Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Page 12

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Page 12
Á hálftíma fresti tilkynnir varðmaðurinn í „körfunni" símleiðis: — Logar á Ijósunum. Varðstöðu minni er lokið, og næsti maður tekur við. Ég rabba stundarkorn við hann, og þá kemur tilkynning frá loftskeytamanni okkar: — Neyðarkall heyrist frá norska gufuskipinu „Sisto“. Staður hérumbil 49 gráður norðlægr- ar breiddar og 23 gráður vest- lægrar lengdar. Tilkynningin er samstundis send áfram til Kruse skip- stjóra. Fjarlægðin milli skipanna er athuguð á sjókortinu. Hún reynist vera 220 sjómílur. Skipstjórinn gefur þegar fyr- irskipun um að breyta stefnu skipsins: — 10 gráður á bakborða. — Ný stefna 70 gráður. 1 loftskeytaklefanum og á stjórnpalli ríkir kvíði. Ef stýr- isútbúnaður skipsins skyldi vera bilaður eða leki kominn að bví, er lítil von um björg- un í þessu veðri. Þá kemur nýtt skeyti frá „Sisto“, sem gerir okkur hug- hægra: — Þörfnumst ekki hjálpar yðar, enskt olíuskip, „Mobil- oil“, komið á vettvang. Klukkan er hálf þrjú. Við breytum því aftur um stefnu, en fylgjumst þó til vonar og vara með staðsetningu og ástandi „Sistos“. Loftskeytamaður okkar hlustar á skeytasendingar enska og norska skipsins og tilkjmnir þær jafnóðum Kruse skipstjóra. Við látum „Mobiloil" senda okkur miðunarskeyti öðru hverju, þar eð við heyrum skeyti „Sistos“ mjög illa. Um hádegi 18. desember förum við framhjá skipunum í hérumbil 30 sjómílna (55 km.) fjarlægð. Farþegarnir gera ítrekaðar tilraunir til að koma auga á þau, en það ber vitanlega engan árangur. Klukkan 2 síðdegis berst okkur á ný ákaft neyðarkall frá „Sisto“. Um sama leyti kemur einnig skeyti frá „Mobiloil", sem enn liggur rétt hjá „Sisto“, og seg- ir í því, að skipið dæli í sífellu olíu í sjóinn, til að lægja öldu- rótið, en nú sé mjög gengið á olíubirgðirnar. Erfitt sé að athafna sig vegna veðursins og ómögulegt að koma báti á flot. Við megum því engan tíma missa. Neyðarkallið berst stöðugt, og skipin eru nú stödd í hér- umbil 40 sjómílna fjarlægð bakborðsmegin fyrir aftan okk- ur. Skipstjórinn er sóttur að matborðinu, og hann ákveður að snúa við og halda til móts við „Sisto“. Það er mjög hættulegt að snúa í þessu veðri, því að stór- tjón getur hlotizt af, ef hol- skeflur brotna á þilfari skips- ins, meðan það snýr hliðinni upp í vindinn. En Kruse skipstjóri hikar ekki. Fyrirskipanir hans eru stuttorðar og ótvíræðar: :— Farþegar og áhöfn fari undir þiljur! — Opnið olíukrana til fulls (til þess að lægja öldugang- inn). Fyrirskipununum er sam- [192] stundis hlýtt. Þeir farþegar’ sem staðnir voru upp frá bor^ um, til þess að fylgjast með þv' sem gerðist, setjast aftur borðs eða ganga inn í salina' Skipstjórinn virðir fyrir sef öldurótið fyrir aftan skipið °r skamma stund. Beðið er, meðan þrjár volá ugar holskeflur falla, en Þa kemur lagið. — Vélamenn, viðbúnir! "" Stýrið snöggt á bakborða! "" Bakborðsvél, stopp! — Stjór11 borðsvél fulla ferð áfram! "" Bakborðsvél hálfa ferð aftur á bak! Fyrirskipununum er svara nærri því samstundis. — Stjórnborðsvél fulla feI^ áfram! — Bakborðsvél hálfa ferð aftur á bak! — Stýrið fflS* á bakborða! Skipið snýr hægt á bakborð3 og hallast á hliðina. Nú, meðan skipið snýr þveft upp í vindinn, er hættan meS*" Tvær öldur ríða yfir þilföri^ en valda engu tjóni. SkiP1 snýr áfram. — Haldið stýrinu föstu! "'j Svona! — Stefna 290 gráðu^ Skipið snýr nú stefni a „Sisto“. — Báðar vélar hæga fer áfram! — Báðar vélar háh9 ferð áfram! Og nú getur djöfladansi1111 hafizt! Nú á skipið að saekja móti ofviðrinu, sem það h^1 áður á eftir sér, og það verður að fara eins hratt og auðið er’ því nú eru mannslíf í veði- Snúningshraða skrúfanna verður að auka smám samaP’ ' 10 og skipið kemst brátt upp 1 hnúta! Meiri getur hraðin11 ekki orðið í þessu veðri.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.