Heimilisblaðið - 01.12.1953, Síða 20
\A
S i
Magnús Jóhannesson
yTVf
vr'^N/
JL iw
Wi
Jólagjöfin
(+'**
V-/r«
'íV'V^-^-w^.vv tswv;
^’.A’.. -j•!(.•* .*;o* V
HANN húkir framan við
arininn, glænepjulegur
með glæran dropa á nefinu og
ornar bláköldum höndum. Ofn-
inn, sem fyrir skömmu hafði
verið rauðglóandi, bregður óð-
fluga litum, blánar líkt og mað-
ur í kverkataki.
Snarkið hljóðnar, og glæð-
urnar dvína, líkt og síðasti lífs-
neisti í augum dauðvona
manns.
Hann nýr saman höndum
svo að smellur í, skotrar aug-
unum til eldiviðarkassans.
Hann er tómur, galtómur.
Bara, að hann væri úr tré,
hugsar hann. Þá mætti brenna
honum.
— Er það líf, þessi hörmung,
muldrar hann. Að það skuli
vera jól.
Hann lítur í kringum sig í
herberginu. Það er óvistleg
kytra, grámáluð, eða réttara
sagt gráskjöldótt, þvi víðast
hvar glyttir í beran panelinn
gegnum klístrið, sem slett
hafði verið úr penslinum af
handahófi. Veggirnir voru
herfilega samskeyttir, víða
handþykkar glufur, fyrsta
flokks bústaðir fyrir veggjalýs
Gólfið var þakið sentimetra-
þykku sandlagi, sem barst með
skósólunum utan af götunni.
Það eina, sem sæmilegt var
við þessa skonsu, var næðið.
Það komu fáir í heimsókn,
enda fátt um vini síðan hann
varð blankur.
Hér gat hann setið lon og
don og horft á mannlífið, sem
iðaði eins og gerill um götuna.
Stundum sá hann ungar kon-
ur, eða réttara sagt fótleggi
þeirra, því gluggaboran var svo
lág, að hann gat hæglega teygt
höndina niður í malbikið.
Sjaldan sá hann andlit, en þó
einna helzt frá ytri brún veg-
arins. Það var gaman að virða
fyrir sér þessi andlit, lesa úr
svip þeirra óskir og þrár. Sum
voru glaðleg, önnur döpur.
Hann hafði sérstaklega veitt
þeim ríka athygli þessa viku,
þegar jólaannríkið stóð sem
hæst.
Allir báru böggla, jólagjafir
[200]
eða matvæli, flýttu sér einhver
ósköp, eins og um lífið vser*
að tefla. Hann reyndi að giz^®
á, hvað í bögglunum fælist'
Það var ekki eins mikill galdur
og margur hélt. AðalgaldurinH
var glögg eftirtekt. Ef böggl'
unum var haldið fast undir
hendinni, voru þeir brothættir-
Þá var það eflaust blómstur'
vasi eða innrammað málverh
Væri þeim hins vegar vingsa^
kæruleysislega, var í þei111
fatnaður eða annað, sem bet'
ur þoldi hnjask.
En yfirleitt fóru menn var'
lega með þá, jafnvel laumuleg3'
Þetta var ekki svo afleh
gaf hins vegar lítið í aðra hönd'
Honum eyddist ört fé, viss'
eiginlega ekki í hvað. Ekki fór
það utan á hann. Nei, hann
gekk í sömu lörfunum, gfl3'
andi af óhreinindum, dag eftir
dag. Fólk var farið að veita
honum athygli, stara á hann
eins og eitthvert veraldarund'
ur, hlæja fyrirlitlega.
Þegar hann leit í spegd’
furðaði hann sig hreint ekk1
á því. Hann var orðinn fölur
og kinnfiskasoginn, augun f jar'
ræn og innstæð.
/
Já, þetta atvinnuleysi tók a
taugarnar. Það var seigdrep'
andi, líkt og rótgróið æxli 1
holdvef. Buddan slaknaði dag
hvern, unz ekki var í henn1
fyrir einni fábrotinni máltíó'
Og nú var svo komið, að hann
svalt. Sulturinn nagaði innyfb
in, herpti þau saman og stund'
um seldi hann upp.
Og nú voru jólin komh’
þessi hátíð friðar og allsnægt0-
Dálaglegt það.
HEIMILISBLAÐl9
og kakkalakka. Hurðin hékk
á annari löminni, hin brotin.
dægradvöl í atvinnuleysinu'
drap tímann ótrúlega fljótt, en