Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Qupperneq 31

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Qupperneq 31
SKRÍTLIJR - Mamma, spurði Jamie litli. Er t>að satt, að við séum komin af öp- um? - Eg veit það ekki, væni minn, svaraði móðir hans. Ég hef ekki kynnzt föðurfólkinu þínu neitt að ráði. Ungi maðurinn: - Mikið var það fallega gert af þér, frændi, að færa °kkur þessa gjöf — konan mín er alveg vitlaus í ilmvötn. Frændinn (frá Aberdeen): - Það er handa þér, drengur minn. Ég ; frétti, að þú hefðir keypt þér bíl, svo mér fannst ég ekki geta fært t>ér neitt betra en svolítið af bensíni. Skoti nokkur fór inn í skóverzl- ; un og keypti sér skó, sem ábyrgð var tekin á að entust í heilt ár. Þegar Ulefu mánuðir voru liðnir, kom maðurinn aftur í verzlunina og bar Slg upp undan því, að skórnir hefðu ekki enzt eins og lofað hefði verið. Til sannindamerkis um það sýndi hann kaupmanninum skóna. Og það var rétt, það var ekki mikið eftir af þeim. Kaupmaðurinn var steinhissa. Hann hafði til þessa selt mörg hundruð slíka skó, og þetta var eina dæmið um, að þeir hefðu ekki enzt út árið. - Eruð þér viss um, að skórnir hafi verið mátulegir á yður? spurði hann. - Þeir eru alveg mátulegir á mig, svaraði hinn, en hann bróðir minn, sem er á næturvaktinni, segir, að þeir megi ekki þrengri vera á sig. Englendingur sagði Skota einum, að það boðaði gæfu að fleygja þriggja pennýa peningi út af West- minster-brúnni. Englendingurinn hitti Skotann aftur eftir nokkra daga, og þar eð hann sá, að illa lá á Skotanum, spurði hann, hvað væri að. - Fjandinn hafi þessa hjátrú þína, maður, sagði Skotinn. Tvinn- inn slitnaði. Ódýr Parísartízka. (— Gólflakk léttir siöríin ^EIMILISBLAÐIÐ [139]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.