Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31
^ðurinn minn sendir mér ^'inlega rauðar rósir — það ^ýtur að vera ástríða hjá hon- Urn • • . Jæja, eigum við ekki slá því föstu, að þér komið tukkan níu á morgun . . .? 0 er hræðilega snemmt, en Vl^ Verðum að vera búnar með ^ kortin klukkan tólf, þá 0lna þeir, sem bera þau út. þér ekki fá þessar 50 r°nur strax — ég býst við, að °r viljig kaupa eitthvað til |°}anna fyrir þær . . . Jú, viljið ábyggilega fá þær. Auenablik. Áður en Gerða fékk ráðrúm 1 að svara, hafði frú Skov §ri.Pið innanhússímann, sem á borðinu hjá henni: — Ó, erniann, ég er búin að fá 1Ukaritara. Hún er hérna hjá ^er núna. Hún vill endilega sirax þessar fimmtíu krón- Sern hún á að fá fyrir vinn- a a naorgun, núna undir eins ^ ‘ ‘ ^ún ætlar að kaupa eitt- jVa^ iyrir jólin, hugsa ég . . . a’ bu> þetta er að vissu leyti kurs konar jólahjálp. Eg vil heldur bíða til ^ &Uns með þessa peninga, ^eyrði Gerða sjálfa sig segja. °^din var dálítið óstyrk. ^kkert bull! Er það vegna að ég sagði, að það væri ^lp? Prú Skov hló. Hún ut höndina og studdi á ]Q.aPP> sem kveikti á ljósi í tlUu- Gerða fékk ofbirtu í auRun. Á U$t Saina augnabliki opnuð- jjj dyrnar og Hermann kom 0 ’ ^anu hafðj gildnað dálítið . tengið undirhöku. Hann (>e *Upp °g starði. Hjarta U barðist ótt og títt. Hafði Un ekkert breytzt? — Und- ^ILISBLAÐIÐ arlega kalt . . . augnaráð kaupsýslumanns — manns, sem gat séð um sig sjálfur. Jú, vissulega var hann mikið breyttur. — Hafirðu peningana á þér, þá láttu hana hafa þá, hvíslaði frú Skov. Hermann Skov forstjóri rétti fram höndina og tók hönd Gerðu. Handtakið var þétt, en hann sleppti henni skyndilega aftur. Hann horfði á magurt og fölt andlit Gerðu, snjáðu káp- una og gamla skóna, sem voru gegnblautir eftir krapið á göt- unni. Hann brosti hlýlega. Það brenndi hana . . . Hann var með umslag í hendinni. Hann stakk því leiftursnöggt í vas- ann, svo tók hann upp veski sitt. Hann sneri sér frá þeim, meðan hann opnaði það. Þeg- ar hann sneri sér að henni aft- ur, var hann með samanbrot- inn fimmtíu króna seðil í fram- réttri hendinni. — Þökk fyrir, herra for- stjóri. Gerða tók seðilinn og braut hann sundur. Hundrað króna seðill valt innan úr hon- um og niður á gólfteppið. — Það voru fimmtíu krónur, sem ég átti að fá, sagði hún og varð þess vör, að hendur hennar skulfu. — Ef ég vildi nú borga meira. Skov leit fast í augu hennar. Ef ég vildi borga þetta, til þess að þér gætuð átt reglu- leg jól, má ég það þá ekki? . . . Þér eigið líka eftir að vinna meira fyrir konu mína. Þetta augnaráð . . . Nei, augu hans höfðu samt ekki breytzt. Hann ætlaði að kaupa hana nú, — en hann hafði einnig ætlað að kaupa hana þá. [211] Nú rann það upp fyrir henni. Hún lét fimmtíu króna seðil- inn einnig detta. — Ég get ekki tekið verkið að mér, sagði hún fljótmælt. Ungfrú Værner hlýt- ur að geta útvegað yður ein- hverja aðra. Afsakið, að ég hef tafið yður . . . Það var ekki fyrr en hún var setzt inn í sporvagninn, sem það rann upp fyrir henni, að hún hafði einnig brotið af sér yið ungfrú Værner. — Þér eruð þó ekki veikar? spurði stúlkan, sem sat á móti henni. Gerða sat og studdi olnbog- unum á hnén með hendurnar fyrir andlitinu. — Ég er aðeins dálítið þreytt. Hún rétti sig upp . . . Hún sagði ekki fleira upphátt, en innra með henni hvíslaði einhver rödd. Ég er bara hræðilega örvingluð og þó um leið ánægð. Örvingluð vegna þess, að ég á enga pen- inga til jólanna. Ánægð vegna þess, að ég lét ekki augnaráð Hermanns leiða mig á glap- stigu vegna peninganna . . . Áður en Gerða hafði opnað forstofudyrnar, opnuðust þær á móti henni. Birta litla flaug upp um hálsinn á henni og skríkti: — Mamma, við erum búin að fá jólatré. Maðurinn var að koma með það rétt áðan. Pabbi er inni í eldhúsi, og ég má ekki koma inn til hans. Litla, dimma forstofan hringsnerist fyrir augum Gerðu. Hún andaði djúpt og naut þess að finna greniilm- inn. Þarna stóð tréð úti í horni. Hún opnaði eldhúsdyrnar. Frh. á bls. 215.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.