Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Qupperneq 26

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Qupperneq 26
V grein. Eins og þar sést eru fuglarnir búnir til úr tveim stykkjum, skrokk og vængjum. Gera má hvort sem hentugra þykir að draga stykkin upp með kalkipappír eftir myndinni í blaðinu, eða, ef búa á til stærri fugla, að teikna þá fríhendis eftir fyrirmyndinni. Þegar sniðin eru til- búin, eru fuglarnir teiknaðir eftir þeim á tvöfalda gljápappírinn eða teiknipappírinn, eftir því, hvor teg- undin er notuð. Það getur verið til prýði að lita þá fugla, sem gerðir eru úr teikni- pappír, en sé það gert, verður að nota litkrít, því að pappírinn skemmist, ef notaðir eru vatnslitir, og verður ljótur. Síðan eru fugl- arnir settir saman. Myndin sýnir, hvernig það er gert. Vængjastykkið er beygt í miðju, þannig, að það leggist í hrygg yfir bakið á skrokk- stykkinu. Síðan er vængjunum fest með tvinnanum, og gleymið ekki, að hafa spottann nógu langan. Ef fuglinn er búinn til eftir teikning- unni, á hann að vera nokkurnveg- NÓTTIN HELGA Frh. af bls. 189. ekki greint neitt. Hann gladd- ist svo yfir því, að augu hans höfðu upplokizt, að hann féll á kné og þakkaði Guði“. En þegar amma var þangað komin, andvarpaði hún og sagði: — En það, sem hirðirinn sá, það getum við einnig séð, ef kærum okkur um, því á sér- inn í jafnvægi. Samt er gott að at- huga, hvort hann er vel í jafnvægi áður en tvinnanum er fest til fulls, því að vel getur verið, að jafna þurfi vængina um nokkra milli- metra á annanhvorn veginn, svo að fuglinn hangi réttur. Þá má hafa vængina sveigða á mismunandi hátt, svo að ekki beri þeir allir væng- ina nákvæmlega eins. Bezt er að gera það við gljápappírsfuglana meðan límið er enn vott, því að þá er auðveldara að laga þá eftir ósk- um og þá halda þeir laginu betur eftir á. Hengja má fuglana upp í glugga eða til skrauts yfir jólaborðið, Ráð- legast er að festa tvinnann með lím- pappir í loftið eða gluggakarminn. Ef fuglarnir hanga uppi yfir logandi ljósi, t. d. kertum, hreyfast þeir til og flögra fram og aftur, en sé það gert, verður að gæta þess vand- lega, að nógu hátt bil sé frá kert- unum upp í fuglana, því að ann- ars getur stafað af þeim mikil eld- hætta. hverri jólanótt koma -englarnir fljúgandi ofan frá himninum. Og svo lagði amma höndina á höfuð mér og sagði: — Þessu máttu ekki gleyma, því það er eins satt og ég sé þig, og þú sérð mig. Það er ekki ljós og lampar, sem allt er undir komið, og tungl og sól er ekki aðalatriðið, en það, sem er nauðsynlegt, er, að augu vor séu þannig, að við með þeim getum séð dýrð Drottins. [206]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.