, að þeir verði fluttir í hlé, ef það fer að rigna. Burnside — viltu sJa um, að það verði gert • • • Hinn hái, þrekvaxni annar stýrimaður sneri sér dræmt við þaðan, er hann hafði stað- ið og gefið mönnunum fynr' skipanir. Hann var svo sól- brenndur niður að beltisstað, að maður hlaut að efast uW> að Jiann væri Breti. — Já, tautaði hann og þcrr- aði með handarbakinu svlt- ann af andlitinu. Það varð h'tt merkjanleg þögn, er Carrick veitti tæpast athygli, og stýn- maður bætti við „skipstjóri í hálfum liljóðum. Það var ekki auðvelt að um- gangast Bumside, ef hann náði ekki daglega í nýja stúlku. Hvað sem öðru leið, umbar Carrick fjarvistir hans, því enginn var jafnslyngur honum að láta mennina vinna. Hann bjó yfir hæfileikum til þess að verða skipstjóri á sínu eigin skipi, en það var óhugs- andi að hann gæti komizt yfh skip öðm vísi en að gera upp' reisn. Jæja, Carrick áleit, að haim kynni tökin á honuin- Þeir léttu akkerum nokkur hundruð metrum frá hafnar-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.