Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 23

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 23
HJALMAR BERGMAN Prinsessan, sem skrifaði á rósarblaðið Æ v i n t ý r i OG Styrbjörn tók litlu prinsessuna milli handa ser og lyfti henni upp á öxl sína. Síðan lagði hann af stað Segnum skóginn, löngum,hröð- skrefum. Villisvínin flýðu 1 allar áttir eins og hérar, en rett í því bili, er Styrbjörn og stúlkan komu út úr skóginum, niður að ánni, mættu þau sjálf- galtapabbanum á bakkan- ^EIMILISBLAÐIÐ um. Hann var tíu sinnum stærri en hin villisvínin og helmingi stærri en stór hestur. Hann kom á móti þeim og setti ógnandi undir sig hausinn með vígtönnunum ægilegu. Styr- björn tók sterklega um víg- tennur hans, sína með hvorri hendi, sneri honum að ánni, settist klofvega á bakið á hon- um með prinsessuna fyrir framan sig, og svo keyrði hann járnslegna hælana í síður galt- arins og neyddi hann til að vaða út í ána. Litla prinsess- an sat á baki galtapabba eins og fiðrildi á trjástofni. Iðuköst árinnar sviptust til í kringum hana, en hún komst heil á húfi yfir á hinn bakkann. Þá dró Styrbjörn aftur sverð sitt úr slíðrum, og með beittri egginni hjó hann hvert þrepið eftir annað í klettinn. Enda þótt steinflísunum rigndi eins og haglkornum yfir prinsess- una, fylgdi hún Styrbirni fast eftir og var innan skamms komin efst upp á tindinn, en þar tók við svo breið og djúp gjá, að hana sundlaði og hún hörfaði til baka. - Æ, æ, sagði hún, svo að amma hafði þá rétt fyrir sér. Yfir þessa gjá kemst ég aldrei. Styrbjörn togaði í úfna, járn- gráa skeggið sitt og hugsaði sig um stundarkorn. Að lok- um sagði hann og glotti lymskulega: - Það er aðeins til einn mað- ur, sem getur hjálpað þér yfir gjána, og sá maður er ég, Styr- björn. En það er lífshættulegt, og þú verður að lofa mér einu, áður en ég hætti á að stökkva yfir gjána. - Hvað er það? spurði prins- essan. Styrbjörn svaraði: - Strax, þegar þú hefur séð prinsinn unga, verður þú að koma með mér heim aftur og verða konan mín. Vesalings litla prinsessan! Hún grét og bað og neri hend- ur sínar og grátbað Styrbjörn knékrjúpandi að hlífa sér við þessu loforði. En Styrbjörn glotti bara illúðlega að skelf- [131]

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.