Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Síða 28
• yfir sjúklinginn. Hann tók fast ut- an um nálina. Hann hafði ákafan hjartslátt um leið og hann stakk nálinni inn í brjóst sjúklingsins. Allir viðstaddir biðu í ofvæni, en svo vall þykkur, gulur gröftur út úr kýlinu í brjóstholinu, sem hann hafði stungið á. Það var eins og gröfturinn ætlaði ekki að hætta að renna. Walter andvarpaði af feginleik. Overton var fölur. Hann var sveitt- ur um lófana. Duncan þurrkaði af nálinni og sagði rólegri röddu við hjúkrunarkonuna: - Viljið þér flytja hann yfir í E-deild í kvöld, ungfrú? Hann mun jafna sig bráðlega. - Ég hef þegar jafnað mig! Það runnu gleðitár niður kinnar unga mannsins. Ég á létt með að anda núna. Guð blessi yður, læknir! MORGUNINN eftir, þegar sjúkra- stofuvitjun stóð yfir, veitti Duncan því athygli, að Inglis rektor horfði á hann undarlegu augnaráði. Þegar þeir voru. orðnir einir, bað rektor hann að ganga með sér inn á skrifstofu sína. Hann stóð þar og hóstaði og ræskti sig góða stund, unz hann sagði: - Yður semur ekki sem bezt við doktor Overton, Stirling ? - Nei, rektor. - í trúnaði sagt er það sama að segja um mig! Andlitsdrættir rektors milduðust, og hann hló. En svo mælti hann á sinn vanalega og varfærna hátt: - Ég vildi gjarnan, að þér hefðuð ekki móðgað starfsfélaga yðar, kæri Stirling. Ég þarf víst ekki að segja yður, að það eru vissir menn, sem eru á móti yður hér. Þér getið auð- veldlega komizt í vandræði, þótt ég sannarlega voni, að svo verði ekki. En ég bið yður þess að fara gæti- lega í framtíðinni . . . Walters tók skjótum framförum. Og þegar Duncan kvaddi þennan sjúkling, gat hann ekki varizt þeirri hugsun, að hefði hann ekki tekið til sinna ráða, væri þessi geðþekki, ungi maður liðið lík. Föstudag einn í september stóð Duncan inni í rannsóknarstofunni og var að ljúka við dagsverkið, þegar barið var létt að dyrum. Og áður en hann hafði svarað, stóð Margrét við hlið hans. - Þarna geturðu séð! sagði hún. Fjallið kemur til Múhameðs! - Margrét! sagði hann undrandi. Ég vissi ekki, að þú værir komin aftur! - Jú, pabbi varð að hraða sér í verzlunarerindum fyrir nokkrum dögum — þú skilur, vegna nýja orkuversins. Hann sagði hæglátlega: - Það var vingjarnlegt af þér að koma og heimsækja mig. - Nú, já, sagði hún og hló kæru- leysislega. Ég átti erindi við Inglis frænda, og svo langaði mig til þess að kíkja inn til þín. Hún stóð og virti hann fyrir sér á þann hátt, sem hún ein gat gert. Allt í einu fann hann, hversu heitt hann hafði þráð hana. Hann hafði saknað hennar ósegjanlega og beðið komu hennar með óþreyju. Nú þurfti hann ekki að bíða lengur. Hann var heilbrigður maður. Hann vissi — það var bjargföst trú hjá honum — að hann mundi komast langt áleiðis. - Margrét, sagði hann, það er dá- lítið, sem mig langar til þess að segja þér. Hreimurinn í rödd hans fékk hana til þess að líta upp. Hún horfði stríðnislega á hann stórum augum. - Haltu áfram, ef þú ætlar ekki að segja mér alla ævisögu þína. Hann gekk skrefi nær henni. - Nei, en það er nokkuð, sem byrjaði fyrir löngu, Margrét. Það er um fátækan dreng og prinsessu, sem bjó í höllu. Hún horfði glettnislega á hann. - En hvað þú talar fallega! Hver var þessi prinsessa þín? - Margrét, geturðu ekki getið upp á því? - Áttu við mig? Hann tók visnaða lynghríslu upp úr veski sínu sem svar við spurn- ingunni. - Manstu ekki, þegar þú gafst mér þessa hríslu? - Nei! Hún hristi höfuðið. - Daginn, sem ég fór til að veiða og hitti þig. - Nú, já, og þú hefur geymt hana öll þessi ár? Hann kinkaði kolli. [136] Hún ætlaði að snúa samtalinu að öðru, en hégómleg ánægja hennar yfir einjægri aðdáun hans dró ur varkárni hennar. - Þú slærð mér svo mikla gull- hamra! Hann tók utan um hönd hennar. - Margrét! Ég hef beðið svo hræði- lega lengi eftir því að segja þér þetta. Ég elska þig. Ég veit, að mér ber skylda til að koma mér áfram- En mér mun takast það, Margrét! Hann hélt áfram og talaði svo hratt, að honum svelgdist á orð- unum: - Viltu giftast mér, þegar ég hef aukið hróður minn og get boðið þér gott heimili? Hún mætti augnaráði hans eins lengi og hún framast gat. Svo and- varpaði hún. Hún leit undan. - Ég hefði ekki átt að láta þté vona svona lengi, sagði hún með örvæntingarhreim, er virtist eðli' legur. En mér þykir mjög vænt u® þig — það þykir mér vissulega og ég vil gjarnan hlusta á þa®’ sem þú hefur að segja! - Já, hvers vegna skyldirðu ekki hlusta á það? spurði hann. Hún dró höndina hægt til sin, og hann gat ekki komizt hjá að sjá stóran, nýjan demantshring a baugfingri hennar. - Mig undrar, að þú skyldir ekki sjá hann strax. Hann er þó bæð1 stór og fallegur! Hann var algerlega utan við sig, Svo sagði hann hægt og þungleg8, - Ég er ekki sérstaklega eftir' tektarsamur, þegar, um slíkt er að ræða, Margrét . . . Það leið góð stund, unz hann bætti við: - Þetta er mjög fallegur hringur- Hann þagnaði aftur og barðis* við að tala greinilega. - Hver — hver er hann? Hann vissi svarið áður en hun sagði honum það. - Það er Euen — doktor Overton, auðvitað. Okkur hefur alltaf vænt hvoru um annað! Það var eiginlega þess vegna, sem ég kom — til þess að þú gætir óskað me' til hamingju! Honum tókst með herkjumunum að leyna sársaukanum, er hann bjo yfir. HEIMILISBLAÐlp

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.