Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 15
- Hinn 29. desember, klukk-
an 11 um kvöldið, kom Dmitrí
Kuldaroff skjalavörður . . .
- Sjáið til, þarna heyrið þið,
en haltu áfram, pabbi . . .
. . . kom Dmitrí Kuldaroff
skjalavörður út úr drykkjukrá,
°g þar eð hann var allmikið
nndir áhrifum áfengis . . .
- Já, alveg rétt, það var ég
°g Semjon Detrovitsj. Það er
Sagt frá öllu, hverju smáatriði.
En haltu áfram, haltu áfram!
. . . allmikið undir áhrifum
sfengis, skrikaði honum fótur
rétt fyrir framan hest, sem
sPenntur var fyrir sleða. Hest-
nrinn fældist auðvitað og stökk
afram, og sleðinn rann yfir
manninn, sem hafði dottið. 1
sleðanum var, auk ökumanns-
ins, Stefán Lukoff kaupmaður.
Hesturinn hljóp burtu eins og
fætur toguðu, þangað til dyra-
verði einum tókst að ná hon-
um.
Kuldaroff var tekinn, þar
sem hann lá meðvitundarlaus,
°g fluttur á lögreglustöðina.
Sent var eftir lækni og sá hann,
nðKuldaroff hafði fengið þungt
högg á hnakkann . . .
- Já, já, það var sleðastöng-
m, pabbi, en lestu áfram, lestu
áfram!
. . . sem stafaði af því, að
sleðastöngin hafði slegizt í
hann. Þetta var fært inn í bæk-
Ur lögreglunnar, og meiddi
maðurinn fékk læknishjálp . . .
- Alveg rétt, alveg rétt! Þeir
vættu á mér hnakkann með
koldu vatni. Jæja, eruð þið bú-
in að lesa það? Já, þarna sjáið
bið! Nú kannast hver einasti
maður í Rússlandi við mig.
Komdu með blaðið! Komdu
með blaðið!
Misja fékk blaðið aftur, braut
það vandlega saman og stakk
því í vasann.
- Hæ, húrra! Ég verð að
hlaupa yfir um til Makaroffs
og sýna honum það, og Ivann-
itzkín og Natalíu og Anísmím
og Vassilitsj — hæ, húrra, hæ,
húrra!!!
Og Misja þeyttist á dyr,
ljómandi af sælu frægðarinnar.
Kallað á leigubíl.
Skoti einn fékk boð um að taka
þátt í veizlu, en fór ekki, af því að
hann vissi ekki, hvað orðið ,,Gratis ,
sem stóð á boðskortinu, þýddi. Dag-
inn eftir fannst hann dauður með
opna orðabók fyrir framan sig.
[123]
SkálloMátíðin
var haldin sunnudaginn 18. júlí s.l.
Veður var hið fegursta og fjölmennt
á staðnum, um 1000 manns.
Hátíðin hófst kl. 1. Kirkjuklukk-
ur Skálholtskirkju hringdu til há-
tíðarinnar, en lúðrasveit Reykja-
víkur lék nokkur lög i kirkjugarð-
inum. Hófst síðan messa, og gengu
prestar hempuklæddir í kirkju og
síðastir gengu þeir biskuparnir,
herra Ásmundur Guðmundsson og
herra Bjarni Jónsson. Voru þeir
báðir í kórkápum. Söngkór Ólafs-
vallakirkju annaðist sönginn. Með-
hjálparinn, Einar Sigurfinnsson, las
bæn. Biskupinn prédikaði, en vígslu-
biskupinn þjónaði fyrir altari fyrir
prédikun, en biskupinn eftir pré-
dikun.
Gjallarhornum var komið fyrir,
svo allir gátu fylgzt með, sem úti
voru, því lítill hluti af mannfjöld-
anum komst inn í hina litlu kirkju,
sem færð hafði verið af grunni sín-
um lítið eitt út fyrir í garðinn, vegna
uppgraftarins.
Eftir messu varð hlé þar til kl.
3,30, þá lék lúðrasveitin nokkur lög,
og síðan flutti prófessor Sigurbjörn
Einarsson ávarp og bauð alla gesti
velkomna á hinn sögufræga stað.
Síðan flutti prófessor Richard Beck
snjalla ræðu, og síðan skýrði forn-
minjavörður, Kristján Eldjárn, fiá
fornminjarannsóknunum í Skálholti,
sem hann kvað enn vera á byrjunar-
stigi, en haldið yrði áfram, og helzt
þyrfti þeim að vera lokið í sumar,
svo ekki tefðu þær fyrir byggingu
nýrrar kirkju, sem reist mundi verða
á grunni kirkju Brynjólfs biskups,
þar sem víst mætti telja, að þar
hefði byggð verið hin fyrsta kirkja,
kirkja ísleifs biskups Gissurarsonar.
Að lokum flutti séra Sigurður
Pálsson, formaður Skálholtsdeildar
Árnesinga, snjallt erindi,- og voru
það lokaorð.
5000 króna gjöf barst frá bónda
í Biskupstungum, sem ekki lét nafns
síns getið.
Konur frá Stokkseyri sáu um veit-
ingarnar, og voru þær bæði góðar
og vel framreiddar.
Heimilisblaðið