Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Page 24

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Page 24
ingu hennar. Að lokum varð prinsessan að lofa honum, að hún skyldi verða konan hans, ef hún aðeins fengi að sjá prins- inn. Styrbjörn lyfti henni upp á öxl sér og sagði: - Haltu þér nú fast, því nú er um líf og dauða okkar beggja að tefla. Síðan tók hann til- hlaup og stökk yfir gjána. Svo tröllslegt var þetta stökk hans, að kletturinn bak við hann sprakk. Sverðið losnaði úr belti hans og hrapaði niður í hyl- dýpið. Og í hvert sinn, sem það kastaðist frá öðrum gjár- veggnum yfir að hinum, barst upp úr gjánni sterkur og fag- ur hljómur, eins og þegar hundrað kirkjuklukkur hringja á kyrrum og heiðum sunnu- dagsmorgni. Nú voru ekki lengur eftir neinir trafalar á leiðinni, sem sigrast þurfti á, og eftir fáein- ar mínútur var Styrbjörn kom- inn að höll prinsins. Hann nam staðar hjá blaðlausu eikinni fyrir utan glugga prinsins, tyllti sér á tá og lyfti prins- essunni upp fyrir gluggakist- una. - Hvað sérðu? spurði hann. - Æ, æ, andvarpaði prins- essan og teygði hálsinn eins og hún gat. Ég sé litla unnustann minn, prinsinn unga. Hann liggur á sjúkrabeði sínum og er svo fölur og aðframkominn, að ég fæ sting í hjartað við að sjá það. - Það er ekki víst, að það sé neitt sérlega hættulegt, sagði Styrbjörn. Sérðu hann vel og greinilega? - Já, ég sé hann mjög greini- lega, svaraði prinsessan. Ó, hvað það var sorglegt, að ég skyldi sjá hann svona hörmu- lega á sig kominn. Lofaðu mér að klifra inn um gluggann, svo að ég geti kvatt hann. En Styrbjörn þrýsti henni upp að sér og sagði: - Nei, nú hefur þú fengið að sjá prinsinn, og nú verður þú að koma strax heim með mér og verða konan mín. Það var aldrei minnzt á að kveðjaprins- inn, svo að þú verður að gera svo vel og standa tafarlaust við loforð þitt. Ho, ho, ho! Nú hef ég leikið á þig og ömmu þína. Þarna stóð þessi risavaxni þurs og hló, svo að vesalings prinsessan fékk hellu fyrir eyr- un. Hún var að því komin að örvinglast af hryggð og kvíða. Hafði hún stofnað sér í allan þennan stórkostlega háska og sigrazt á öllum þessum örðug- leikum og í þokkabót orðið að heita því að verða konan hans Styrbjörns, til þess eins, að fá að líta rétt í svip á prinsinn? Átti hún ekki einu sinni að fá að segja honum, hversu vænt henríi þætti um hann? Styrbjörn belgdi sig í sífellu allan út, glotti eins og úlfur og sagði: - Ho, ho, ho! Sumir halda, að Styrbjörn sé eins heimskur og hann er sterkur. He, he, he! En nú kemur áreiðanlega ann- að hljóð í strokkinn, þegar ég hef leikið á þær báðar, ekkju- drottninguna og prinsessuna. Ha, ha, ha! Ó, bannsettur glópaldinn þinn, hugsaði prinsessan. Þá færi nú að fara aftan að sið- unum, ef ég gæti ekki leikið á þig. Og hún sagði: - Ég skal áreiðanlega fara heim með þér og verða konan þín. En mér lá svo mikið á, þegar ég fór að heiman, að ég hafði ekki tíma til að klæða mig í sokka eða skó eða setja upp konunglegu kórónuna mína. Það liti illa út, ef þú kæmir heim með berfætta stelpu. Því mundi engin sál trúa, að ég væri prinsessa. Þu verður að lofa mér að fara inn í höllina, til þess að fá lánaða skó, sokka og kórónu. Þetta fannst Styrbirni skyn' samlega mælt, og hann spurði, hvað hún þyrfti langan tíma til þess að búa sig reglulega vel- - O, við prinsessurnar eigum svo auðvelt með að búa okk' ur reglulega vel, svaraði prinS' essan. Ég þarf ekki lengri tíma til þess en þú þarft til þess að telja dúfurnar, sem sitja þarna uppi, yfir hallarhliðinu. StraX, þegar þú hefur talið þær, máttu kalla á mig. En einu verður þú að lofa, og ef þú stendur ekki við það loforð, stend heldur ekki við mitt. - Hvað er það? spurði Styr' björn. - Meðan ég er inni í höllinnn verður þú að gæta hliðsins vel og sleppa engum inn, hver svo sem það er. Hann hét henni þessu. PrinS' essan gekk inn í höllina. Styr' björn lokaði hliðinu á eftir henni og fór strax að telja dúfurnar. Hann hafði varla tal' ið upp að hundrað, þegar all' ur dúfnahópurinn flaug UPP’ sveimaði nokkra hringi uPP1 yfir honum og settist svo aftu1 • Styrbjörn varð að byrja talm inguna á nýjan leik. En hann komst aldrei lengra en UPP hundrað. I hvert sinn, sem hann kom að hundrað og einm, flaug hópurinn upp, sveimað1 nokkra hringi uppi jdir hon' HEIMILISBLAÐI0 [132]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.