Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Page 10

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Page 10
138 heimilisblaðið inninn hefði opnazt til hátíðahalds. „En hvað þú, Guð, ert góður“. Það var lofsöngurinn. Nú leið hvert árið af öðru og hún barðist ár eftir ár í skorti og i von um, að úr þcssu hlyti ein- hvern tíma að rætast og breytast til batnaðar. Drengirnir hennar stálpuðust og urðu sterkir og efnilegir. Annar þeirra gekk í Menntaskólann. Hann var liinn efnilegasti maður og heið- ursdrengur í hvivetna. En cinn daginn varð hann lika skyndilega dauðveikur. Þá hófst að nýju bæn og barátta móðurinnar. Og nú var það, að hún átti svo erfitt með að segja: „Verði þinn vilji“. Það varð að gerast, sem hún vildi. Hún bað nótt og dag, bað og barðist. Hafði Guð útilokað almátt- uga náð sína? Vildi hann ekki gefa henni af kærlcika sínum, það sem hún bað um? Einu sinni sat hún þurruin tárum við rúmið. Elsku drengurinn var að berjast sinni síð- ustu baráttu. Hann rétti henni báð- ar hendur; hún tók um þær og þrýsíi þær fast. Nú fann hún loks frið. Þá kom kyrrð i hjarta henn- ar, svo að hún gat sagt hið innra með sér í allri auðmýkt: „Verði þinn vilji“. Þá brá dauðinn slæðu fyrir auglit hans og hin unga sál hans harst frá dauðanuin til lífsins, eilífa lífs- ins af bæn móður sinnar. Mikill var missirinn. Það var eins og stórt, opið sár, sem enginn mað- ur gæti læknað. Presturinn kom, hann beygði sitt virðulega höfuð að henni og spurði, hvort það væri nokkuð sérstakt, sem hann ætti að tala uin við gröf- ina. Hún svaraði með djörfung, þótt hjartað titraði af harmi: „Talaðu út af orðunum: „Verði þinn vilji!“ Nú leið ár. Hún gekk út að gröf- inni í allri trúfesti og hagræddi hlómunum með léttri og varfær- inni hendi. Lengi, lengi gat hún staðið við gröfina og hugsað um drenginn sinn. Grét hún? Já, hún grét hrenn- heituin móðurtárum. En mitt í gráln- um gat hún hugsað: „Ég á dreng- inn minn enn — hvers vegna er ég að gráta? Það er ef til vill synd að spyrja svona?“ Árið var tæplega liðið. Þá hitti engill sorgarinnar hana aftur. Gerði liann það til að reyna trú liennar? Maður hennar veiktist og lá stutta legu og dó frá henni. Nú mætti næstum ætla, að kraftar liennar væru þrotnir og hún yrði beisk í skapi og öll trú myndi frá hcnni víkja. Nú virtist öll barátta hcnnar hafa orðið árangurslaus. Einu sinni mætti ég henni á göt- unni, sörgarklæddri og mér fannst hún vera orðin svo lítil vexti. Hver dráttur í yfirbragði hennar har á sér ótvíræð sorgarinerki. En þegar hún yrti á mig, þá fann ég, hve sorgin hennar var blíð. Og trúin, hið dásamlegasta, sem hún hafði fengið; hún var blessun í lífi henn- ar, mitt í sorgum hennar og hafði tekið hana fastari tökum en nokkru sinni áður. Ég vissi varla, hvað ég ætti að segja við hana, mcr fannst það vera eins og helgidagshrot að yrða á hana. „Vesalings þér“, sagði ég. „Já, ekki skil ég enn, hvað Guð ætlar sér að gera“, sagði hún, „en einhvern tíma skil ég það“, hætti hún við í fullu trausti. Það var eitthvað sem eins og greip utn hjarta mitt, svo ég gat ekkert sagt. „Og vitið þér, hvers ég óska?“ sagði hún. „Það er fagur, hvítur leg- steinn á leiði beggja ástvinanna minna! Og á þeiin steini vildi ég láta standa: „Guð er kærleikur“. Já, því það er satt, því hann er cinskær kærleikur. Hann gefur mér kraft til að trúa, trúa á hið dá- samlega líf eftir dauðann, það líf, sem andar einberum friði. En það er líka annað, sem ég hef í huga. Það eru svo margir óhuggandi incnn á gangi þarna upp í kirkjugarðin- um og þá gæti svo til borið, að einhver næmi staðar og læsi þessi orð á legsteininum mínum og hugg- aðist við það. En steinninn yrði að vera hvitur“, sagði hún ennfrem- ur í barnslegu sakleysi. Ég leit á hana og hugsaði um leið, hve undursamlegur kraftur væri fólginn í kristindóm:num. þessu verki Drottins, sem engm mannleg vera og enginn illur niatt- ur gæti rifið niður. Ég stóð og horfði á eftir henni, er hún lagði af stað. Svarta sl®®' an blakti í vindinum og hún veik sér að mér. Augu hennar voru tar- s'.okkin, en hún brosti til mín, cin3 og hún vildi hylja sorgina nieð hrosinu. Þessa stuttu sögu, sem er í um atriðum sönn, vildi ég sv0 gjarna segja til huggunar hinum mörgu, sem hafa barizt og beðið fyrir ástvinuin sínum. Það varpat ef til vill hjarma yfir sorgina, c vér segjum með þessari konu. „Verði ekki það, sem ég vil, ur það, sem þú vilt“, og — „^u er kærleikur“. B. J. þýdd'- SKRÍTLIJR Þessi saga gerist í áætlunarbíl- Tvær lconur voru að rífasl um þ3'-*’ hvorl glugginn ætti að vera opinn eða lokaður. Loksins skutu \>æT málinu undir dóm bílstjórans. — Ef þessi gluggi á að vera <>P inn, sagði önnur, fæ ég kvef °ð dey scnnilega. — Ef þessi gluggi á að vera h>k- aður, svaraði hin, kafna ég hreint og heint. Þær sendu hvor annarri haturs- augu. Bílstjórinn var alveg ráðþrota, en feginn varð hann, þegar rauðnefj- aður náungi, sem sat þarna rétl hja, hóf upp raust sína og sagði: — Þetta er auðleyst mál, bíl- stjóri. Opnaðu fyrst gluggann. Það drepur aðra kerlinguna. Lokaðu svo glugganum. Þá hrekkur hitt flagðið upp af. Þá fáum við lóks frið. — Hvaða refsing er við tvíkvæni- — Tvær tengdamæður.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.